Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:06 • Síðdegis: 24:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:53 • Síðdegis: 18:06 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er uppruni orðsins salerni?

Guðrún Kvaran

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:793) er flettan salerni og orðið sagt merkja ‘náðhús, klósett’. Hann telur orðið leitt af salur ‘stór stofa ...’ með viðskeytinu -erni. Að öðru leyti telur hann uppruna ekki öruggan og segir:

Af salur (< *sali-z) er forn víxlmynd *salaz-/*saliz- (es/os-st.) og orðið salerni kynni að vera af henni leitt < *salaz-i-īna- eða *salaz-n-ia-, en hvorug myndin kemur vel heim hljóðfræðilega; í fyrra tilvikinu er erfitt að skýra i-endinguna og í því síðara hefði mátt búast við samlögun~zn. [* merkir að orðmyndin er endurgerð].

Eitt frægasta verk Marcel Duchamp er þessi veggklósettskál, le Grand Verre eða la Fontaine. Á íslensku er verkið kallað Gosbrunnurinn.

Stefán Karlsson, fyrrum forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, skrifaði stutta grein 1992 um salerni í afmælisrit til Árna Björnssonar þjóðháttafræðings. Hann telur orðið ekki eiga sér frumnorrænar rætur meðal annars vegna þess að það þekkist ekki í öðrum norrænum málum. Það komi ekki heldur fyrir í ritum sem geti salerna. Stefán bendir á að Salerni sé nefnt í íslenskum ritum í annarri merkingu en ‘klósett’. Þar sé um borgarheiti að ræða en um hana sagði Nikulás ábóti á 12. öld að þar væru „læknar bestir“. Stefán lýkur greininni á þessum orðum:

Lang-líklegast þykir mér því að ‘salerni’ sé tökuorð eins og ‘kvaterni’ og ‘taferni’[1] og að hér sé í raun á ferðinni nafnið á heilsustöðinni Salerni. Öllum hefur verið til heilsubótar að ganga til salernis og ‘hægja sér’, ekki síst þeim sem hafa haft kveisu eða leitað sér búkhreinsunar í samræmi við Salernisfræði. Til þess að hreinsa meltingarfærin vóru notaðar ýmiss konar ‘lausnarlækningar’, og margar slíkar eru taldar upp í íslensku lækningabókinni í Dyflinnu í kafla sem einmitt á rætur að rekja til Antidotarium Nicolai, helsta lyfjatals Salerniskólans. (1992:102)

Tilvísun:
  1. ^ Kvaterni ‘kver’, taferni ‘greiðasölustaður’.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. - Orðsifjabókin er einnig aðgengileg á arnastofnun.is undir Málið.is.
  • Stefán Karlsson. 1992. Salerni. Í: Dagamunur gerður Árna Björnssyni sextugum 16. janúar 1992. Bls. 98–102. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.4.2020

Spyrjandi

Árni Þór

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins salerni?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2020. Sótt 29. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=78655.

Guðrún Kvaran. (2020, 24. apríl). Hver er uppruni orðsins salerni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78655

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins salerni?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2020. Vefsíða. 29. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78655>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins salerni?
Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:793) er flettan salerni og orðið sagt merkja ‘náðhús, klósett’. Hann telur orðið leitt af salur ‘stór stofa ...’ með viðskeytinu -erni. Að öðru leyti telur hann uppruna ekki öruggan og segir:

Af salur (< *sali-z) er forn víxlmynd *salaz-/*saliz- (es/os-st.) og orðið salerni kynni að vera af henni leitt < *salaz-i-īna- eða *salaz-n-ia-, en hvorug myndin kemur vel heim hljóðfræðilega; í fyrra tilvikinu er erfitt að skýra i-endinguna og í því síðara hefði mátt búast við samlögun~zn. [* merkir að orðmyndin er endurgerð].

Eitt frægasta verk Marcel Duchamp er þessi veggklósettskál, le Grand Verre eða la Fontaine. Á íslensku er verkið kallað Gosbrunnurinn.

Stefán Karlsson, fyrrum forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, skrifaði stutta grein 1992 um salerni í afmælisrit til Árna Björnssonar þjóðháttafræðings. Hann telur orðið ekki eiga sér frumnorrænar rætur meðal annars vegna þess að það þekkist ekki í öðrum norrænum málum. Það komi ekki heldur fyrir í ritum sem geti salerna. Stefán bendir á að Salerni sé nefnt í íslenskum ritum í annarri merkingu en ‘klósett’. Þar sé um borgarheiti að ræða en um hana sagði Nikulás ábóti á 12. öld að þar væru „læknar bestir“. Stefán lýkur greininni á þessum orðum:

Lang-líklegast þykir mér því að ‘salerni’ sé tökuorð eins og ‘kvaterni’ og ‘taferni’[1] og að hér sé í raun á ferðinni nafnið á heilsustöðinni Salerni. Öllum hefur verið til heilsubótar að ganga til salernis og ‘hægja sér’, ekki síst þeim sem hafa haft kveisu eða leitað sér búkhreinsunar í samræmi við Salernisfræði. Til þess að hreinsa meltingarfærin vóru notaðar ýmiss konar ‘lausnarlækningar’, og margar slíkar eru taldar upp í íslensku lækningabókinni í Dyflinnu í kafla sem einmitt á rætur að rekja til Antidotarium Nicolai, helsta lyfjatals Salerniskólans. (1992:102)

Tilvísun:
  1. ^ Kvaterni ‘kver’, taferni ‘greiðasölustaður’.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. - Orðsifjabókin er einnig aðgengileg á arnastofnun.is undir Málið.is.
  • Stefán Karlsson. 1992. Salerni. Í: Dagamunur gerður Árna Björnssyni sextugum 16. janúar 1992. Bls. 98–102. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, Reykjavík.

Mynd:...