Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert fer kúkurinn í flugvélum?

BSB

Klósett í flugvélum eru frábrugðin hefðbundnum klósettum með vatnskassa sem Vesturlandabúar nota alla jafna á jörðu niðri. Í stað vatns og þyngdarafls sér lofttæmibúnaður og sótthreinsandi vökvi um að tæma skálina í flugvélaklósettum.

Í járnbrautarlestum fyrr á tíð rann saur og annar úrgangur beint niður á teinana. Slík losun gengur ekki upp í flugvélum. Ef úrgangi væri sleppt uppi í háloftum myndi hann frjósa og gæti valdið ýmsum skaða þegar hann félli þannig til jarðar.

Í stað vatns og þyngdarafls er lofttæmibúnaður og sótthreinsandi vökvi notaður til að tæma klósettskálar í flugvélum. Úrganginum er síðan safnað saman í tanki sem að lokum er tæmdur á jörðu niðri.

Þegar lofttæmibúnaður í klósettum flugvéla hefur sogað allan úrgang til sín er honum einfaldlega safnað saman í tanki aftast í flugvélum. Þessi tankur er síðan tæmdur á jörðu niðri af flugvallarstarfsmönnum.

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

2.7.2021

Spyrjandi

Hafþór Bjarni Bjarnason

Tilvísun

BSB. „Hvert fer kúkurinn í flugvélum?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2021, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79852.

BSB. (2021, 2. júlí). Hvert fer kúkurinn í flugvélum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79852

BSB. „Hvert fer kúkurinn í flugvélum?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2021. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79852>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert fer kúkurinn í flugvélum?
Klósett í flugvélum eru frábrugðin hefðbundnum klósettum með vatnskassa sem Vesturlandabúar nota alla jafna á jörðu niðri. Í stað vatns og þyngdarafls sér lofttæmibúnaður og sótthreinsandi vökvi um að tæma skálina í flugvélaklósettum.

Í járnbrautarlestum fyrr á tíð rann saur og annar úrgangur beint niður á teinana. Slík losun gengur ekki upp í flugvélum. Ef úrgangi væri sleppt uppi í háloftum myndi hann frjósa og gæti valdið ýmsum skaða þegar hann félli þannig til jarðar.

Í stað vatns og þyngdarafls er lofttæmibúnaður og sótthreinsandi vökvi notaður til að tæma klósettskálar í flugvélum. Úrganginum er síðan safnað saman í tanki sem að lokum er tæmdur á jörðu niðri.

Þegar lofttæmibúnaður í klósettum flugvéla hefur sogað allan úrgang til sín er honum einfaldlega safnað saman í tanki aftast í flugvélum. Þessi tankur er síðan tæmdur á jörðu niðri af flugvallarstarfsmönnum.

Heimild og mynd:

...