Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?

Ritstjórn Vísindavefsins

Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum!

Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar.

Þegar arkitektinn Frank Lloyd Wright hannaði almenningsklósett í Buffaló-borg New York-fylkis árið 1904 var hann skyndilega innblásinn af spádómsgáfu. Sem ötull áhugamaður hinnar vaxandi listgreinar kvikmyndalistarinnar sá hann fyrir sér að næstu 150 árin yrðu spennumyndir kvikmyndahúsa uppfullar af útjöskuðum bardagaatriðum á veitingahúsum og lestarstöðvum. Af þessu hafði Wright miklar áhyggjur, fyrst og fremst út frá sinni faglegu þekkingu á arkitektúr. Augljóst væri að áhorfendur yrðu leiðir á bardögum á svo tilbreytingarlausum stöðum. Til þess að byggja upp spennu þyrfti allt öðruvísi rými, helst rými þar sem stigvaxandi spenna gæti skyndilega brotist út, bæði í einrúmi og fyrir allra augum. Svarið var að sjálfsögðu almenningsklósett! En þau mættu ekki vera of lítil, og því var ekki sniðugt að teikna mörg lítil aðskilin klósett. Einhvers staðar þyrfti fólk líka að hittast á leið sinni inn og út af klósettinu og því þyrftu vaskarnir að vera í sama rýminu.

Þegar Wrigtht hóf að teikna klósettin sá hann fyrir sér ýmis spaugileg atriði þar sem árasámaðurinn sæi eilítið inn á klósettið svo erfitt væri að fela sig. Engu að síður var Wright á því að ekki mætti vera ógerlegt að fela sig. Datt honum þá þetta snjallræði í hug: hangandi veggir sem næðu hvorki niður í gólf né upp í loft. Með því móti væri bæði hægt að klifra yfir veggina og grípa í fætur þeirra sem væru á klósettinu.

Wright var mikill spaugari og hann áleit klósetthönnunina vera hápunktinn á ferlinum, öðru sem hann hannaði vildi hann bara sturta beinustu leið niður. Frá þessu segir hann í sjálfsævisögunni Klósettkafarinn sem í fyrstu var gefin út á forláta salernispappír. Hann ímyndaði sér meðal annars senur þar sem að gamlir mafíósarefir tefldu við páfann eftir að hafa snætt matmikla ítalska pastarétti. Væru þeir gjarnan með vindil í kjafti að lesa dagblað í rólegheitum, enda alþekkt að mafíósar þjást af verulegri hægðatregðu. Eitt dæmi gekk út að tekið væri um fætur mafíósans og hann dreginn út með allt niður um sig. Sögur af þessu tagi er víða að finna í Klósettkafaranum og margar þeirra hafa reyndar ræst í kvikmyndasögunni enda hefur bókin verið innblástur fjöldamargra leikstjóra. Almenningsklósett Wrights hafa reyndar verið innblástur fleiri, til dæmis telja margir að Jürgen Habermas hafi lesið yfir sig að klósettfræðum Wrigths þegar hann skrifaði meistarstykki sitt Formgerðarbreytingu almannarýmis. Hann áleit almenningsklósettin við upphaf 20. aldar merkja óskýr mörk hins persónulega og hins opinbera.

Wright sló aldeilis tvær flugur í sama höggi því hann þekkti til fjöldamargra sem voru dauðhræddir við að læsa sig inni á pínulitlum klósettum. Væru veggirnir hangandi þá væri lítið mál að klifra yfir þá eða skríða undir og því þyrfti fólk með innilokunarkennd ekki að óttast!


Þessu svari ber ekki að taka alvarlega enda er það föstudagssvar, skrifað inni á salerni Vísindavefsins. Sannleikurinn er sá að mun hentugra er að þrífa gólf klósetta þar sem veggirnir ná ekki niður á gólf. Þetta er til dæmis hægt að lesa um á ensku Wikipediu. Samkvæmt sömu heimild eignar Frank Lloyd Wright sér heiðurinn af hangandi veggjum en því miður er sagan um spennumyndir, spádómsgáfu og sjálfsævisögu uppspuni ritstjórnar.

Mynd:

Útgáfudagur

30.5.2014

Spyrjandi

Gunnlaugur Bjarnason

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2014. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60916.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2014, 30. maí). Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60916

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2014. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60916>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?
Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum!

Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar.

Þegar arkitektinn Frank Lloyd Wright hannaði almenningsklósett í Buffaló-borg New York-fylkis árið 1904 var hann skyndilega innblásinn af spádómsgáfu. Sem ötull áhugamaður hinnar vaxandi listgreinar kvikmyndalistarinnar sá hann fyrir sér að næstu 150 árin yrðu spennumyndir kvikmyndahúsa uppfullar af útjöskuðum bardagaatriðum á veitingahúsum og lestarstöðvum. Af þessu hafði Wright miklar áhyggjur, fyrst og fremst út frá sinni faglegu þekkingu á arkitektúr. Augljóst væri að áhorfendur yrðu leiðir á bardögum á svo tilbreytingarlausum stöðum. Til þess að byggja upp spennu þyrfti allt öðruvísi rými, helst rými þar sem stigvaxandi spenna gæti skyndilega brotist út, bæði í einrúmi og fyrir allra augum. Svarið var að sjálfsögðu almenningsklósett! En þau mættu ekki vera of lítil, og því var ekki sniðugt að teikna mörg lítil aðskilin klósett. Einhvers staðar þyrfti fólk líka að hittast á leið sinni inn og út af klósettinu og því þyrftu vaskarnir að vera í sama rýminu.

Þegar Wrigtht hóf að teikna klósettin sá hann fyrir sér ýmis spaugileg atriði þar sem árasámaðurinn sæi eilítið inn á klósettið svo erfitt væri að fela sig. Engu að síður var Wright á því að ekki mætti vera ógerlegt að fela sig. Datt honum þá þetta snjallræði í hug: hangandi veggir sem næðu hvorki niður í gólf né upp í loft. Með því móti væri bæði hægt að klifra yfir veggina og grípa í fætur þeirra sem væru á klósettinu.

Wright var mikill spaugari og hann áleit klósetthönnunina vera hápunktinn á ferlinum, öðru sem hann hannaði vildi hann bara sturta beinustu leið niður. Frá þessu segir hann í sjálfsævisögunni Klósettkafarinn sem í fyrstu var gefin út á forláta salernispappír. Hann ímyndaði sér meðal annars senur þar sem að gamlir mafíósarefir tefldu við páfann eftir að hafa snætt matmikla ítalska pastarétti. Væru þeir gjarnan með vindil í kjafti að lesa dagblað í rólegheitum, enda alþekkt að mafíósar þjást af verulegri hægðatregðu. Eitt dæmi gekk út að tekið væri um fætur mafíósans og hann dreginn út með allt niður um sig. Sögur af þessu tagi er víða að finna í Klósettkafaranum og margar þeirra hafa reyndar ræst í kvikmyndasögunni enda hefur bókin verið innblástur fjöldamargra leikstjóra. Almenningsklósett Wrights hafa reyndar verið innblástur fleiri, til dæmis telja margir að Jürgen Habermas hafi lesið yfir sig að klósettfræðum Wrigths þegar hann skrifaði meistarstykki sitt Formgerðarbreytingu almannarýmis. Hann áleit almenningsklósettin við upphaf 20. aldar merkja óskýr mörk hins persónulega og hins opinbera.

Wright sló aldeilis tvær flugur í sama höggi því hann þekkti til fjöldamargra sem voru dauðhræddir við að læsa sig inni á pínulitlum klósettum. Væru veggirnir hangandi þá væri lítið mál að klifra yfir þá eða skríða undir og því þyrfti fólk með innilokunarkennd ekki að óttast!


Þessu svari ber ekki að taka alvarlega enda er það föstudagssvar, skrifað inni á salerni Vísindavefsins. Sannleikurinn er sá að mun hentugra er að þrífa gólf klósetta þar sem veggirnir ná ekki niður á gólf. Þetta er til dæmis hægt að lesa um á ensku Wikipediu. Samkvæmt sömu heimild eignar Frank Lloyd Wright sér heiðurinn af hangandi veggjum en því miður er sagan um spennumyndir, spádómsgáfu og sjálfsævisögu uppspuni ritstjórnar.

Mynd: