Í svari á vefnum vefnum við spurningunni Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? er ekkert getið hvers vegna. Sem sagt engin rök fyrir þessari ótrúlegu aðgerð, en hins vegar ýmislegt tínt til sem rökstyður það að hafa þá inni. Þess vegna er spurt: Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?Eðlilegast er að líta svo á að með hugtakinu íslenska stafrófið sé átt við mengi stafa sem þarf til að rita íslensk orð eftir íslenskum stafsetningarreglum. Að minnsta kosti frá 1929 (auglýsing frá kennslumálaráðherra) hafa gilt reglur um frágang íslensks ritmáls án c q w og síðan 1974 (auglýsing frá menntamálaráðherra) hefur ekki heldur verið þörf á z til að rita íslensk orð rétt samkvæmt íslenskum ritreglum. Til þess þarf ekki nema 32 bókstafi á okkar tímum. Í öllu ritmáli í heiminum geta hins vegar auðvitað komið fyrir alls konar stafir og tákn við sérstakar aðstæður án þess að það tilheyri í sjálfu sér stafrófi viðkomandi ritmáls. Þegar Danir rita nafn Þórðar þurfa þeir Þ og ó og ð en engum dytti í hug að halda því fram að Þ og ó og ð séu stafir í danska stafrófinu.

Þegar Danir rita nafn Þórðar þurfa þeir Þ og ó og ð en engum dytti í hug að halda því fram að Þ og ó og ð séu stafir í danska stafrófinu. Á myndinni sést Þórður Tómasson safnvörður að Skógum undir Eyjafjöllum.

Marie Curie er ein frægasta vísindakona sögunnar. Hún fæddist í Póllandi og bar þá nafnið Maria Salomea Skłodowska. Til þess að skrifa það þarf bókstafinn ł. Myndin sýnir Marie Curie á tilraunastofu ásamt eiginmanninum Pierre Curie.
- Skógar Folk Museum in Iceland. (Sótt 31.03.2015).
- Marie Curie - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 31.03.2015).