Sólin Sólin Rís 08:59 • sest 17:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:54 • Sest 19:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:13 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:39 • Síðdegis: 16:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:59 • sest 17:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:54 • Sest 19:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:13 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:39 • Síðdegis: 16:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er karlmannsnafnið Sturla karlkyns- eða kvenkynsorð?

Eiríkur Rögnvaldsson

Nafnið Sturla er gamalt í málinu, kemur fyrir þegar í Landnámu. Það beygist eins og veikt kvenkynsorð sem er einstakt meðal karlmannsnafna sem nú tíðkast í málinu. Áður fyrr var það einnig algengt í myndinni Sturli (og jafnvel Stulli) í nefnifalli og Sturla (Stulla) í aukaföllum. „Vel má túlka nýju myndina svo að málnotendur hafi lagað þetta nafn að beygingum karlkynsorða vegna þess að kvenkynsbeygingin rakst á við kynferði nafnberanna“ segir Margrét Jónsdóttir í Íslensku máli 2001. Þessu bregður jafnvel fyrir enn – í Morgunblaðinu 2002 segir Bergþóra Jónsdóttir: „Einstöku sinnum heyrir maður fólk eiga í vandræðum með þetta og segja Sturli, en ég held að engum dytti í hug að taka nafnið úr notkun fyrir þau glappaskot.“

Þrátt fyrir kvenkynsbeyginguna er Sturla yfirleitt flokkað sem karlkynsorð í orðabókum, t.d. Íslenskri orðabók, Íslensk-danskri orðabók frá 1920-1924, Ritmálssafni Orðabókar Háskólans o.fl. – greiningin miðast sem sé við merkingu orðsins. Það er öfugt við það sem annars tíðkast í málfræðilegri greiningu þar sem kyn nafnorða miðast ævinlega við form en ekki merkingu, enda oft lögð áhersla á það að málfræðilegt kyn og merkingarlegt kyn sé tvennt ólíkt og þurfi ekki að fara saman. Orðið fljóð er t.d. alltaf greint sem hvorugkynsorð og svanni sem karlkynsorð þótt bæði merki 'kona', en það fyrrnefnda tekur hvorugkynsbeygingu (eins og t.d. ljóð og hljóð) og það síðarnefnda karlkynsbeygingu (eins og t.d. granni og glanni).

Þótt eingöngu karlmenn beri nafnið <em>Sturla</em> eftir því sem best er vitað er fullkomlega eðlilegt og raunar óhjákvæmilegt að greina orðið sem kvenkynsorð. Í málfræðilegri greiningu miðast kyn nafnorða ævinlega við form en ekki merkingu, enda oft lögð áhersla á það að málfræðilegt kyn og merkingarlegt kyn sé tvennt ólíkt og þurfi ekki að fara saman. Myndin er af íslenskri fjölskyldu í byrjun 20. aldar, tekin af dönskum landmælingamönnum.

Þótt eingöngu karlmenn beri nafnið Sturla eftir því sem best er vitað er fullkomlega eðlilegt og raunar óhjákvæmilegt að greina orðið sem kvenkynsorð. Í málfræðilegri greiningu miðast kyn nafnorða ævinlega við form en ekki merkingu, enda oft lögð áhersla á það að málfræðilegt kyn og merkingarlegt kyn sé tvennt ólíkt og þurfi ekki að fara saman. Myndin er af íslenskri fjölskyldu í byrjun 20. aldar, tekin af dönskum landmælingamönnum.

Vissulega er yfirleitt vísað til manna sem heita Sturla með karlkynsfornafninu hann þótt hún bregði fyrir, og eins eru venjulega notuð lýsingarorð í karlkyni sem sagnfylling með nafninu. Það þarf þó ekki að þýða að nafnið sé karlkynsorð – þarna er um að ræða merkingarlega vísun en ekki málfræðilega, þ.e. ekki er verið að vísa til nafnsins Sturla heldur til mannsins sem ber nafnið. Merkingarleg vísun hefur alltaf tíðkast að einhverju marki í málinu – vísun til foreldra og krakka sem eru karlkynsorð með hvorugkynsfornafninu þau er vel þekkt. Notkun slíkrar vísunar fer vaxandi – dæmi eins og ráðherra var viðstödd athöfnina þar sem vísað er til kvenkyns ráðherra með kvenkynsmynd lýsingarorðs þótt ráðherra sé karlkynsorð eru algeng.

Þótt eingöngu karlmenn beri nafnið Sturla eftir því sem best er vitað er því fullkomlega eðlilegt og raunar óhjákvæmilegt að greina orðið sem kvenkynsorð eins og Kristján Rúnarsson gerir í BA-ritgerð sinni. Það er í samræmi við form þess og beygingu, og þótt vísað sé til nafnbera þess með karlkynsfornafni og það taki með sér lýsingarorð í karlkyni er það í fullu samræmi við merkingarlega vísun sem víða er notuð í málinu. Hér má einnig benda á að í raun eru ekki lengur til sérstök karla- og kvennanöfn eftir að Lögum um mannanöfn var breytt í kjölfar setningar Laga um kynrænt sjálfræði árið 2019. Nú hefur karlmaður fengið leyfi til að bera nafnið Sigríður en engum hefur dottið í hug að það leiði til breytinga á kyngreiningu orðsins.

Myndir:

Höfundur

Eiríkur Rögnvaldsson

prófessor emeritus í íslenskri málfræði

Útgáfudagur

28.10.2025

Spyrjandi

Kristleifur Guðjónsson

Tilvísun

Eiríkur Rögnvaldsson. „Hvort er karlmannsnafnið Sturla karlkyns- eða kvenkynsorð?“ Vísindavefurinn, 28. október 2025, sótt 28. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=58874.

Eiríkur Rögnvaldsson. (2025, 28. október). Hvort er karlmannsnafnið Sturla karlkyns- eða kvenkynsorð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58874

Eiríkur Rögnvaldsson. „Hvort er karlmannsnafnið Sturla karlkyns- eða kvenkynsorð?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2025. Vefsíða. 28. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58874>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er karlmannsnafnið Sturla karlkyns- eða kvenkynsorð?
Nafnið Sturla er gamalt í málinu, kemur fyrir þegar í Landnámu. Það beygist eins og veikt kvenkynsorð sem er einstakt meðal karlmannsnafna sem nú tíðkast í málinu. Áður fyrr var það einnig algengt í myndinni Sturli (og jafnvel Stulli) í nefnifalli og Sturla (Stulla) í aukaföllum. „Vel má túlka nýju myndina svo að málnotendur hafi lagað þetta nafn að beygingum karlkynsorða vegna þess að kvenkynsbeygingin rakst á við kynferði nafnberanna“ segir Margrét Jónsdóttir í Íslensku máli 2001. Þessu bregður jafnvel fyrir enn – í Morgunblaðinu 2002 segir Bergþóra Jónsdóttir: „Einstöku sinnum heyrir maður fólk eiga í vandræðum með þetta og segja Sturli, en ég held að engum dytti í hug að taka nafnið úr notkun fyrir þau glappaskot.“

Þrátt fyrir kvenkynsbeyginguna er Sturla yfirleitt flokkað sem karlkynsorð í orðabókum, t.d. Íslenskri orðabók, Íslensk-danskri orðabók frá 1920-1924, Ritmálssafni Orðabókar Háskólans o.fl. – greiningin miðast sem sé við merkingu orðsins. Það er öfugt við það sem annars tíðkast í málfræðilegri greiningu þar sem kyn nafnorða miðast ævinlega við form en ekki merkingu, enda oft lögð áhersla á það að málfræðilegt kyn og merkingarlegt kyn sé tvennt ólíkt og þurfi ekki að fara saman. Orðið fljóð er t.d. alltaf greint sem hvorugkynsorð og svanni sem karlkynsorð þótt bæði merki 'kona', en það fyrrnefnda tekur hvorugkynsbeygingu (eins og t.d. ljóð og hljóð) og það síðarnefnda karlkynsbeygingu (eins og t.d. granni og glanni).

Þótt eingöngu karlmenn beri nafnið <em>Sturla</em> eftir því sem best er vitað er fullkomlega eðlilegt og raunar óhjákvæmilegt að greina orðið sem kvenkynsorð. Í málfræðilegri greiningu miðast kyn nafnorða ævinlega við form en ekki merkingu, enda oft lögð áhersla á það að málfræðilegt kyn og merkingarlegt kyn sé tvennt ólíkt og þurfi ekki að fara saman. Myndin er af íslenskri fjölskyldu í byrjun 20. aldar, tekin af dönskum landmælingamönnum.

Þótt eingöngu karlmenn beri nafnið Sturla eftir því sem best er vitað er fullkomlega eðlilegt og raunar óhjákvæmilegt að greina orðið sem kvenkynsorð. Í málfræðilegri greiningu miðast kyn nafnorða ævinlega við form en ekki merkingu, enda oft lögð áhersla á það að málfræðilegt kyn og merkingarlegt kyn sé tvennt ólíkt og þurfi ekki að fara saman. Myndin er af íslenskri fjölskyldu í byrjun 20. aldar, tekin af dönskum landmælingamönnum.

Vissulega er yfirleitt vísað til manna sem heita Sturla með karlkynsfornafninu hann þótt hún bregði fyrir, og eins eru venjulega notuð lýsingarorð í karlkyni sem sagnfylling með nafninu. Það þarf þó ekki að þýða að nafnið sé karlkynsorð – þarna er um að ræða merkingarlega vísun en ekki málfræðilega, þ.e. ekki er verið að vísa til nafnsins Sturla heldur til mannsins sem ber nafnið. Merkingarleg vísun hefur alltaf tíðkast að einhverju marki í málinu – vísun til foreldra og krakka sem eru karlkynsorð með hvorugkynsfornafninu þau er vel þekkt. Notkun slíkrar vísunar fer vaxandi – dæmi eins og ráðherra var viðstödd athöfnina þar sem vísað er til kvenkyns ráðherra með kvenkynsmynd lýsingarorðs þótt ráðherra sé karlkynsorð eru algeng.

Þótt eingöngu karlmenn beri nafnið Sturla eftir því sem best er vitað er því fullkomlega eðlilegt og raunar óhjákvæmilegt að greina orðið sem kvenkynsorð eins og Kristján Rúnarsson gerir í BA-ritgerð sinni. Það er í samræmi við form þess og beygingu, og þótt vísað sé til nafnbera þess með karlkynsfornafni og það taki með sér lýsingarorð í karlkyni er það í fullu samræmi við merkingarlega vísun sem víða er notuð í málinu. Hér má einnig benda á að í raun eru ekki lengur til sérstök karla- og kvennanöfn eftir að Lögum um mannanöfn var breytt í kjölfar setningar Laga um kynrænt sjálfræði árið 2019. Nú hefur karlmaður fengið leyfi til að bera nafnið Sigríður en engum hefur dottið í hug að það leiði til breytinga á kyngreiningu orðsins.

Myndir:

...