Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða íslensku nöfnum geta bæði karlar og konur heitið?

Guðrún Kvaran

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hversu mörg nöfn í íslensku er hægt að nota bæði fyrir karla og konur?

Spurningin er nokkuð erfið að því leyti að ómögulegt er að segja fyrir um hvaða nöfn eru skyndilega valin á annað kyn en hefðbundið er (sbr. Sigríður, sjá neðar). Ég mun því tína til þau nöfn í nafnagrunni mínum sem notuð hafa verið bæði sem karlmanns- og kvenmannsnöfn og birta í lista hér fyrir neðan. Ég er þessa dagana að uppfæra grunninn þannig að í flestum tilvikum eru tölur um fjölda nafnbera enn miðaðar við upplýsingar úr þjóðskrá 2017. Rétt er að athuga að millinöfn flokkast ekki hér með. Þau má nota jafnt á karla sem konur og teljast ekki eiginnöfn.

Abel: Einn karlmaður í Suður-Múlasýslu bar nafnið sem síðara af tveimur í manntali 1801 og einn bar það sem fyrra nafn 1855. Árið 1910 báru það tveir karlar í Eyjafjarðarsýslu og Árnessýslu. Í þjóðskrá 1. janúar 2019 voru fimm karlar skráðir með þessu nafni sem fyrsta eða fyrra nafni en fjórir höfðu það sem annað nafn.

Á Íslandi bar ein kona á Snæfellsnesi nafnið Abel samkvæmt manntalinu 1703 og önnur 1801 á svipuðum slóðum. Engin kona bar þetta nafn samkvæmt þjóðskrá 1. janúar 2019. Það var samþykkt á mannanafnaskrá 2018.

Aríel: Ungt karlmannsnafn hérlendis. 1. janúar 2017 báru fjórir karlar það sem einnefni eða fyrra nafn og einn að síðara nafni. Það er hebreskt að uppruna.

Nafnið var samþykkt sem kvenmannsnafn á mannanafnaskrá 2017. Tvær konur báru það að fyrra nafni 1. janúar 2017.

Auður: Í Landnámu er talað um Auð á Auðsstöðum en annars virðist karlmannsnafnið lítið hafa verið notað hérlendis. Einn karl í Þingeyjarsýslu bar þetta nafn sem fyrra nafn fyrir miðja 20. öld. Trúlega hefur kvenmannsnafnið Auður dregið úr notkun karlmannsnafnsins. Það var samþykkt á mannanafnaskrá 2013.

Kvenmannsnafnið kemur fyrir í Landnámu en þekktasti nafnberi til forna var Auður djúpúðga. Nafnið var síðan tekið upp aftur á 19. öld. Ein kona í Borgarfirði bar nafnið samkvæmt manntali 1845 en 25 voru skráðar svo í manntalinu 1910, þar af flestar í Þingeyjarsýslum eða alls 12. Á 20. öld hefur nafnið verið mjög vinsælt. Í þjóðskrá 1. janúar 2019 voru 1100 nafnberar skráðir svo að einnefni eða fyrra nafni og 143 að síðara nafni.

Minnismerki um Auði djúpúðgu í Krosshólaborg þar sem hún hafði bænahald sitt. Hún er þekktasti nafnberi nafnsins Auður.

Blær: Einum dreng í Suður-Þingeyjarsýslu var gefið nafnið sem síðara af tveimur á þriðja áratug 20. aldar. Skýringin er sú að bókin Uppreisnin á Bounty var keypt í lestrarfélagið í Aðaldal, Þingeyjarsýslu, og var lesin nánast upp til agna. Nafn skipstjórans var William {Bligh} sem í Aðaldalnum var borið fram [Blær]. Í þjóðskrá 1. janúar 2019 voru fjórir þrír karlar skráðir svo að einnefni eða fyrra nafni og 131 karl hét svo að síðara nafni.

Fjórar konur voru skráð með þessu nafni í þjóðskrá 1. janúar 2019 og þrjár að síðara nafni. Það var samþykkt sem kvenmannsnafn 2013 og fært á mannanafnaskrá.

Eir: Nafnið er fremur ungt karlmannsnafn. Í þjóðskrá 1982 hétu þrír karlar svo að síðara nafni og 1989 báru fimm karlar það sem síðara nafn af tveimur. Einn karl bar nafnið sem síðara af tveimur 1. janúar 2019 en það var samþykkt á mannanafnaskrá 2016.

Nafnið virðist koma fyrst fyrir sem eiginnafn kvenna á áratugnum 1930–1940 en engri konu virðist hafa verið gefið það á árunum 1941–1950. Á þjóðskrá 1. janúar 2019 voru tíu konur skráðar Eir að einnefni eða fyrra nafni af tveimur en 352 að síðara nafni.

Elía: Tveir karlar báru þetta nafn sem fyrra nafn í þjóðskrá í janúar 2019 og tveir að síðara nafni. Nafnið var samþykkt á mannanafnaskrá 2013. Það á rætur að rekja til Biblíunnar.

Kvenmannsnafnið Elía er fremur ungt hérlendis. Átta konur voru skráðar svo í þjóðskrá að fyrra nafni 1. janúar 2019 og fjórar að síðara nafni. Uppruni er óviss.

Nafnið Elía á rætur að rekja til Biblíunnar. Málverkið er eftir Peter Paul Rubens frá árinu 1640 og sýnir Elía spámann ásamt engli.

Elís: Nafnið kemur fyrir í manntali 1855 en þá bar það einn karl í Húnavatnssýslu. Árið 1910 voru nafnberar 40, þar af 11 í Suður-Múlasýslu. Í þjóðskrá 1. janúar 2017 báru 107 karlar nafnið að einnefni eða fyrra nafni af tveimur og 111 að síðara nafni.

Átta konur á Suður- og Vesturlandi báru nafnið samkvæmt manntali 1703 og þrjár voru skráðar svo 1801, allar í Árnes- og Rangárvallasýslum. Sjö konur hétu Elís 1845, engin var skráð í manntalinu 1910 en ein að síðara nafni í þjóðskrá 1. janúar 2012. Engin kona virtist bera nafnið samkvæmt þjóðskrá 1. janúar 2017.

Ingimagn: Í manntali 1910 bar einn karl í Borg nafnið sem síðara nafn af tveimur. Samkvæmt þjóðskrá 1. janúar 2017 var einn karl skráður svo að einnefni og annar að síðara nafni.

Ein kona í Gullbringu- og Kjósarsýslu var skráð með þessu nafni í manntali 1855. Uppruni er óviss.

Júní: Tveir karlar báru nafnið í manntali 1910, annar í Reykjavík en hinn í Ísafjarðarsýslu. Einum dreng var gefið það á sjöunda áratug 20. aldar. 1. janúar 2017 voru fjórir karlar skráðir svo að síðara nafni af tveimur.

Nafnið var samþykkt sem kvenmannsnafn 2014 og var samkvæmt þjóðskrá 1. janúar 2017 síðara nafn einnar konu.

Júlí: Einn karl í Ísafjarðarsýslu bar nafnið sem síðara af tveimur í manntali 1910. Í þjóðskrá 1. janúar 2017 voru sjö karlar skráðir svo að einnefni eða fyrra nafni og þrír að síðara nafni.

Nafnið var samþykkt á mannanafnaskrá 2018. Ein kona var skráð svo að einnefni og önnur að síðara nafni í þjóðskrá 1. júlí 2019.

Karma: Karlkynsnafnið Karma var samþykkt á mannanafnaskrá 2016 og einn karl var skráður svo að einnefni sama ár.

Nafnið var samþykkt sem kvenmannsnafn 2017. Tvær konur báru það sem fyrra nafn af tveimur 1. janúar 2019.

Marís: Karlmannsnafnið Marís er fremur ungt hérlendis. Í þjóðskrá 1. janúar 2019 voru sex karlar skráðir svo að einnefni eða fyrra nafni og fimm að síðara nafni.

Ein kona í Eyjafjarðarsýslu bar nafnið samkvæmt manntali 1845 en engin eftir það.

Salma: Einn karl í Ísafjarðarsýslu bar þetta nafn 1845 og einn nafnberi var skráður svo í sömu sýslu tíu árum síðar.

Nafnið er ungt hérlendis sem kvenmannsnafn. Tíu konur voru skráðar svo að einnefni eða fyrra nafni 1. janúar 2017.

Sigfríð: Ungt nafn hérlendis sem karlmannsnafn og virðist tekið upp á níunda áratug 20. aldar. Einn nafnberi var skráður svo að fyrra nafni í þjóðskrá 1989 en enginn bar það 1. janúar 2019.

Fimm konur, ein í Ísafjarðarsýslu en fjórar í Múlasýslum, báru nafnið samkvæmt manntali 1910. Í þjóðskrá 1. janúar 2019 voru 33 konur skráðar með þessu nafni að einnefni eða fyrra nafni af tveimur og fimm að síðara nafni.

Sigríður: Nafnið var heimilað sem karlmannsnafn á mannanafnaskrá 2019.

Kvenmannsnafnið kemur fyrir í Landnámu og á mörgum stöðum í Íslendingasögum og Fornaldarsögum Norðurlanda. Það kemur einnig fyrir í Sturlungu og í fornbréfum frá 14. öld. Árið 1703 hétu 1624 konur Sigríður og 1972 konur um öld síðar samkvæmt manntali 1801. Árið 1845 voru 2423 konur skráðar með þessu nafni og að auki 64 að síðara nafni. Samkvæmt manntali 1910 báru það 3605 konur, þar af 872 að síðara nafni og var það þá annað algengasta nafn á landinu. 1. janúar 2017 voru 3419 konur skráðar með þessu nafni sem einnefni eða fyrra nafni af tveimur og 1294 að síðara nafni Sigríður var í fjórða sæti á lista yfir hundrað algengustu eiginnöfn kvenna í þjóðskrá 1. janúar 2017

Þórlín: Einn karl í Ísafjarðarsýslu bar nafnið í manntali 1910.

Einni stúlku var gefið þetta nafn á áratugnum 1931–1940 og ein var skráð svo að fyrra nafni í þjóðskrá 1. janúar 2008. Engin kona bar nafnið 1. janúar 2019.

Þrúður: Einum dreng í Mýrasýslu var gefið nafnið sem síðara nafn af tveimur á fimmta áratug 20. aldar. Enginn karl bar nafnið í þjóðskrá 1. janúar 2019.

Samkvæmt manntali 1703 var nafnið borið af 21 konu og af 22 konum árið 1801. 24 konur hétu Þrúður samkvæmt manntali 1845 og tvær að auki að seinna nafni. Árið 1910 hétu 15 konur Þrúður en í þjóðskrá 1. janúar 2019 voru 39 konur skráðar með þessu nafni sem einnefni eða fyrra nafni af tveimur og 22 hétu svo að síðara nafni.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.4.2020

Spyrjandi

Inga Sóley Kjartansdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða íslensku nöfnum geta bæði karlar og konur heitið?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2020. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78250.

Guðrún Kvaran. (2020, 14. apríl). Hvaða íslensku nöfnum geta bæði karlar og konur heitið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78250

Guðrún Kvaran. „Hvaða íslensku nöfnum geta bæði karlar og konur heitið?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2020. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78250>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða íslensku nöfnum geta bæði karlar og konur heitið?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hversu mörg nöfn í íslensku er hægt að nota bæði fyrir karla og konur?

Spurningin er nokkuð erfið að því leyti að ómögulegt er að segja fyrir um hvaða nöfn eru skyndilega valin á annað kyn en hefðbundið er (sbr. Sigríður, sjá neðar). Ég mun því tína til þau nöfn í nafnagrunni mínum sem notuð hafa verið bæði sem karlmanns- og kvenmannsnöfn og birta í lista hér fyrir neðan. Ég er þessa dagana að uppfæra grunninn þannig að í flestum tilvikum eru tölur um fjölda nafnbera enn miðaðar við upplýsingar úr þjóðskrá 2017. Rétt er að athuga að millinöfn flokkast ekki hér með. Þau má nota jafnt á karla sem konur og teljast ekki eiginnöfn.

Abel: Einn karlmaður í Suður-Múlasýslu bar nafnið sem síðara af tveimur í manntali 1801 og einn bar það sem fyrra nafn 1855. Árið 1910 báru það tveir karlar í Eyjafjarðarsýslu og Árnessýslu. Í þjóðskrá 1. janúar 2019 voru fimm karlar skráðir með þessu nafni sem fyrsta eða fyrra nafni en fjórir höfðu það sem annað nafn.

Á Íslandi bar ein kona á Snæfellsnesi nafnið Abel samkvæmt manntalinu 1703 og önnur 1801 á svipuðum slóðum. Engin kona bar þetta nafn samkvæmt þjóðskrá 1. janúar 2019. Það var samþykkt á mannanafnaskrá 2018.

Aríel: Ungt karlmannsnafn hérlendis. 1. janúar 2017 báru fjórir karlar það sem einnefni eða fyrra nafn og einn að síðara nafni. Það er hebreskt að uppruna.

Nafnið var samþykkt sem kvenmannsnafn á mannanafnaskrá 2017. Tvær konur báru það að fyrra nafni 1. janúar 2017.

Auður: Í Landnámu er talað um Auð á Auðsstöðum en annars virðist karlmannsnafnið lítið hafa verið notað hérlendis. Einn karl í Þingeyjarsýslu bar þetta nafn sem fyrra nafn fyrir miðja 20. öld. Trúlega hefur kvenmannsnafnið Auður dregið úr notkun karlmannsnafnsins. Það var samþykkt á mannanafnaskrá 2013.

Kvenmannsnafnið kemur fyrir í Landnámu en þekktasti nafnberi til forna var Auður djúpúðga. Nafnið var síðan tekið upp aftur á 19. öld. Ein kona í Borgarfirði bar nafnið samkvæmt manntali 1845 en 25 voru skráðar svo í manntalinu 1910, þar af flestar í Þingeyjarsýslum eða alls 12. Á 20. öld hefur nafnið verið mjög vinsælt. Í þjóðskrá 1. janúar 2019 voru 1100 nafnberar skráðir svo að einnefni eða fyrra nafni og 143 að síðara nafni.

Minnismerki um Auði djúpúðgu í Krosshólaborg þar sem hún hafði bænahald sitt. Hún er þekktasti nafnberi nafnsins Auður.

Blær: Einum dreng í Suður-Þingeyjarsýslu var gefið nafnið sem síðara af tveimur á þriðja áratug 20. aldar. Skýringin er sú að bókin Uppreisnin á Bounty var keypt í lestrarfélagið í Aðaldal, Þingeyjarsýslu, og var lesin nánast upp til agna. Nafn skipstjórans var William {Bligh} sem í Aðaldalnum var borið fram [Blær]. Í þjóðskrá 1. janúar 2019 voru fjórir þrír karlar skráðir svo að einnefni eða fyrra nafni og 131 karl hét svo að síðara nafni.

Fjórar konur voru skráð með þessu nafni í þjóðskrá 1. janúar 2019 og þrjár að síðara nafni. Það var samþykkt sem kvenmannsnafn 2013 og fært á mannanafnaskrá.

Eir: Nafnið er fremur ungt karlmannsnafn. Í þjóðskrá 1982 hétu þrír karlar svo að síðara nafni og 1989 báru fimm karlar það sem síðara nafn af tveimur. Einn karl bar nafnið sem síðara af tveimur 1. janúar 2019 en það var samþykkt á mannanafnaskrá 2016.

Nafnið virðist koma fyrst fyrir sem eiginnafn kvenna á áratugnum 1930–1940 en engri konu virðist hafa verið gefið það á árunum 1941–1950. Á þjóðskrá 1. janúar 2019 voru tíu konur skráðar Eir að einnefni eða fyrra nafni af tveimur en 352 að síðara nafni.

Elía: Tveir karlar báru þetta nafn sem fyrra nafn í þjóðskrá í janúar 2019 og tveir að síðara nafni. Nafnið var samþykkt á mannanafnaskrá 2013. Það á rætur að rekja til Biblíunnar.

Kvenmannsnafnið Elía er fremur ungt hérlendis. Átta konur voru skráðar svo í þjóðskrá að fyrra nafni 1. janúar 2019 og fjórar að síðara nafni. Uppruni er óviss.

Nafnið Elía á rætur að rekja til Biblíunnar. Málverkið er eftir Peter Paul Rubens frá árinu 1640 og sýnir Elía spámann ásamt engli.

Elís: Nafnið kemur fyrir í manntali 1855 en þá bar það einn karl í Húnavatnssýslu. Árið 1910 voru nafnberar 40, þar af 11 í Suður-Múlasýslu. Í þjóðskrá 1. janúar 2017 báru 107 karlar nafnið að einnefni eða fyrra nafni af tveimur og 111 að síðara nafni.

Átta konur á Suður- og Vesturlandi báru nafnið samkvæmt manntali 1703 og þrjár voru skráðar svo 1801, allar í Árnes- og Rangárvallasýslum. Sjö konur hétu Elís 1845, engin var skráð í manntalinu 1910 en ein að síðara nafni í þjóðskrá 1. janúar 2012. Engin kona virtist bera nafnið samkvæmt þjóðskrá 1. janúar 2017.

Ingimagn: Í manntali 1910 bar einn karl í Borg nafnið sem síðara nafn af tveimur. Samkvæmt þjóðskrá 1. janúar 2017 var einn karl skráður svo að einnefni og annar að síðara nafni.

Ein kona í Gullbringu- og Kjósarsýslu var skráð með þessu nafni í manntali 1855. Uppruni er óviss.

Júní: Tveir karlar báru nafnið í manntali 1910, annar í Reykjavík en hinn í Ísafjarðarsýslu. Einum dreng var gefið það á sjöunda áratug 20. aldar. 1. janúar 2017 voru fjórir karlar skráðir svo að síðara nafni af tveimur.

Nafnið var samþykkt sem kvenmannsnafn 2014 og var samkvæmt þjóðskrá 1. janúar 2017 síðara nafn einnar konu.

Júlí: Einn karl í Ísafjarðarsýslu bar nafnið sem síðara af tveimur í manntali 1910. Í þjóðskrá 1. janúar 2017 voru sjö karlar skráðir svo að einnefni eða fyrra nafni og þrír að síðara nafni.

Nafnið var samþykkt á mannanafnaskrá 2018. Ein kona var skráð svo að einnefni og önnur að síðara nafni í þjóðskrá 1. júlí 2019.

Karma: Karlkynsnafnið Karma var samþykkt á mannanafnaskrá 2016 og einn karl var skráður svo að einnefni sama ár.

Nafnið var samþykkt sem kvenmannsnafn 2017. Tvær konur báru það sem fyrra nafn af tveimur 1. janúar 2019.

Marís: Karlmannsnafnið Marís er fremur ungt hérlendis. Í þjóðskrá 1. janúar 2019 voru sex karlar skráðir svo að einnefni eða fyrra nafni og fimm að síðara nafni.

Ein kona í Eyjafjarðarsýslu bar nafnið samkvæmt manntali 1845 en engin eftir það.

Salma: Einn karl í Ísafjarðarsýslu bar þetta nafn 1845 og einn nafnberi var skráður svo í sömu sýslu tíu árum síðar.

Nafnið er ungt hérlendis sem kvenmannsnafn. Tíu konur voru skráðar svo að einnefni eða fyrra nafni 1. janúar 2017.

Sigfríð: Ungt nafn hérlendis sem karlmannsnafn og virðist tekið upp á níunda áratug 20. aldar. Einn nafnberi var skráður svo að fyrra nafni í þjóðskrá 1989 en enginn bar það 1. janúar 2019.

Fimm konur, ein í Ísafjarðarsýslu en fjórar í Múlasýslum, báru nafnið samkvæmt manntali 1910. Í þjóðskrá 1. janúar 2019 voru 33 konur skráðar með þessu nafni að einnefni eða fyrra nafni af tveimur og fimm að síðara nafni.

Sigríður: Nafnið var heimilað sem karlmannsnafn á mannanafnaskrá 2019.

Kvenmannsnafnið kemur fyrir í Landnámu og á mörgum stöðum í Íslendingasögum og Fornaldarsögum Norðurlanda. Það kemur einnig fyrir í Sturlungu og í fornbréfum frá 14. öld. Árið 1703 hétu 1624 konur Sigríður og 1972 konur um öld síðar samkvæmt manntali 1801. Árið 1845 voru 2423 konur skráðar með þessu nafni og að auki 64 að síðara nafni. Samkvæmt manntali 1910 báru það 3605 konur, þar af 872 að síðara nafni og var það þá annað algengasta nafn á landinu. 1. janúar 2017 voru 3419 konur skráðar með þessu nafni sem einnefni eða fyrra nafni af tveimur og 1294 að síðara nafni Sigríður var í fjórða sæti á lista yfir hundrað algengustu eiginnöfn kvenna í þjóðskrá 1. janúar 2017

Þórlín: Einn karl í Ísafjarðarsýslu bar nafnið í manntali 1910.

Einni stúlku var gefið þetta nafn á áratugnum 1931–1940 og ein var skráð svo að fyrra nafni í þjóðskrá 1. janúar 2008. Engin kona bar nafnið 1. janúar 2019.

Þrúður: Einum dreng í Mýrasýslu var gefið nafnið sem síðara nafn af tveimur á fimmta áratug 20. aldar. Enginn karl bar nafnið í þjóðskrá 1. janúar 2019.

Samkvæmt manntali 1703 var nafnið borið af 21 konu og af 22 konum árið 1801. 24 konur hétu Þrúður samkvæmt manntali 1845 og tvær að auki að seinna nafni. Árið 1910 hétu 15 konur Þrúður en í þjóðskrá 1. janúar 2019 voru 39 konur skráðar með þessu nafni sem einnefni eða fyrra nafni af tveimur og 22 hétu svo að síðara nafni.

Myndir:...