Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Gætu mögulega verið til óuppgötvuð handrit eða Íslendingasögur á Íslandi eða erlendis?

Það er mögulegt að til séu óuppgötvuð handrit Íslendingasagna en það er ekki líklegt.

Það koma annað veifið handrit til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og héraðsbókasafna og -skjalasafna sem hafa verið í eigu einstaklinga; flest eru þau frá 19. öld.

Það er ólíklegt að óþekktar Íslendingasögur finnist í þeim handritum sem berast annað veifið til ýmissa stofnanna.

Margvíslegt efni er í þessum handritum og það segir sig sjálft að þar innan um gætu verið Íslendingasögur þótt afar ólíklegt sé að um áður óþekktar sögur sé að ræða. Það má gera ráð fyrir að handrit með ýmsu efni liggi víða vestanhafs meðal afkomenda Íslendinga sem fluttu til Norður-Ameríku á síðari hluta 19. aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu en það er ekki sennilegt að Íslendingasögur séu í mörgum þeirra. Það er þó ekki óhugsandi að uppskrift einhverrar Íslendingasögu leynist þar innan um.

Mynd:

Útgáfudagur

5.5.2014

Spyrjandi

Kári Pálsson

Höfundur

Guðvarður Már Gunnlaugsson

fræðimaður við Stofnun Árna Magnússonar

Tilvísun

Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2014. Sótt 21. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=67099.

Guðvarður Már Gunnlaugsson. (2014, 5. maí). Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67099

Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2014. Vefsíða. 21. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67099>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gísli Pálsson

1949

Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa spannað breitt svið, allt frá íslenskum fornbókmenntum til nútíma erfðafræði. Gísli hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og líftækni.