Sólin Sólin Rís 07:11 • sest 19:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:25 • Sest 01:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 14:53 í Reykjavík

Af hverju eru menn 70% vatn?

JGÞ

Það er rétt hjá spyrjanda að vatn er stór hluti af líkama manna og raunar allra lífvera á jörðinni. Mest er af vatni í líkama okkar þegar við erum nýfædd, þá er talið að allt að 75% líkamans sé vatn. Hlutfall vatns minnkar með árunum, mest á fyrstu 10 árum ævinnar. Yfirleitt er talið að hjá fullorðnum karlmönnum sé vatn um 60% líkamans en um 55% í konum. En af hverju er þetta svona?

Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og lífverur hafa lært að nýta sér eiginleika þess. Vatn, ásamt þeim jónum sem myndast við sundrun þess, ráða að verulegu leyti byggingu og líffræðilegum eiginleikum prótína, kjarnsýra, fitusameinda og ýmissa annarra sameinda í lifandi frumu. Vatn er alls ekki hlutlaust uppfyllingarefni í frumunum okkar heldur er það virkur þátttakandi í lífsstarfseminni.

Svarið við spurningunni er þess vegna að án vatns í frumum líkamans gætum við ekki lifað. Vatn er nauðsynlegt til að frumurnar geti starfað eðlilega.

Vatn í spendýrum skiptist gróflega í tvo flokka. Annars vegar er svonefndur innanfrumuvökvi, í honum er 60-65% af vatni líkamans, og hins vegar utanfrumuvökvi sem 35-40% af vatninu tilheyra.


Vatn er um það bil 60% af líkamsþyngd okkar. Í grófum dráttum má skipta því í vökva innan frumna og vökva sem er utan þeirra.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Egill Jón Hannesson, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju eru menn 70% vatn?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011. Sótt 25. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=58906.

JGÞ. (2011, 16. mars). Af hverju eru menn 70% vatn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58906

JGÞ. „Af hverju eru menn 70% vatn?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 25. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58906>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru menn 70% vatn?
Það er rétt hjá spyrjanda að vatn er stór hluti af líkama manna og raunar allra lífvera á jörðinni. Mest er af vatni í líkama okkar þegar við erum nýfædd, þá er talið að allt að 75% líkamans sé vatn. Hlutfall vatns minnkar með árunum, mest á fyrstu 10 árum ævinnar. Yfirleitt er talið að hjá fullorðnum karlmönnum sé vatn um 60% líkamans en um 55% í konum. En af hverju er þetta svona?

Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og lífverur hafa lært að nýta sér eiginleika þess. Vatn, ásamt þeim jónum sem myndast við sundrun þess, ráða að verulegu leyti byggingu og líffræðilegum eiginleikum prótína, kjarnsýra, fitusameinda og ýmissa annarra sameinda í lifandi frumu. Vatn er alls ekki hlutlaust uppfyllingarefni í frumunum okkar heldur er það virkur þátttakandi í lífsstarfseminni.

Svarið við spurningunni er þess vegna að án vatns í frumum líkamans gætum við ekki lifað. Vatn er nauðsynlegt til að frumurnar geti starfað eðlilega.

Vatn í spendýrum skiptist gróflega í tvo flokka. Annars vegar er svonefndur innanfrumuvökvi, í honum er 60-65% af vatni líkamans, og hins vegar utanfrumuvökvi sem 35-40% af vatninu tilheyra.


Vatn er um það bil 60% af líkamsþyngd okkar. Í grófum dráttum má skipta því í vökva innan frumna og vökva sem er utan þeirra.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....