Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Af hverju geta mörgæsir ekki flogið?

JGÞ og MBS

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að mörgæsir geta ekki flogið. Þær eru í fyrsta lagi of þungar og í öðru lagi eru vængirnir á þeim allt of stuttir miðað við líkamsstærð. Vængirnir eru jafnframt aðlagaðir að sundi frekar en flugi og minna því frekar á hreifa en eiginlega vængi.

Þrátt fyrir þetta eru mörgæsir skyldastar fuglum og tilheyra þeim ættbálki fugla sem nefnist á latínu Sphenisciformes, en innan þessa ættbálks er aðeins ætt mörgæsa. Þó mörgæsir geti ekki flogið þá eru þær komnar af fleygum fuglum, en hafa aðlagað sig lífi á sjó og landi við suðurheimskautið. Þó þær geti ekki nýtt vængina til flugs eru þeir vel aðlagaðir að sundi og í sjó kemst mörgæsin hratt yfir.

Það eru fleiri fuglategundir en mörgæsin sem ekki eru fleygar og má þar nefna geirfuglinn, strútinn, móa og emú. Þessar fuglategundir hafa líkt og mörgæsin þróast út frá fleygum fuglum en svo aðlagast lifnaðarháttum á jörðu niðri.

Við gætum þess vegna orðað svarið við spurningunni öðruvísi og sagt sem svo að mörgæsin getur ekki flogið af því að hún hefur enga þörf fyrir að fljúga; hún á enga óvini á landi. „Vængirnir“ sem fyrirrennarar hennar höfðu hafa lagað sig að þessu og nýtast henni nú til sunds í stað flugs.

Á Vísindavefnum er til fjöldi svara við spurningum um mörgæsir, meðal annars þessi:

Höfundar

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

10.5.2006

Spyrjandi

Bjarni Ingi Garðarsson, f. 1991

Tilvísun

JGÞ og MBS. „Af hverju geta mörgæsir ekki flogið?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5891.

JGÞ og MBS. (2006, 10. maí). Af hverju geta mörgæsir ekki flogið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5891

JGÞ og MBS. „Af hverju geta mörgæsir ekki flogið?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5891>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju geta mörgæsir ekki flogið?
Það eru nokkrar ástæður fyrir því að mörgæsir geta ekki flogið. Þær eru í fyrsta lagi of þungar og í öðru lagi eru vængirnir á þeim allt of stuttir miðað við líkamsstærð. Vængirnir eru jafnframt aðlagaðir að sundi frekar en flugi og minna því frekar á hreifa en eiginlega vængi.

Þrátt fyrir þetta eru mörgæsir skyldastar fuglum og tilheyra þeim ættbálki fugla sem nefnist á latínu Sphenisciformes, en innan þessa ættbálks er aðeins ætt mörgæsa. Þó mörgæsir geti ekki flogið þá eru þær komnar af fleygum fuglum, en hafa aðlagað sig lífi á sjó og landi við suðurheimskautið. Þó þær geti ekki nýtt vængina til flugs eru þeir vel aðlagaðir að sundi og í sjó kemst mörgæsin hratt yfir.

Það eru fleiri fuglategundir en mörgæsin sem ekki eru fleygar og má þar nefna geirfuglinn, strútinn, móa og emú. Þessar fuglategundir hafa líkt og mörgæsin þróast út frá fleygum fuglum en svo aðlagast lifnaðarháttum á jörðu niðri.

Við gætum þess vegna orðað svarið við spurningunni öðruvísi og sagt sem svo að mörgæsin getur ekki flogið af því að hún hefur enga þörf fyrir að fljúga; hún á enga óvini á landi. „Vængirnir“ sem fyrirrennarar hennar höfðu hafa lagað sig að þessu og nýtast henni nú til sunds í stað flugs.

Á Vísindavefnum er til fjöldi svara við spurningum um mörgæsir, meðal annars þessi:...