Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru epli mismunandi á litinn, gul, rauð og græn?

Epli geta verið mismunandi að stærð og lit. Öll epli eru í upphafi græn að lit og innihalda þá blaðgrænu sem gerir þau græn á litinn. Þegar eplið þroskast hættir það að framleiða blaðgrænuna og græni liturinn minnkar með tímanum. Epli verða svo gul þar sem að litarefnið karótenóíð nær yfirhöndinni, það var þó til staðar þegar eplið var grænt en litarefni blaðgrænunnar er sterkara. Ferli rauðra epla er eins og hjá gulum nema litarefnið antósýanín kemur þá fyrir og gerir það rautt.

Þetta ferli er kemlíkt því sem gerist hjá paprikum en um það má lesa í svari EDS við spurningunni: Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Gerður Arna Guðjónsdóttir, f. 1997

Höfundur

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju eru epli mismunandi á litinn, gul, rauð og græn?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011. Sótt 11. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=58920.

ÍDÞ. (2011, 16. mars). Af hverju eru epli mismunandi á litinn, gul, rauð og græn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58920

ÍDÞ. „Af hverju eru epli mismunandi á litinn, gul, rauð og græn?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 11. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58920>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigurður Magnús Garðarsson

1967

Sigurður Magnús Garðarsson er prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði við HÍ og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sérsvið hans er umhverfisverkfræði með áherslu á straumfræði og vatnafræði.