Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?

EDS

Til eru margar gerðir af paprikum, ólíkar að stærð, lögun og lit. Allar paprikur mynda fyrst græn aldin en þegar þau þroskast breyta þau um lit og verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá.

Græn paprika er því í raun óþroskuð. Það er þó meira en liturinn sem breytist við þroskun, bragð og næringarefnainnihald tekur einnig breytingum. Rauðar og gular paprikur eru til dæmis mun sætari á bragðið en þær grænu þar sem sykurinnihald aldinanna eykst með þroskun. Einnig innihalda gular, og sérstaklega rauðar paprikur meira af A- og C-vítamínum auk þess sem þær eru orkumeiri en þær grænu.



Paprikur eru fyrst grænar en skipta svo um lit eftir því sem þær þroskast meira.

Paprikur bárust til Evrópu frá Suður-Ameríku og hafa verið ræktaðar víða í Suður-Evrópu og á Balkanskaga frá því á sautjándu eða átjándu öld. Það er ekki fyrr en síðar sem þær ná vinsældum norðar í álfunni. Paprikur eru nú ræktaðar í mörgum Evrópulöndum, bæði í gróðurhúsum eins og á Íslandi og utan dyra.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Spurningin hljóðaði í heild sinni svona:

Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku og ef það er munur af hverju er hann þá?

Höfundur

Útgáfudagur

3.1.2011

Spyrjandi

Snorri Arnar Sveinsson

Tilvísun

EDS. „Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2011, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50498.

EDS. (2011, 3. janúar). Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50498

EDS. „Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2011. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50498>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?
Til eru margar gerðir af paprikum, ólíkar að stærð, lögun og lit. Allar paprikur mynda fyrst græn aldin en þegar þau þroskast breyta þau um lit og verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá.

Græn paprika er því í raun óþroskuð. Það er þó meira en liturinn sem breytist við þroskun, bragð og næringarefnainnihald tekur einnig breytingum. Rauðar og gular paprikur eru til dæmis mun sætari á bragðið en þær grænu þar sem sykurinnihald aldinanna eykst með þroskun. Einnig innihalda gular, og sérstaklega rauðar paprikur meira af A- og C-vítamínum auk þess sem þær eru orkumeiri en þær grænu.



Paprikur eru fyrst grænar en skipta svo um lit eftir því sem þær þroskast meira.

Paprikur bárust til Evrópu frá Suður-Ameríku og hafa verið ræktaðar víða í Suður-Evrópu og á Balkanskaga frá því á sautjándu eða átjándu öld. Það er ekki fyrr en síðar sem þær ná vinsældum norðar í álfunni. Paprikur eru nú ræktaðar í mörgum Evrópulöndum, bæði í gróðurhúsum eins og á Íslandi og utan dyra.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Spurningin hljóðaði í heild sinni svona:

Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku og ef það er munur af hverju er hann þá?

...