Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?

Þröstur Þorsteinsson

Helsta ástæða þess að vindorka hefur lítið verið nýtt hérlendis er sú að kostnaður við að framleiða rafmagn með henni hefur verið mun meiri en fyrir vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Með hærra raforkuverði, þróun aðferða og bættri tækni, meðal annars betri nýtni vindmylla, verður vindorka sífellt raunhæfari valkostur. Fleiri þættir hafa einnig áhrif á það hversu lítið vindorka hefur verið notuð hér á landi, til dæmis hefur hingað til ekki skort endurnýjanlega virkjanakosti á Íslandi; hvorki í vatnsafli, né jarðhita.

Vindorka hefur almennt þann galla, ásamt til dæmis sólarorku, að framleiðslugetan er mjög breytileg. Vindmyllur virka til dæmis hvorki í logni né í of miklu roki, oft hættir framleiðsla við vindhraða upp á 25-30 m/s. Hámarksafköst fást við stöðugan og nokkuð háan vindhraða; framleiðslugetan fylgir vindhraða í þriðja veldi. Því er nauðsynlegt að finna vindmyllum stað þar sem hár vindhraði er algengur.

Vindmyllur í Suður-Afríku.

Þar sem vindhraði er aldrei stöðugur er vindorka ekki raunhæfur fyrsti valkostur til raforkuframleiðslu, en getur verið mjög gagnleg viðbót. Tilraun Landsvirkjunar með uppsetningu tveggja vindmylla norðan við Búrfell, á hraunsléttunni sem kallast Hafið, sýnir þetta glöggt. Raforkuvinnslan verður mest yfir vetrartímann, þegar vindasamast er, og vegur það að vissu leyti upp á móti því að þá eru ár vatnsminnstar og hratt gengur á miðlunarlón.

Áður en hægt verður að nýta vindorku hérlendis verður að kortleggja vindafar og gera ýmsar veðurfræðilegar athuganir, meðal annars á hættunni á ísingu. Þannig má kortleggja svæði sem gæti hentað fyrir raforkuframleiðslu með vindmyllum.

Hins vegar eru fjölmörg önnur sjónarmið sem taka þarf tillit til, sér í lagi þau sem tengjast umhverfismálum. Mörgum þykir mikil sjónmengun af vindmyllum og einnig þurfa þær töluvert landsvæði. Síðan hafa komið fram vísbendingar um að vindmyllur geti valdið töluverðum fugladauða og haft áhrif á ferðavenjur dýra.

Ef vindmyllur eru reistar nærri byggð koma upp ýmiss konar vandamál, auk þeirra sem eru nefnd hér að ofan, til dæmis tengd hljóðmengun, ljósflökti og truflunum á sjónvarpsútsendingum. Þar sem um tiltölulega nýja tækni af þessari stærðargráðu er að ræða er ekki auðvelt að segja til um hvað af þessu verður hægt að sanna, afsanna eða lagfæra.

Mynd:

Spurning Gísla Páls hljóðaði svona: Af hverju eru ekki vindmyllur á Íslandi? og spurning Söru svona: Var bara að pæla af hverju nýtum við Íslendingar ekki vindorku? Það er alltaf brjálaður vindur hérna! Jón Sindri og Kristófer spurðu: Af hverju er vindorka ekki nýtt á Íslandi?

Höfundur

Þröstur Þorsteinsson

prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ

Útgáfudagur

15.1.2013

Spyrjandi

Kristófer Laufar Hansson, f. 1997, Gísli Páll Friðbertsson, Sara Þorsteinsdóttir, Jón Sindri Jónsson

Tilvísun

Þröstur Þorsteinsson. „Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58923.

Þröstur Þorsteinsson. (2013, 15. janúar). Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58923

Þröstur Þorsteinsson. „Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58923>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?
Helsta ástæða þess að vindorka hefur lítið verið nýtt hérlendis er sú að kostnaður við að framleiða rafmagn með henni hefur verið mun meiri en fyrir vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Með hærra raforkuverði, þróun aðferða og bættri tækni, meðal annars betri nýtni vindmylla, verður vindorka sífellt raunhæfari valkostur. Fleiri þættir hafa einnig áhrif á það hversu lítið vindorka hefur verið notuð hér á landi, til dæmis hefur hingað til ekki skort endurnýjanlega virkjanakosti á Íslandi; hvorki í vatnsafli, né jarðhita.

Vindorka hefur almennt þann galla, ásamt til dæmis sólarorku, að framleiðslugetan er mjög breytileg. Vindmyllur virka til dæmis hvorki í logni né í of miklu roki, oft hættir framleiðsla við vindhraða upp á 25-30 m/s. Hámarksafköst fást við stöðugan og nokkuð háan vindhraða; framleiðslugetan fylgir vindhraða í þriðja veldi. Því er nauðsynlegt að finna vindmyllum stað þar sem hár vindhraði er algengur.

Vindmyllur í Suður-Afríku.

Þar sem vindhraði er aldrei stöðugur er vindorka ekki raunhæfur fyrsti valkostur til raforkuframleiðslu, en getur verið mjög gagnleg viðbót. Tilraun Landsvirkjunar með uppsetningu tveggja vindmylla norðan við Búrfell, á hraunsléttunni sem kallast Hafið, sýnir þetta glöggt. Raforkuvinnslan verður mest yfir vetrartímann, þegar vindasamast er, og vegur það að vissu leyti upp á móti því að þá eru ár vatnsminnstar og hratt gengur á miðlunarlón.

Áður en hægt verður að nýta vindorku hérlendis verður að kortleggja vindafar og gera ýmsar veðurfræðilegar athuganir, meðal annars á hættunni á ísingu. Þannig má kortleggja svæði sem gæti hentað fyrir raforkuframleiðslu með vindmyllum.

Hins vegar eru fjölmörg önnur sjónarmið sem taka þarf tillit til, sér í lagi þau sem tengjast umhverfismálum. Mörgum þykir mikil sjónmengun af vindmyllum og einnig þurfa þær töluvert landsvæði. Síðan hafa komið fram vísbendingar um að vindmyllur geti valdið töluverðum fugladauða og haft áhrif á ferðavenjur dýra.

Ef vindmyllur eru reistar nærri byggð koma upp ýmiss konar vandamál, auk þeirra sem eru nefnd hér að ofan, til dæmis tengd hljóðmengun, ljósflökti og truflunum á sjónvarpsútsendingum. Þar sem um tiltölulega nýja tækni af þessari stærðargráðu er að ræða er ekki auðvelt að segja til um hvað af þessu verður hægt að sanna, afsanna eða lagfæra.

Mynd:

Spurning Gísla Páls hljóðaði svona: Af hverju eru ekki vindmyllur á Íslandi? og spurning Söru svona: Var bara að pæla af hverju nýtum við Íslendingar ekki vindorku? Það er alltaf brjálaður vindur hérna! Jón Sindri og Kristófer spurðu: Af hverju er vindorka ekki nýtt á Íslandi?...