Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Er líf á öðrum stöðum en jörðinni?

ÍDÞ

Menn hafa lengi velt lífi í geimnum fyrir sér enda er geimurinn gríðarstór. Við skulum reyna að gera okkur í hugarlund hversu stór alheimurinn er en meira má lesa um það í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni: Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt? Í okkar sólkerfi eru 8 reikistjörnur, þar á meðal jörðin. Í vetrarbrautinni okkar eru svo á bilinu 100-400 milljarðar stjarna en sólkerfin eru þó ekki svo mörg eins og lesa má í þessu svari hér um fjölda sólkerfa. Vetrarbrautin okkar er 100.000 ljósár að þvermáli en ljósið fer 300.000 km á sekúndu. Það ferðast þannig um 31,5 milljónir kílómetra á einu ári, vegalengd sem erfitt er að ímynda sér!

Vetrarbrautin okkar er svo hluti af vetrarbrautarþyrpingu en í þeirri þyrpingu er að minnsta kosti 31 vetrarbraut. Vetrarbrautaþyrpingin okkar er svo ekkert svo stór miðað við margar aðrar. Nú ætti því að vera ljóst að alheimurinn er óhemjustór og þó svo að sandkorn heimsins séu talin fleiri en stjörnur alheimsins eins og lesa má í svari JGÞ við spurningunni: Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims? mætti vel líkja þessu tvennu saman.

Andrómeda-vetrarbrautin sem er í 2,3 milljón ljósára fjarlægð.

Flestir vísindamenn gera ráð fyrir því að líf sé ekki bara að finna á jörðinni. Í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni: Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? kemur fram að menn leiti almennt að lífi sem hefur sömu forsendur og líf hér á jörðinni enda gerum við okkur ekki grein fyrir hvernig annars konar líf gæti verið. Það getur verið erfitt að leita að einhverju sem maður veit ekki hvað er! Nema ef til koma raunveruleg ummerki um líf, það er breytingar á umhverfi. Ekki er þannig hægt að útiloka að líf hafi þróast annars staðar í alheiminum með öðrum forsendum en á jörðinni en nú um mundir þarf að flokka allt slíkt sem getgátur.

Bandaríski stjörnufræðingurinn Frank Drake setti fram jöfnu árið 1961, sem síðar var kennd við hann, til að áætla fjölda menningarsamfélaga í Vetrarbrautinni okkar sem gætu haft samband við okkur. Um þetta má lesa meira í svari Sævars Helga við spurningunni:

">Hvernig verkar Drake-jafnan?
en þar er talan 100 nefnd sem hugsanlegur fjöldi tæknivæddra menningarsamfélaga sem við gætum haft samband við. Frank Drake sjálfur og Carl Sagan, þekktur stjörnufræðingur, eru nokkuð bjartsýnni og telja ef til vill hundrað þúsund eða milljón tæknivædd menningarsamfélög vera til. Aðrir eru svartsýnni og nefna töluna 10.

Eins og áður segir telja flestir vísindamenn að líf sé að finna annars staðar en á jörðinni og eru þeir höfundar sem hafa fjallað um málið á Vísindavefnum sammála þeim.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2011

Spyrjandi

Ingvar Örn Kristjánsson, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Er líf á öðrum stöðum en jörðinni?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2011. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58972.

ÍDÞ. (2011, 17. mars). Er líf á öðrum stöðum en jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58972

ÍDÞ. „Er líf á öðrum stöðum en jörðinni?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2011. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58972>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er líf á öðrum stöðum en jörðinni?
Menn hafa lengi velt lífi í geimnum fyrir sér enda er geimurinn gríðarstór. Við skulum reyna að gera okkur í hugarlund hversu stór alheimurinn er en meira má lesa um það í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni: Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt? Í okkar sólkerfi eru 8 reikistjörnur, þar á meðal jörðin. Í vetrarbrautinni okkar eru svo á bilinu 100-400 milljarðar stjarna en sólkerfin eru þó ekki svo mörg eins og lesa má í þessu svari hér um fjölda sólkerfa. Vetrarbrautin okkar er 100.000 ljósár að þvermáli en ljósið fer 300.000 km á sekúndu. Það ferðast þannig um 31,5 milljónir kílómetra á einu ári, vegalengd sem erfitt er að ímynda sér!

Vetrarbrautin okkar er svo hluti af vetrarbrautarþyrpingu en í þeirri þyrpingu er að minnsta kosti 31 vetrarbraut. Vetrarbrautaþyrpingin okkar er svo ekkert svo stór miðað við margar aðrar. Nú ætti því að vera ljóst að alheimurinn er óhemjustór og þó svo að sandkorn heimsins séu talin fleiri en stjörnur alheimsins eins og lesa má í svari JGÞ við spurningunni: Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims? mætti vel líkja þessu tvennu saman.

Andrómeda-vetrarbrautin sem er í 2,3 milljón ljósára fjarlægð.

Flestir vísindamenn gera ráð fyrir því að líf sé ekki bara að finna á jörðinni. Í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni: Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? kemur fram að menn leiti almennt að lífi sem hefur sömu forsendur og líf hér á jörðinni enda gerum við okkur ekki grein fyrir hvernig annars konar líf gæti verið. Það getur verið erfitt að leita að einhverju sem maður veit ekki hvað er! Nema ef til koma raunveruleg ummerki um líf, það er breytingar á umhverfi. Ekki er þannig hægt að útiloka að líf hafi þróast annars staðar í alheiminum með öðrum forsendum en á jörðinni en nú um mundir þarf að flokka allt slíkt sem getgátur.

Bandaríski stjörnufræðingurinn Frank Drake setti fram jöfnu árið 1961, sem síðar var kennd við hann, til að áætla fjölda menningarsamfélaga í Vetrarbrautinni okkar sem gætu haft samband við okkur. Um þetta má lesa meira í svari Sævars Helga við spurningunni:

">Hvernig verkar Drake-jafnan?
en þar er talan 100 nefnd sem hugsanlegur fjöldi tæknivæddra menningarsamfélaga sem við gætum haft samband við. Frank Drake sjálfur og Carl Sagan, þekktur stjörnufræðingur, eru nokkuð bjartsýnni og telja ef til vill hundrað þúsund eða milljón tæknivædd menningarsamfélög vera til. Aðrir eru svartsýnni og nefna töluna 10.

Eins og áður segir telja flestir vísindamenn að líf sé að finna annars staðar en á jörðinni og eru þeir höfundar sem hafa fjallað um málið á Vísindavefnum sammála þeim.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....