Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hví eru sumir geðveikir? Hvað gerir fólk geðveikt?

Fjallað er um geðveiki í svari Heiðdísar Valdimarsdóttur við spurningunni Hvað er geðveiki? Þar kemur fram að þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn.

Um ástæður geðveiki segir Heiðdís:
Það er ekkert einfalt svar við spurningunni um hvað geðveiki sé. Geðveiki, eins og svo margir sjúkdómar, á sér margar orsakir. Erfðafræðilega getur einstaklingur átt það á hættu að verða geðveikur, en aðrir þættir eins og uppeldi, umhverfi og persónuleiki geta ráðið úrslitum um það hvort hann verði það eða ekki. Það má því segja að geðveiki sé flókið samspil erfða og umhverfis.

Lesendum er bent á að kynna sér svar Heiðdísar í heild sinni þar sem ítarlega er fjallað um mismunandi hugmyndir um geðveiki. Einnig má benda á svar frá Geðheilsu við spurningunni Af hverju stafar geðklofi? og svar Steinvarar Þallar Árnadóttur og Þórðar Sigmundssonar við spurningunni Hver eru einkenni geðklofa?

Heimskort þar sem rauðleitari litur táknar hærri tíðni greinds geðklofa. Til þess að sjá nánari tölur á bak við litina er hægt að fylgja slóð myndarinnar í myndaskránni neðst í svarinu.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör sem tengjast geðsjúkdómum, til dæmis:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

10.5.2006

Spyrjandi

Anita Erlendsdóttir, f. 1991

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hví eru sumir geðveikir? Hvað gerir fólk geðveikt?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2006. Sótt 20. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5901.

EDS. (2006, 10. maí). Hví eru sumir geðveikir? Hvað gerir fólk geðveikt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5901

EDS. „Hví eru sumir geðveikir? Hvað gerir fólk geðveikt?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2006. Vefsíða. 20. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5901>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Inga Reynisdóttir

1962

Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar hún jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfsaðila hennar beinast einkum að því að skilgreina erfðavísa sem hafa áhrif á myndun eða þróun krabbameins í brjóstum.