Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvernig fæðingarblettir valda krabbameini?

EDS

Sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litarfrumum húðarinnar. Þau geta myndast í fæðingarblettum sem fyrir eru eða komið í ljós sem nýir blettir.

Flestir fæðingarblettir eru meinlausir en þó þróast þeir stundum í sortuæxli, einkum ef þeir eru mjög stórir og óreglulegir í lögun. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru fæðingarblettir og hvernig myndast þeir? segir:
Ekki eru þó allir litblettir jafnlíklegir til að þróast í sortuæxli. Grunsemdir ættu einkum að beinast að þeim sem eru óvenjulegir. Helstu einkenni óvenjulegra fæðingarbletta eru ósamhverfa (með ólíka helminga), óreglulegur jaðar, ójöfn og misleit litadreifing (bletturinn er ljósbrúnn, brúnn og svartur á lit og jafnvel með rauðum, hvítum eða bláum skellum). Breytingar á litadreifingu fæðingarbletts, einkum ef liturinn fer að dreifast út fyrir jaðar blettsins í húðina í kring, getur verið merki um sortuæxli á byrjunarstigi. Ef fæðingarblettur er stærri en 6 mm ber að fylgjast með honum og einnig ef hann tekur allt í einu að stækka.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

1.4.2011

Spyrjandi

Kristín, Þórdís og Ragnheiður, fæddar 1997

Tilvísun

EDS. „Hvernig fæðingarblettir valda krabbameini?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2011. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59182.

EDS. (2011, 1. apríl). Hvernig fæðingarblettir valda krabbameini? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59182

EDS. „Hvernig fæðingarblettir valda krabbameini?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2011. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59182>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig fæðingarblettir valda krabbameini?
Sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litarfrumum húðarinnar. Þau geta myndast í fæðingarblettum sem fyrir eru eða komið í ljós sem nýir blettir.

Flestir fæðingarblettir eru meinlausir en þó þróast þeir stundum í sortuæxli, einkum ef þeir eru mjög stórir og óreglulegir í lögun. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru fæðingarblettir og hvernig myndast þeir? segir:
Ekki eru þó allir litblettir jafnlíklegir til að þróast í sortuæxli. Grunsemdir ættu einkum að beinast að þeim sem eru óvenjulegir. Helstu einkenni óvenjulegra fæðingarbletta eru ósamhverfa (með ólíka helminga), óreglulegur jaðar, ójöfn og misleit litadreifing (bletturinn er ljósbrúnn, brúnn og svartur á lit og jafnvel með rauðum, hvítum eða bláum skellum). Breytingar á litadreifingu fæðingarbletts, einkum ef liturinn fer að dreifast út fyrir jaðar blettsins í húðina í kring, getur verið merki um sortuæxli á byrjunarstigi. Ef fæðingarblettur er stærri en 6 mm ber að fylgjast með honum og einnig ef hann tekur allt í einu að stækka.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....