
Ekki eru þó allir litblettir jafnlíklegir til að þróast í sortuæxli. Grunsemdir ættu einkum að beinast að þeim sem eru óvenjulegir. Helstu einkenni óvenjulegra fæðingarbletta eru ósamhverfa (með ólíka helminga), óreglulegur jaðar, ójöfn og misleit litadreifing (bletturinn er ljósbrúnn, brúnn og svartur á lit og jafnvel með rauðum, hvítum eða bláum skellum). Breytingar á litadreifingu fæðingarbletts, einkum ef liturinn fer að dreifast út fyrir jaðar blettsins í húðina í kring, getur verið merki um sortuæxli á byrjunarstigi. Ef fæðingarblettur er stærri en 6 mm ber að fylgjast með honum og einnig ef hann tekur allt í einu að stækka.Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað er sortuæxli og hvað gerir það? eftir Helgu Ögmundsdóttur
- Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein? eftir Helgu Ögmundsdóttur
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.