Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað búa margir á Hvolsvelli?

EDS

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru íbúar á Hvolsvelli þann 1. janúar 2011 860 talsins.

Hvolsvöllur er þéttbýliskjarni sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að byggð hófst á Hvolsvelli er Kaupfélag Hallgeirseyjar hóf þar verslun árið 1930.

Elstu tölur á vef Hagstofunnar um fjölda íbúa í byggðakjarnanum Hvolsvelli eru frá árinu 1946, en þá eru 50 manns skráðir þar til heimilis. Íbúum staðarins hefur fjölgað nánast á hverju ári allar götur síðan, mjög ört á 8. áratug síðustu aldar og aftur nokkuð ört eftir aldamótin 2000 eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan sem byggt er á tölum frá Hagstofunni.



Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

4.4.2011

Spyrjandi

Hólmfríður María Þórarinsdóttir, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Hvað búa margir á Hvolsvelli?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2011. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59208.

EDS. (2011, 4. apríl). Hvað búa margir á Hvolsvelli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59208

EDS. „Hvað búa margir á Hvolsvelli?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2011. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59208>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað búa margir á Hvolsvelli?
Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru íbúar á Hvolsvelli þann 1. janúar 2011 860 talsins.

Hvolsvöllur er þéttbýliskjarni sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að byggð hófst á Hvolsvelli er Kaupfélag Hallgeirseyjar hóf þar verslun árið 1930.

Elstu tölur á vef Hagstofunnar um fjölda íbúa í byggðakjarnanum Hvolsvelli eru frá árinu 1946, en þá eru 50 manns skráðir þar til heimilis. Íbúum staðarins hefur fjölgað nánast á hverju ári allar götur síðan, mjög ört á 8. áratug síðustu aldar og aftur nokkuð ört eftir aldamótin 2000 eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan sem byggt er á tölum frá Hagstofunni.



Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....