Þegar þetta er skrifað, í júní 2003, hafa tólf lönd af fimmtán í Evrópusambandinu tekið upp evrur en Danir og Svíar halda enn í krónurnar sínar og Bretar í pundin. Löndin sem gefa út evrur eru því Finnland, Írland, Holland, Belgía, Lúxemborg, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Spánn, Portúgal, Ítalía og Grikkland. Auk þess nota ýmis smáríki evrur, svo sem San Marínó, Mónakó, Andorra og Vatíkanið.Árið 2006 hefur fjöldi þeirra ríkja sem nota evruna sem gjaldmiðil sinn ekki breyst. Árið 2004 bættust 10 ný ríki við Evrópusambandið en ekkert þeirra hefur tekið upp evruna. Lesendum er bent á að kynna sér önnur svör Gylfa Magnússonar um gjaldmiðla, til dæmis:
Hvaða Evrópulönd hafa tekið upp evruna?
Útgáfudagur
12.5.2006
Spyrjandi
Þuríður Hermannsdóttir, f. 1993
Tilvísun
EDS. „Hvaða Evrópulönd hafa tekið upp evruna?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2006, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5921.
EDS. (2006, 12. maí). Hvaða Evrópulönd hafa tekið upp evruna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5921
EDS. „Hvaða Evrópulönd hafa tekið upp evruna?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2006. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5921>.