Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs?

ÍDÞ

Ekki er hægt að segja með fullri vissu hver fann upp peningakerfið. Það fer líka eftir því hvernig við skilgreinum hugtakið peningakerfi. Eftir því sem verkaskipting varð meiri fóru menn í meira mæli að skiptast á vörum. En verkaskipting, þar sem menn sérhæfa sig á mismunandi sviðum, kallar á viðskipti. Vöruskipti geta þó verið hvimleið enda meira mál að reka kindur á milli staða en að hafa ígildi kindar í vasanum.

Frá því að minnsta kosti 2000 f.Kr. var farið að nota málma sem gjaldmiðil, svo sem gull og silfur. Þrátt fyrir ýmsa kosti umfram vöruskipti, til dæmis varðandi geymslu og flutning, þá höfðu málmarnir sína ókosti þar sem þeir gátu verið mishreinir, það er innihaldið mismikið af hreinum málmi, og þannig misverðmætir. Í Grikklandi á 7. öld f.Kr. fóru yfirvöld að gefa út mynt sem hafði fyrirframákveðið magn af málmi sem var hægt að ábyrgjast.

Bréf frá 1771 sem tilgreinir að handhafi þess eigi 30 dali.

Notkun seðla náði útbreiðslu í Evrópu á 17. og 18. öld, þó talið sé að Kínverjar hafi verið einhverjum öldum á undan. Enn vildu menn einfalda hlutina þar sem ákveðið umstang fólst í notkun málma, auk þess sem hætta á þjófnaði var til staðar. Menn sem áttu málma gáfu þess í stað út bréf eða seðla sem á stóð að viðkomandi gæti sótt ákveðið magn af málmi til útgefanda bréfsins en viðkomandi gat einnig framselt bréfið. Útgefandi bréfsins var þá orðinn eins konar banki.

Frekara lesefni, heimild og mynd á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

5.4.2011

Spyrjandi

Konrad Galka, f. 1996

Tilvísun

ÍDÞ. „Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2011. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59241.

ÍDÞ. (2011, 5. apríl). Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59241

ÍDÞ. „Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2011. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59241>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs?
Ekki er hægt að segja með fullri vissu hver fann upp peningakerfið. Það fer líka eftir því hvernig við skilgreinum hugtakið peningakerfi. Eftir því sem verkaskipting varð meiri fóru menn í meira mæli að skiptast á vörum. En verkaskipting, þar sem menn sérhæfa sig á mismunandi sviðum, kallar á viðskipti. Vöruskipti geta þó verið hvimleið enda meira mál að reka kindur á milli staða en að hafa ígildi kindar í vasanum.

Frá því að minnsta kosti 2000 f.Kr. var farið að nota málma sem gjaldmiðil, svo sem gull og silfur. Þrátt fyrir ýmsa kosti umfram vöruskipti, til dæmis varðandi geymslu og flutning, þá höfðu málmarnir sína ókosti þar sem þeir gátu verið mishreinir, það er innihaldið mismikið af hreinum málmi, og þannig misverðmætir. Í Grikklandi á 7. öld f.Kr. fóru yfirvöld að gefa út mynt sem hafði fyrirframákveðið magn af málmi sem var hægt að ábyrgjast.

Bréf frá 1771 sem tilgreinir að handhafi þess eigi 30 dali.

Notkun seðla náði útbreiðslu í Evrópu á 17. og 18. öld, þó talið sé að Kínverjar hafi verið einhverjum öldum á undan. Enn vildu menn einfalda hlutina þar sem ákveðið umstang fólst í notkun málma, auk þess sem hætta á þjófnaði var til staðar. Menn sem áttu málma gáfu þess í stað út bréf eða seðla sem á stóð að viðkomandi gæti sótt ákveðið magn af málmi til útgefanda bréfsins en viðkomandi gat einnig framselt bréfið. Útgefandi bréfsins var þá orðinn eins konar banki.

Frekara lesefni, heimild og mynd á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....