Sólin Sólin Rís 04:12 • sest 22:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:55 • Sest 03:03 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:22 • Síðdegis: 20:38 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:19 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík

Hvenær var tíminn fundinn upp?

ÍDÞ

Ekki er beinlínis hægt að tala um að tíminn hafi verið fundinn upp en hann hefur verið til staðar allt frá Miklahvelli. Tryggvi Þorgeirsson lýsir ástandinu fyrir Miklahvell svona:

Í raun er því merkingarlaust að tala um það sem gerðist fyrir Miklahvell því að við höfum engar leiðir til að skilja það, tíminn sjálfur var ekki einu sinni til!

Nú geta menn sagt til um eðli alheimsins eins langt aftur og þegar einungis var örlítið brot úr sekúndu liðið frá Miklahvelli. Þannig hefur tíminn, eins og við þekkjum hann, orðið til samfara Miklahvelli.

Maðurinn hefur beitt ýmsum aðferðum til að sjá hvernig tímanum líður. Nótt og dagur var þar vitanlega stærsti þátturinn þar sem sólargangur, staða tunglsins og fastastjarnanna var kortlögð. Þessar aðferðir duga þó skammt þegar skýjað er. Vatnsklukkur þekktust einnig en þá var vatn látið renna í ker en áður hafði vatnsrennslið verið mælt, til dæmis þegar sást til sólar, og þannig hægt að miða við hversu mikið vatn hafði runnið í kerið. Nútímavatnsklukku má sjá hér á myndinni.

Pendúlklukkur voru svo notaðar frá 16. og 17. öld en í þeim eru sveiflur pendúlsins taldar og þær stjórna síðan vísunum á klukkuskífunni. Nútímaklukkur og flest armbandsúr eru þó af öðrum meiði en þar titrar eins konar tónkvísl úr kvarskristal með ákveðinni tíðni. Meira má lesa um þær í svari Kristjáns Leóssonar við spurningunni: Hvað er frumeindaklukka?

Frekara lesefni og heimildir á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

5.4.2011

Spyrjandi

Hermann Andri Smelt, f. 1996, Ívan Árni Róbertsson, f. 1996

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvenær var tíminn fundinn upp?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2011. Sótt 15. maí 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=59262.

ÍDÞ. (2011, 5. apríl). Hvenær var tíminn fundinn upp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59262

ÍDÞ. „Hvenær var tíminn fundinn upp?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2011. Vefsíða. 15. maí. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59262>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var tíminn fundinn upp?
Ekki er beinlínis hægt að tala um að tíminn hafi verið fundinn upp en hann hefur verið til staðar allt frá Miklahvelli. Tryggvi Þorgeirsson lýsir ástandinu fyrir Miklahvell svona:

Í raun er því merkingarlaust að tala um það sem gerðist fyrir Miklahvell því að við höfum engar leiðir til að skilja það, tíminn sjálfur var ekki einu sinni til!

Nú geta menn sagt til um eðli alheimsins eins langt aftur og þegar einungis var örlítið brot úr sekúndu liðið frá Miklahvelli. Þannig hefur tíminn, eins og við þekkjum hann, orðið til samfara Miklahvelli.

Maðurinn hefur beitt ýmsum aðferðum til að sjá hvernig tímanum líður. Nótt og dagur var þar vitanlega stærsti þátturinn þar sem sólargangur, staða tunglsins og fastastjarnanna var kortlögð. Þessar aðferðir duga þó skammt þegar skýjað er. Vatnsklukkur þekktust einnig en þá var vatn látið renna í ker en áður hafði vatnsrennslið verið mælt, til dæmis þegar sást til sólar, og þannig hægt að miða við hversu mikið vatn hafði runnið í kerið. Nútímavatnsklukku má sjá hér á myndinni.

Pendúlklukkur voru svo notaðar frá 16. og 17. öld en í þeim eru sveiflur pendúlsins taldar og þær stjórna síðan vísunum á klukkuskífunni. Nútímaklukkur og flest armbandsúr eru þó af öðrum meiði en þar titrar eins konar tónkvísl úr kvarskristal með ákveðinni tíðni. Meira má lesa um þær í svari Kristjáns Leóssonar við spurningunni: Hvað er frumeindaklukka?

Frekara lesefni og heimildir á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....