Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Af hverju gerðist Miklihvellur ("big bang") út úr engu?

HG

Í fyrsta lagi þá er ekki vitað hvort Miklihvellur hafi gerst "út úr engu". Í raun er ekki víst að við fáum nokkurn tíman svar við þeirri spurningu. Vitað er í dag að alheimurinn er að þenjast út og frá þeirri vitneskju koma hinar viðteknu hugmyndir um Miklahvell.

En ef við gerum ráð fyrir að Miklihvellur hafi gerst upp úr þurru, það er að heimurinn hafi orðið til úr engu, þá verðum við að líta svo á að fyrir Miklahvell hafi verið ekkert. Ef ekkert var til er engan veginn hægt að útskýra af hverju eitthvað gerðist því við höfum þá ekkert til að byggja skýringar okkar á.

Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig varð heimurinn til? bendir hann á að merkingarlaust sé að tala um það sem gerðist fyrir Miklahvell; við höfum engar leiðir til að skilja það. Við þær aðstæður sem þá ríktu bregðast öll þekkt eðlisfræðilögmál.

Vangaveltur um alheiminn vekja upp stórar spurningar sem erfitt getur verið láta hugann ná utan um. Einhverja hjálp er þó eflaust að finna í eftirfarandi spurningum og svörum:

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

27.5.2004

Spyrjandi

Jón Ólafsson

Tilvísun

HG. „Af hverju gerðist Miklihvellur ("big bang") út úr engu?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2004. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4298.

HG. (2004, 27. maí). Af hverju gerðist Miklihvellur ("big bang") út úr engu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4298

HG. „Af hverju gerðist Miklihvellur ("big bang") út úr engu?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2004. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4298>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju gerðist Miklihvellur ("big bang") út úr engu?
Í fyrsta lagi þá er ekki vitað hvort Miklihvellur hafi gerst "út úr engu". Í raun er ekki víst að við fáum nokkurn tíman svar við þeirri spurningu. Vitað er í dag að alheimurinn er að þenjast út og frá þeirri vitneskju koma hinar viðteknu hugmyndir um Miklahvell.

En ef við gerum ráð fyrir að Miklihvellur hafi gerst upp úr þurru, það er að heimurinn hafi orðið til úr engu, þá verðum við að líta svo á að fyrir Miklahvell hafi verið ekkert. Ef ekkert var til er engan veginn hægt að útskýra af hverju eitthvað gerðist því við höfum þá ekkert til að byggja skýringar okkar á.

Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig varð heimurinn til? bendir hann á að merkingarlaust sé að tala um það sem gerðist fyrir Miklahvell; við höfum engar leiðir til að skilja það. Við þær aðstæður sem þá ríktu bregðast öll þekkt eðlisfræðilögmál.

Vangaveltur um alheiminn vekja upp stórar spurningar sem erfitt getur verið láta hugann ná utan um. Einhverja hjálp er þó eflaust að finna í eftirfarandi spurningum og svörum:

...