Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Var útþenslan í Miklahvelli ekki í allar áttir en ekki eina eins og skýringarmyndir gefa til kynna?

Gunnlaugur Björnsson

Upprunalega spurningin var:
Mynd af Miklahvelli er oft sýnd sem trekt frá upphafinu eins og rof á blöðru. Út um hvert allt lak. Gengu ekki efnisstrókar í allar áttir frá Miklahvelli eins og við ímyndum okkur venjulega sprengingu?

Samkvæmt þekkingu nútímavísinda miðast upphaf alheimsins við það sem nefnt er Miklihvellur (e. Big Bang). Þá tók óendanlega þétt frumástand að þenjast út á örskömmum tíma. Þetta gerðist fyrir um það bil 14 milljörðum ára.

Velþekktar skýringarmyndir af Miklahvelli gera tilraun til að lýsa þessari útþenslu.

Skýringarmynd af Miklahvelli líkist trekt af því að verið er að reyna að lýsa útþenslu sem fram fer í fjórum víddum. með mynd í tvívíðum fleti.

Við Miklahvell mynduðust bæði rúm og tími og útþenslan er vissulega í allar áttir, eins og spyrjandi nefnir. Skýringarmyndin líkist trekt af því að verið er að reyna að lýsa útþenslu sem fram fer í fjórum víddum (þrjár rúmvíddir plús tími) með mynd í tvívíðum fleti (til dæmis á pappír).

Myndina er því rétt að skoða í því ljósi að hún er eins konar snið í gegnum hið fjórvíða tímarúm.

Mynd:

Höfundur

Gunnlaugur Björnsson

deildarstjóri Háloftadeildar - Raunvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

18.1.2021

Spyrjandi

Björn

Tilvísun

Gunnlaugur Björnsson. „Var útþenslan í Miklahvelli ekki í allar áttir en ekki eina eins og skýringarmyndir gefa til kynna?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2021. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80625.

Gunnlaugur Björnsson. (2021, 18. janúar). Var útþenslan í Miklahvelli ekki í allar áttir en ekki eina eins og skýringarmyndir gefa til kynna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80625

Gunnlaugur Björnsson. „Var útþenslan í Miklahvelli ekki í allar áttir en ekki eina eins og skýringarmyndir gefa til kynna?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2021. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80625>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var útþenslan í Miklahvelli ekki í allar áttir en ekki eina eins og skýringarmyndir gefa til kynna?
Upprunalega spurningin var:

Mynd af Miklahvelli er oft sýnd sem trekt frá upphafinu eins og rof á blöðru. Út um hvert allt lak. Gengu ekki efnisstrókar í allar áttir frá Miklahvelli eins og við ímyndum okkur venjulega sprengingu?

Samkvæmt þekkingu nútímavísinda miðast upphaf alheimsins við það sem nefnt er Miklihvellur (e. Big Bang). Þá tók óendanlega þétt frumástand að þenjast út á örskömmum tíma. Þetta gerðist fyrir um það bil 14 milljörðum ára.

Velþekktar skýringarmyndir af Miklahvelli gera tilraun til að lýsa þessari útþenslu.

Skýringarmynd af Miklahvelli líkist trekt af því að verið er að reyna að lýsa útþenslu sem fram fer í fjórum víddum. með mynd í tvívíðum fleti.

Við Miklahvell mynduðust bæði rúm og tími og útþenslan er vissulega í allar áttir, eins og spyrjandi nefnir. Skýringarmyndin líkist trekt af því að verið er að reyna að lýsa útþenslu sem fram fer í fjórum víddum (þrjár rúmvíddir plús tími) með mynd í tvívíðum fleti (til dæmis á pappír).

Myndina er því rétt að skoða í því ljósi að hún er eins konar snið í gegnum hið fjórvíða tímarúm.

Mynd:

...