Síðan má velta fyrir sér af hverju húðlitur er mismunandi á milli hópa og eftir svæðum í heiminum. Um það hefur verið fjallað í nokkrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis í stuttu svari við spurningunni: Af hverju er mannfólkið ekki allt eins á litinn? og í ítarlegra svari við spurningunni: Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir?
Mynd:- Encyclopædia Britannica Online - Pigmentation: worldwide distribution of skin color variation. Sótt 20.4.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.