Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Af hverju er svart fólk svart?

Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Magn melaníns í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Ástæðan fyrir því að einstaklingur er „svartur“ er því sú að viðkomandi hefur erft gen frá foreldrum sínum sem leiða til verulegs magns af melaníni.

Síðan má velta fyrir sér af hverju húðlitur er mismunandi á milli hópa og eftir svæðum í heiminum. Um það hefur verið fjallað í nokkrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis í stuttu svari við spurningunni: Af hverju er mannfólkið ekki allt eins á litinn? og í ítarlegra svari við spurningunni: Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

5.4.2011

Spyrjandi

Sigmundur Gústafson, f. 1996

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Af hverju er svart fólk svart?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2011. Sótt 23. júlí 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=59266.

EDS. (2011, 5. apríl). Af hverju er svart fólk svart? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59266

EDS. „Af hverju er svart fólk svart?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2011. Vefsíða. 23. júl. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59266>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Bjallan

Volkswagen-bjöllur komu fyrst á götuna árið 1938. Þegar framleiðslu var hætt árið 2003 höfðu rúmlega 20 milljón bjöllur verið smíðaðar, engin önnur bílategund hefur verið framleidd í svo mörgum eintökum. Helsti hugmyndasmiður bjöllunnar var Þjóðverjinn Ferdinand Porsche. Adolf Hitler hafði áhuga á framleiðslunni og átti hugsanlega þátt í að nefna bílinn Volkswagen sem merkir‚alþýðuvagn‘.