Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 22:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:15 • Sest 05:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:28 • Síðdegis: 21:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:22 • Síðdegis: 15:29 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort segir maður: „Ég keyrði í hliðina á bílnum,“ eða: „Ég keyrði á hliðina á bílnum?“

Guðrún Kvaran

Sögnin keyra (aka) með forsetningunni á er mjög algeng þegar bíll A ekur á bíl B eða bílstjóri ekur á ljósastaur, vegg, persónu eða eitthvað annað. Til dæmis: „Bílstjórinn tók ekki eftir að bíllinn fyrir framan stansaði og keyrði beint á hann/aftan á hann.“ „Hann keyrði á stuðarann, skítbrettið, hurðina“ er mjög almennt orðalag um árekstur.

„Ég keyrði í/á hliðina á bílnum?“

Í dæminu: „Hann keyrði í hliðina á bílnum“ er „inn“ líklegast undanskilið, það er „inn í“. Mun algengara er að segja: „Hann keyrði inn í hliðina á bílnum.“ Hugsanlega er þarna einhver stigsmunur, að „(inn) í hliðina á bílnum“ sé meiri beygla en „á hliðina á bílnum.“ Hvað sem því líður eru bæði samböndin algengt mál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Ég stend í rökræðum um hvort á að nota í eða á um árekstur.

Hvort er málfræðilega réttara að segja: „Ég keyrði í hliðina á bílnum,“ eða: „Ég keyrði á hliðina á bílnum?“

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.6.2011

Spyrjandi

Kristján Stefán Þráinsson, f. 1991

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort segir maður: „Ég keyrði í hliðina á bílnum,“ eða: „Ég keyrði á hliðina á bílnum?“.“ Vísindavefurinn, 7. júní 2011. Sótt 20. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=59281.

Guðrún Kvaran. (2011, 7. júní). Hvort segir maður: „Ég keyrði í hliðina á bílnum,“ eða: „Ég keyrði á hliðina á bílnum?“. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59281

Guðrún Kvaran. „Hvort segir maður: „Ég keyrði í hliðina á bílnum,“ eða: „Ég keyrði á hliðina á bílnum?“.“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2011. Vefsíða. 20. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59281>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort segir maður: „Ég keyrði í hliðina á bílnum,“ eða: „Ég keyrði á hliðina á bílnum?“
Sögnin keyra (aka) með forsetningunni á er mjög algeng þegar bíll A ekur á bíl B eða bílstjóri ekur á ljósastaur, vegg, persónu eða eitthvað annað. Til dæmis: „Bílstjórinn tók ekki eftir að bíllinn fyrir framan stansaði og keyrði beint á hann/aftan á hann.“ „Hann keyrði á stuðarann, skítbrettið, hurðina“ er mjög almennt orðalag um árekstur.

„Ég keyrði í/á hliðina á bílnum?“

Í dæminu: „Hann keyrði í hliðina á bílnum“ er „inn“ líklegast undanskilið, það er „inn í“. Mun algengara er að segja: „Hann keyrði inn í hliðina á bílnum.“ Hugsanlega er þarna einhver stigsmunur, að „(inn) í hliðina á bílnum“ sé meiri beygla en „á hliðina á bílnum.“ Hvað sem því líður eru bæði samböndin algengt mál.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Ég stend í rökræðum um hvort á að nota í eða á um árekstur.

Hvort er málfræðilega réttara að segja: „Ég keyrði í hliðina á bílnum,“ eða: „Ég keyrði á hliðina á bílnum?“
...