Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða regla gildir um það hvort fólk er statt í eða á landi (á Íslandi, í Þýskalandi)?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Vísindavefurinn fékk aðra sambærilega spurningu sem einnig er svarað hér. Hún er svohljóðandi:
Hvers vegna býr maður á Íslandi en í Hollandi, á Ítalíu og í Ástralíu? Og hvers vegna í Ólafsvík en á Hólmavík?

Algeng málvenja er að nota á um stærri eyjar en í um lönd. Til dæmis er sagt á Íslandi, á Grænlandi, á Bretlandseyjum, á Korsíku, á Sikiley, á Borgundarhólmi, en í Danmörku, í Noregi, í Þýskalandi, í Hollandi, í Belgíu, í Frakklandi, í Grikklandi, í Tyrklandi, í Egyptalandi. Ekki er þessi regla þó algild þar sem sagt er til dæmis í Færeyjum en á Ítalíu.

Hér innanlands er það almenn málvenja að nota í með heitum eyja. Sagt er í Viðey, í Papey, í Þerney, í Grímsey, í Vestmannaeyjum, í Flatey.



Hvar er notað í og hvar á með bæjarnöfnum sem enda á -vík?

Varðandi kaupstaði og bæi fer það nokkuð eftir landshlutum hvað tíðkast. Á Suður- og Vesturlandi er í algengast, til dæmis í Hveragerði, í Grindavík, í Sandgerði, í Garði, í Keflavík, í Hafnarfirði, í Kópavogi, í Reykjavík, í Borgarnesi, í Stykkishólmi, í Ólafsvík. Undantekning er á Akranesi.

Á Norðvestur- og Norðurlandi er á algengast, til dæmis á Ísafirði, á Hólmavík, á Sauðárkróki, á Blönduósi, á Akureyri, á Dalvík. Hins vegar er sagt í Bolungarvík og í Súðavík.

Engar reglur af þessu tagi eru án undantekninga. Almenn málvenja skapast og ræður hún mestu um notkun forsetninganna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Kort:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.8.2006

Spyrjandi

Guðrún Bjarkadóttir
Sigrún Guðnadóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða regla gildir um það hvort fólk er statt í eða á landi (á Íslandi, í Þýskalandi)?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2006, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6155.

Guðrún Kvaran. (2006, 29. ágúst). Hvaða regla gildir um það hvort fólk er statt í eða á landi (á Íslandi, í Þýskalandi)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6155

Guðrún Kvaran. „Hvaða regla gildir um það hvort fólk er statt í eða á landi (á Íslandi, í Þýskalandi)?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2006. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6155>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða regla gildir um það hvort fólk er statt í eða á landi (á Íslandi, í Þýskalandi)?
Vísindavefurinn fékk aðra sambærilega spurningu sem einnig er svarað hér. Hún er svohljóðandi:

Hvers vegna býr maður á Íslandi en í Hollandi, á Ítalíu og í Ástralíu? Og hvers vegna í Ólafsvík en á Hólmavík?

Algeng málvenja er að nota á um stærri eyjar en í um lönd. Til dæmis er sagt á Íslandi, á Grænlandi, á Bretlandseyjum, á Korsíku, á Sikiley, á Borgundarhólmi, en í Danmörku, í Noregi, í Þýskalandi, í Hollandi, í Belgíu, í Frakklandi, í Grikklandi, í Tyrklandi, í Egyptalandi. Ekki er þessi regla þó algild þar sem sagt er til dæmis í Færeyjum en á Ítalíu.

Hér innanlands er það almenn málvenja að nota í með heitum eyja. Sagt er í Viðey, í Papey, í Þerney, í Grímsey, í Vestmannaeyjum, í Flatey.



Hvar er notað í og hvar á með bæjarnöfnum sem enda á -vík?

Varðandi kaupstaði og bæi fer það nokkuð eftir landshlutum hvað tíðkast. Á Suður- og Vesturlandi er í algengast, til dæmis í Hveragerði, í Grindavík, í Sandgerði, í Garði, í Keflavík, í Hafnarfirði, í Kópavogi, í Reykjavík, í Borgarnesi, í Stykkishólmi, í Ólafsvík. Undantekning er á Akranesi.

Á Norðvestur- og Norðurlandi er á algengast, til dæmis á Ísafirði, á Hólmavík, á Sauðárkróki, á Blönduósi, á Akureyri, á Dalvík. Hins vegar er sagt í Bolungarvík og í Súðavík.

Engar reglur af þessu tagi eru án undantekninga. Almenn málvenja skapast og ræður hún mestu um notkun forsetninganna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Kort:...