Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur?

Á kynþroskaskeiðinu verða ákveðnar breytingar í húðinni, fitukirtlar stækka og starfsemi þeirra eykst. Í sumum tilfellum bólgna þeir ef ástandið er slæmt og er þá talað um að unglingurinn sé með gelgjubólur eða unglingabólur (e. acne).

Eins og annað í líkamanum ræðst gerð húðarinnar og eiginleikar hennar að miklu leyti af erfðum. Þar með talið hvernig hún er á unglingsárunum. Það er því ekki hægt að gefa ráð sem tryggja það að unglingar sleppi alveg við bólur, við breytum ekki því sem genin úthluta okkur. Hins vegar eru ýmis ráð til þess að halda bólum í skefjum eins og lesa á í svari við spurningunni Af hverju fær fólk bólur? Þar segir:

  • Ekki nudda húðina, eða skrúbba hana, það eykur hættuna á að húðin versni.
  • Þvo hárið reglulega með sjampói og varast að það sé mikið í snertingu við andlitið.
  • Vara sig á að meðhöndla bólurnar of mikið og alls ekki kreista þær. Það skilur eftir sig ör.
  • Vara sig á miklum kulda, hita og sólarbirtu. Sólarbirta getur haft góð áhrif á bólurnar tímabundið en heldur þeim ekki alveg niðri. Þar að auki valda of miklir sólargeislar húðskaða og jafnvel krabbameini.
  • Nota rakakrem, sólarvörn og snyrtivörur sem innihalda ekki mikla fitu og stífla þar með ekki svitaholur húðarinnar (non-comedogen).
  • Engar vísindalegar sannanir eru fyrir því að ákveðnar fæðutegundir valdi bólum. Ef viss fæðutegund veldur bólumyndun hvað eftir annað, til dæmis tómatar, rækjur, súkkulaði eða ostur er best að láta hana eiga sig.
  • Borða hollt og fjölbreytt fæði, drekka mikið vatn og hreyfa þig reglulega. Almenn vellíðan eykur vellíðan í húðinni
  • Hægt er að leita leiðbeininga varðandi umhirðu húðarinnar hjá snyrtisérfræðingi, en því fylgja útgjöld.
  • Hreinsivörur sem keyptar eru án lyfseðils bera yfirleitt ekki árangur fyrr en eftir 6-8 vikna notkun.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

11.4.2011

Spyrjandi

Aldís Embla, f. 1997

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2011. Sótt 17. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=59331.

EDS. (2011, 11. apríl). Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59331

EDS. „Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2011. Vefsíða. 17. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59331>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sveinn Hákon Harðarson

1978

Sveinn Hákon Harðarson er lektor í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands. Sveinn rannsakar súrefnisbúskap í sjónhimnu augans. Rannsóknarhópurinn sem Sveinn tilheyrir hefur á undanförnum árum þróað tækni til súrefnismælinga í sjónhimnu. Þá tækni hefur hópurinn nýtt til rannsókna á eðlilegri lífeðlisfræði sjónhimnu og þeim frávikum sem verða við sjúkdóma.