Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hví má ekki borða hráan kjúkling?

EDS

Matur sem mengaður er af örverum getur við neyslu valdið sjúkdómum. Ein þessara örvera er baktería sem kallast kampýlóbakter. Hún finnst víða í umhverfinu og getur borist í fólk eftir ýmsum leiðum, svo sem með menguðu vatni, hrámjólk, snertingu við gæludýr og menguðum matvælum. Hins vegar er talið að algengasta smitleiðin sé neysla á menguðu kjúklingakjöti.

Kampýlóbakter getur bæði borist úr kjöti, sem ekki er gegnsoðið eða gegnsteikt, og með krossmengun sem getur átt sér stað vegna ófullnægjandi aðgæslu við matreiðsluna. Fræðast má um kampýlóbakter í svari við spurningunni Hvað er kampýlóbakter?

Fleiri örverur geta fundist í kjúklingakjöti og má þar nefna salmonellu. Lesa má um hana í svari við spurningunni Hvað er salmonella?

Þó eftirlit sé haft með því kjöti sem fer á markað er alltaf mögulegt að örverumegað kjöt berist til neytenda og því er mikilvægt að sýna fulla aðgát við meðhöndlun þess. Ef kjötið er rétt eldað og vökvi úr því berst ekki í önnur matvæli á hins vegar ekki að stafa nein hætta af því.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

11.4.2011

Spyrjandi

Ásdís Birta Árnadóttir, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Hví má ekki borða hráan kjúkling?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2011, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59333.

EDS. (2011, 11. apríl). Hví má ekki borða hráan kjúkling? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59333

EDS. „Hví má ekki borða hráan kjúkling?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2011. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59333>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hví má ekki borða hráan kjúkling?
Matur sem mengaður er af örverum getur við neyslu valdið sjúkdómum. Ein þessara örvera er baktería sem kallast kampýlóbakter. Hún finnst víða í umhverfinu og getur borist í fólk eftir ýmsum leiðum, svo sem með menguðu vatni, hrámjólk, snertingu við gæludýr og menguðum matvælum. Hins vegar er talið að algengasta smitleiðin sé neysla á menguðu kjúklingakjöti.

Kampýlóbakter getur bæði borist úr kjöti, sem ekki er gegnsoðið eða gegnsteikt, og með krossmengun sem getur átt sér stað vegna ófullnægjandi aðgæslu við matreiðsluna. Fræðast má um kampýlóbakter í svari við spurningunni Hvað er kampýlóbakter?

Fleiri örverur geta fundist í kjúklingakjöti og má þar nefna salmonellu. Lesa má um hana í svari við spurningunni Hvað er salmonella?

Þó eftirlit sé haft með því kjöti sem fer á markað er alltaf mögulegt að örverumegað kjöt berist til neytenda og því er mikilvægt að sýna fulla aðgát við meðhöndlun þess. Ef kjötið er rétt eldað og vökvi úr því berst ekki í önnur matvæli á hins vegar ekki að stafa nein hætta af því.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...