Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Geta bakteríur stækkað og orðið eins stórar og menn?

JMH

Nei, bakteríur geta ekki orðið jafnstórar og menn af þeirri meginástæðu að bakteríur sem eru aðeins ein fruma hafa ákveðna hámarksstærð.

Bakteríur geta ekki orðið jafnstórar og menn.

Eftir því sem lífverur urðu stærri í árdaga lífsins urðu þær að þróa með sér virkara flutningskerfi til að fá næringu og súrefni og losa sig við úrgangsefni. Frumur, hvort sem er heilkjarna- eða dreifkjarnafrumur, ná einungis ákveðinni stærð þar sem flutningur næringar- og úrgangsefna fer fram með virkum efnaflutningi sem er verulega háður stærðartakmörkunum. Lífveran þyrfti þannig í fyrsta lagi að þróast í fjölfrumung og í öðru lagi að þróa með sér skilvirkara flutningskerfi næringar- og úrgangsefna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

12.4.2011

Spyrjandi

Sigurlaug Máney Hafliðadóttir, f. 1996

Tilvísun

JMH. „Geta bakteríur stækkað og orðið eins stórar og menn?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2011. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59381.

JMH. (2011, 12. apríl). Geta bakteríur stækkað og orðið eins stórar og menn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59381

JMH. „Geta bakteríur stækkað og orðið eins stórar og menn?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2011. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59381>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta bakteríur stækkað og orðið eins stórar og menn?
Nei, bakteríur geta ekki orðið jafnstórar og menn af þeirri meginástæðu að bakteríur sem eru aðeins ein fruma hafa ákveðna hámarksstærð.

Bakteríur geta ekki orðið jafnstórar og menn.

Eftir því sem lífverur urðu stærri í árdaga lífsins urðu þær að þróa með sér virkara flutningskerfi til að fá næringu og súrefni og losa sig við úrgangsefni. Frumur, hvort sem er heilkjarna- eða dreifkjarnafrumur, ná einungis ákveðinni stærð þar sem flutningur næringar- og úrgangsefna fer fram með virkum efnaflutningi sem er verulega háður stærðartakmörkunum. Lífveran þyrfti þannig í fyrsta lagi að þróast í fjölfrumung og í öðru lagi að þróa með sér skilvirkara flutningskerfi næringar- og úrgangsefna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....