En bakteríur sem lifa á eða í líkamanum geta líka reynst okkur til ama og jafnvel verið skaðlegar. Til dæmis má rekja svitalykt, táfýlu, vindgang, andremmu og tannskemmdir til baktería. Meltingartruflanir eru líka gjarnan af völdum baktería. Einnig geta bakteríur sem venjulega valda ekki tjóni á sínum "rétta" stað í líkamanum orðið til ama berist þær á annan stað. Til dæmis eru bakteríur sem eiga uppruna sinn í endaþarmi og ristli algeng orsök blöðrubólgu, en þær hafa þá borist í þvagrásina eins og fjallað er um í svari við spurningunni Af hverju fær maður blöðrubólgu? Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um sjúkdóma af völdum baktería en þá er í flestum tilfellum um að ræða bakteríur sem berast í líkamann en ekki bakteríur sem eru hluti af örveruflóru mannslíkamans. Sem dæmi má nefna svör við spurningunum:
- Hvað er kossageit og hvernig smitast hún?
- Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann?
- Hvað er hermannaveiki?
- Hvað er holdsveiki?
- Hvers vegna myndast magasár?
- Af hverju fáum við gubbupest?
- Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?
- American Society for Microbiology. Humans Have Ten Times More Bacteria Than Human Cells: How Do Microbial Communities Affect Human Health? ScienceDaily 5. júní 2008. Skoðað 18. febrúar 2009.
- Human flora á Wikipedia. Skoðað 18. febrúar 2009.
- Bacteria á Encarta. Skoðað 18. febrúar 2009.
- Google Answers. Skoðað 18. febrúar 2009.
- Mynd: Dental plaque á Wikipedia. Skoðað 19. febrúar 2009.
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hversu margar bakteríur inniheldur líkami venjulegrar manneskju? (Hvert er hlutfallið miðað við frumur í líkamanum?) Hvað vega þessar bakteríur hlutfallslega mikið heildar líkamsþyngd?