Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hversu margar bakteríur eru í mannslíkamanum?

EDS

Talið er að í heilbrigðum einstaklingi séu um það 1013 frumur en 1014 bakteríur. Bakteríurnar í okkur eru því um 10 sinnum fleiri en frumurnar!

Bakteríur lifa bæði í og á líkamanum. Flestar bakteríur eru í meltingarveginum en meðal annarra staða þar sem bakteríur þrífast vel eru munnur, nef, húð og kynfæri.

Skipta má þeim bakteríum sem lifa í eða á mannslíkamanum í þrennt, bakteríur sem hafa jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina, bakteríur sem hafa neikvæð og jafnvel skaðleg áhrif og svo bakteríur sem gera okkur hvorki gagn né ógagn og eru þær flestar.

Meðal þess gagns sem við höfum af sambýlinu við bakteríur má nefna að þær eru afar mikilvægar þegar kemur að meltingu, til dæmis taka þær þátt í að sundra fæðunni og stuðla að jafnvægi í þarmaflórunni með því að hamla vöxt skaðlegra baktería. Einnig geta bakteríur aukið virkni ónæmiskerfisins og haft jákvæð áhrif á viðnám gegn sýkingum, svo aðeins örfá dæmi um gagnsemi þeirra séu nefnd.Bakteríur sem lifa í munninum koma við sögu við myndum tannsteins.

En bakteríur sem lifa á eða í líkamanum geta líka reynst okkur til ama og jafnvel verið skaðlegar. Til dæmis má rekja svitalykt, táfýlu, vindgang, andremmu og tannskemmdir til baktería. Meltingartruflanir eru líka gjarnan af völdum baktería. Einnig geta bakteríur sem venjulega valda ekki tjóni á sínum "rétta" stað í líkamanum orðið til ama berist þær á annan stað. Til dæmis eru bakteríur sem eiga uppruna sinn í endaþarmi og ristli algeng orsök blöðrubólgu, en þær hafa þá borist í þvagrásina eins og fjallað er um í svari við spurningunni Af hverju fær maður blöðrubólgu?

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um sjúkdóma af völdum baktería en þá er í flestum tilfellum um að ræða bakteríur sem berast í líkamann en ekki bakteríur sem eru hluti af örveruflóru mannslíkamans. Sem dæmi má nefna svör við spurningunum:

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hversu margar bakteríur inniheldur líkami venjulegrar manneskju?

(Hvert er hlutfallið miðað við frumur í líkamanum?) Hvað vega þessar bakteríur hlutfallslega mikið heildar líkamsþyngd?

Höfundur

Útgáfudagur

19.2.2009

Spyrjandi

Valgeir Gestsson

Tilvísun

EDS. „Hversu margar bakteríur eru í mannslíkamanum?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2009. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51575.

EDS. (2009, 19. febrúar). Hversu margar bakteríur eru í mannslíkamanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51575

EDS. „Hversu margar bakteríur eru í mannslíkamanum?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2009. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51575>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margar bakteríur eru í mannslíkamanum?
Talið er að í heilbrigðum einstaklingi séu um það 1013 frumur en 1014 bakteríur. Bakteríurnar í okkur eru því um 10 sinnum fleiri en frumurnar!

Bakteríur lifa bæði í og á líkamanum. Flestar bakteríur eru í meltingarveginum en meðal annarra staða þar sem bakteríur þrífast vel eru munnur, nef, húð og kynfæri.

Skipta má þeim bakteríum sem lifa í eða á mannslíkamanum í þrennt, bakteríur sem hafa jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina, bakteríur sem hafa neikvæð og jafnvel skaðleg áhrif og svo bakteríur sem gera okkur hvorki gagn né ógagn og eru þær flestar.

Meðal þess gagns sem við höfum af sambýlinu við bakteríur má nefna að þær eru afar mikilvægar þegar kemur að meltingu, til dæmis taka þær þátt í að sundra fæðunni og stuðla að jafnvægi í þarmaflórunni með því að hamla vöxt skaðlegra baktería. Einnig geta bakteríur aukið virkni ónæmiskerfisins og haft jákvæð áhrif á viðnám gegn sýkingum, svo aðeins örfá dæmi um gagnsemi þeirra séu nefnd.Bakteríur sem lifa í munninum koma við sögu við myndum tannsteins.

En bakteríur sem lifa á eða í líkamanum geta líka reynst okkur til ama og jafnvel verið skaðlegar. Til dæmis má rekja svitalykt, táfýlu, vindgang, andremmu og tannskemmdir til baktería. Meltingartruflanir eru líka gjarnan af völdum baktería. Einnig geta bakteríur sem venjulega valda ekki tjóni á sínum "rétta" stað í líkamanum orðið til ama berist þær á annan stað. Til dæmis eru bakteríur sem eiga uppruna sinn í endaþarmi og ristli algeng orsök blöðrubólgu, en þær hafa þá borist í þvagrásina eins og fjallað er um í svari við spurningunni Af hverju fær maður blöðrubólgu?

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um sjúkdóma af völdum baktería en þá er í flestum tilfellum um að ræða bakteríur sem berast í líkamann en ekki bakteríur sem eru hluti af örveruflóru mannslíkamans. Sem dæmi má nefna svör við spurningunum:

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hversu margar bakteríur inniheldur líkami venjulegrar manneskju?

(Hvert er hlutfallið miðað við frumur í líkamanum?) Hvað vega þessar bakteríur hlutfallslega mikið heildar líkamsþyngd?
...