Hér er eftirfarandi spurningum svarað:
- Hvað eyðir prentari miklu rafmagni? (Jóhanna)
- Hver er kostnaðurinn við að hafa kveikt á tölvu og/eða tölvuskjá miðað við einn sólarhring og núverandi gjaldskrá orkuveita? (Gunnar)
- Hver er kostnaðurinn við notkun fartölvu miðað við notkun almennrar ljósaperu? (Hafliði)
- Hvað eyðir venjuleg borðtölva miklu rafmagni á klukkustund? (Óskar)
Hjá Orku náttúrunnar er að finna reiknivél þar sem má áætla orkunotkun heimilisins og kostnað.
Áður en að vindum okkur í að skoða kostnaðinn við að hafa kveikt á hinum ýmsu raftækjum er vert að rifja upp mælieiningarnar fyrir orku. Orka er mæld í júlum ($J$) og afl er mælt í vöttum ($W$) en sambandið á milli þeirra er:
$$1\: W = 1\: \frac{J}{s}$$
þar sem $s$ er sekúnda. Með því að laga jöfnuna til fáum við:
$$1\: Ws = 1\: J$$
Venja er að mæla raforku í kílóvattstundum (kWh en h stendur fyrir hour eða klukkustund á íslensku):
$$1\: kWh = 1000\cdot 3600\: J = 3.600.000\: J$$
en $1\: kW = 1000\: W$ og það eru 3600 sekúndur í einni klukkustund. Meira má lesa um orku og afl í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hve mikla varmaorku þarf til að hita 1 kg af vatni frá 0°C upp í 100°C? Enn fremur í svari HG við spurningunni: Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?
Afl venjulegs prentara er um 10 W og sé hann í notkun í 30 mínútur á viku, notar hann 5 Wh ($10\: W\cdot 0,5\:h = 5\: Wh$). Miðað við 30 mínútna notkun á hverri viku, myndi prentarinn nota 260 W eða 0,260 kWh á einu ári. Það er ekki ýkjamikil orka en 1 kWh kostar um 14 kr. samkvæmt reiknivél Orku náttúrunnar.
reiknivél Orku náttúrunnar kostar 2.927 kr. á ári að hafa kveikt á fartölvu í 8 klukkustundir á dag, alla daga ársins." title="Samkvæmt
reiknivél Orku náttúrunnar kostar 2.927 kr. á ári að hafa kveikt á fartölvu í 8 klukkustundir á dag, alla daga ársins." class="a-img">
Mörg rafmagnstæki eyða orku þegar þau eru ekki í notkun, það er þegar þau eru í biðstöðu (e. stand by). Samkvæmt Orkusetrinu telst um 10% raforkunotkunar til biðstöðu. Til dæmis eyðir venjulegur prentari um 1 W sé hann í biðstöðu (um 10% af venjulegri notkun). Ef prentari er notaður í 30 mínútur á viku en hafður í biðstöðu annars, er hann í biðstöðu í 167,5 klukkustundir á viku eða 8.710 klukkustundir á ári. Þá myndi prentarinn nota 8.710 Wh eða 8,710 kWh. Þannig væri kostnaðurinn við prentarann búinn að aukast úr 4 kr. í 126 kr. Það getur því borgað sig að taka raftækin úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun!
Tafla 1 sýnir kostnað á ári við notkun þeirra raftækja sem spurt var um, það er tölvu, tölvuskjá og fartölvu, auk samanburðar við ljósaperu, í mislangan tíma á dag með hjálp reiknivélar Orku náttúrunnar.
Tafla 1: Árskostnaður við notkun á tölvu, tölvuskjá og fartölvu, auk ljósaperu til samanburðar.
Notkunartími [klukkustundir á dag] |
1 |
4 |
8 |
12 |
24 |
Tölva |
933 kr. |
3.760 kr. |
7.534 kr. |
11.308 kr. |
22.616 kr. |
17" LCD tölvuskjár |
144 kr. |
617 kr. |
1.248 kr. |
1.880 kr. |
3.760 kr. |
Fartölva |
359 kr. |
1.464 kr. |
2.927 kr. |
4.391 kr. |
8.797 kr. |
Ljósapera LED 5 W |
14 kr. |
100 kr. |
201 kr. |
301 kr. |
617 kr. |
Með töflu 1 í huga getum við svarað seinustu þremur spurningunum hér að ofan:
- Að hafa kveikt á tölvu í einn sólarhring kostar 96 kr. en tölvuskjárinn kostar einungis 10 kr. í sólarhringsnotkun.
- Notkun fartölvu í 8 klukkustundir á dag, alla daga ársins, kostar 2.927 kr. á ári en að hafa kveikt á venjulegri ljósaperu í sama tíma kostar einungis 201 kr. á ári. Þess má geta að notkun á 60 W ljósaperu myndi kosta 2.511 kr. á ári eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað kostar að hafa kveikt á ljósaperu?
- Afl venjulegrar borðtölvu er um 180 W og því notar tölvan 180 Wh eða 0,180 kWh á einni klukkustund.
Tekið skal fram að kostnaðurinn er einungis settur fram til viðmiðunar eins og kemur fram í fyrirvara reiknivélarinnar.
Lesendum sem vilja kynna sér orkunotkun og kostnað annarra heimilistækja er bent á reiknivél Orku náttúrunnar.
Heimildir:
Mynd: