Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er „þvara“ í orðasambandinu „að standa eins og þvara“?

Orðið þvara er haft um sköfu, yfirleitt með löngu skafti, eða stöng með blaði á til að hræra í potti. Orðasambandið að standa eins og þvara í merkingunni ‛hafast ekkert að, standa aðgerðarlaus’ þekkist frá því á 19. öld og vísar líklegast til þvöru sem hangir eða stendur ónotuð í eldhúsinu eða ofan í grautar- eða sláturgerðarpotti.

Hafast ekkert að eða standa eins og þvara.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvað er „þvara“ í orðasambandinu „að standa eins og þvara“ og af hverju var byrjað að nota orðið í þessu samhengi?

Útgáfudagur

20.7.2011

Spyrjandi

Halldór Emil Sigtryggsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er „þvara“ í orðasambandinu „að standa eins og þvara“?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2011. Sótt 24. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=59556.

Guðrún Kvaran. (2011, 20. júlí). Hvað er „þvara“ í orðasambandinu „að standa eins og þvara“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59556

Guðrún Kvaran. „Hvað er „þvara“ í orðasambandinu „að standa eins og þvara“?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2011. Vefsíða. 24. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59556>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Röntgengeisli

Röntgengeislar eru rafsegulgeislun með afar lítilli bylgjulengd og hárri tíðni. Þeir draga nafn sitt af þýska eðlisfræðingnum Wilhelm Röntgen (1845–1923) sem uppgötvaði þá fyrstur. Notkun röntgengeisla til sjúkdómsgreiningar og meðferðar í læknisfræði varð fljótt að sérgrein innan læknisfræðinnar. Fyrsta eiginlega röntgenmyndin var tekin 22. desember 1895. Hún er af hendi Önnu Berthu, konu Röntgens.