Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Hvað er silfurbaksgórilla stór og hvar lifir hún?

Jón Már Halldórsson

Svonefndur silfurbakur eða silfurbaksgórilla, eins og spyrjandi kallar hana, er heiti á karlkynsgórillum (Gorilla spp.). Þegar karldýrin eru um 12 ára gömul fá þau silfurgljáan lit á bakið. Í fjölskylduhóp er þroskað karldýr eða silfurbakur, fjöldi kvendýra og afkvæmi silfurbaksins. Silfurbakar eru stærstu prímatar á jörðinni. Þeir vega rúmlega 200 kg og hafa geysistórar vígtennur sem koma fram við kynþroska.

Silfurbakur eða silfurbaksgórilla er heiti á karlkynsgórillum.

Ef silfurbakurinn deyr er annað þroskað karldýr fljótt að taka stöðu hans í fjölskylduhópnum. Oftar en ekki eru þessi umskipti afar óhugguleg því þegar nýtt karldýr tekur við kvennabúrinu drepur hann ungviði gamla karlsins sem er fallinn frá. Slíkt ungviðadráp er einnig þekkt meðal ljóna (Panthera leo). Lengi hefur verið talið að silfurbakurinn verndi kvendýrin frá ágangi annarra karlapa enda hagsmunir hans þar að veði.

Völd silfurbaksins eru óskoruð. Hann tekur allar ákvarðanir sem þarf að taka í hópnum, stillir til friðar og verndar hópinn fyrir utanaðkomandi ógnun, svo sem frá afræningjum. Yngri karldýr veita honum oft aðstoð í átökum, til dæmis gagnvart hópum karldýra. Yngri karldýrin eru kölluð svartbakar en þau eru á milli átta og tólf ára. Silfurbakar finnast, líkt og aðrir górilluapar, í láglendisregnskógum í vesturhluta Afríku við miðbaug, svo sem í Lýðveldinu Kongó, Gabon og Miðbaugs-Gíneu, en einnig miðausturhluta Afríku, svo sem í Rúanda, Úganda og austurhluta Kongó.

Heimildir:
  • Stokes E.J., Parnell R.J., Olejniczak C. (2003). "Female dispersal and reproductive success in wild western lowland gorillas (Gorilla gorilla gorilla)". Behavioral Ecology and Sociobiology 54: 329-39.
  • Watts D.P. (1989). "Infanticide in mountain gorillas: new cases and a reconsideration of the evidence". Ethology 81:1-18.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.8.2011

Spyrjandi

Sóley Hjörvarsdóttir, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er silfurbaksgórilla stór og hvar lifir hún?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2011. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59703.

Jón Már Halldórsson. (2011, 29. ágúst). Hvað er silfurbaksgórilla stór og hvar lifir hún? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59703

Jón Már Halldórsson. „Hvað er silfurbaksgórilla stór og hvar lifir hún?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2011. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59703>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er silfurbaksgórilla stór og hvar lifir hún?
Svonefndur silfurbakur eða silfurbaksgórilla, eins og spyrjandi kallar hana, er heiti á karlkynsgórillum (Gorilla spp.). Þegar karldýrin eru um 12 ára gömul fá þau silfurgljáan lit á bakið. Í fjölskylduhóp er þroskað karldýr eða silfurbakur, fjöldi kvendýra og afkvæmi silfurbaksins. Silfurbakar eru stærstu prímatar á jörðinni. Þeir vega rúmlega 200 kg og hafa geysistórar vígtennur sem koma fram við kynþroska.

Silfurbakur eða silfurbaksgórilla er heiti á karlkynsgórillum.

Ef silfurbakurinn deyr er annað þroskað karldýr fljótt að taka stöðu hans í fjölskylduhópnum. Oftar en ekki eru þessi umskipti afar óhugguleg því þegar nýtt karldýr tekur við kvennabúrinu drepur hann ungviði gamla karlsins sem er fallinn frá. Slíkt ungviðadráp er einnig þekkt meðal ljóna (Panthera leo). Lengi hefur verið talið að silfurbakurinn verndi kvendýrin frá ágangi annarra karlapa enda hagsmunir hans þar að veði.

Völd silfurbaksins eru óskoruð. Hann tekur allar ákvarðanir sem þarf að taka í hópnum, stillir til friðar og verndar hópinn fyrir utanaðkomandi ógnun, svo sem frá afræningjum. Yngri karldýr veita honum oft aðstoð í átökum, til dæmis gagnvart hópum karldýra. Yngri karldýrin eru kölluð svartbakar en þau eru á milli átta og tólf ára. Silfurbakar finnast, líkt og aðrir górilluapar, í láglendisregnskógum í vesturhluta Afríku við miðbaug, svo sem í Lýðveldinu Kongó, Gabon og Miðbaugs-Gíneu, en einnig miðausturhluta Afríku, svo sem í Rúanda, Úganda og austurhluta Kongó.

Heimildir:
  • Stokes E.J., Parnell R.J., Olejniczak C. (2003). "Female dispersal and reproductive success in wild western lowland gorillas (Gorilla gorilla gorilla)". Behavioral Ecology and Sociobiology 54: 329-39.
  • Watts D.P. (1989). "Infanticide in mountain gorillas: new cases and a reconsideration of the evidence". Ethology 81:1-18.

Mynd: ...