Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju grænkar grasið á sumrin en verður grárra á veturna?

EDS

Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun. Nánar má lesa um græna litinn og ljóstillífun í svari Kesara Anamthawat-Jónsson við spurningunni: Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?

Þegar haustar, daginn tekur að stytta og sólarljósið minnkar hættir grasið að framleiða blaðgrænu og efnið sem fyrir er brotnar niður. Við það missir grasið græna litinn og fær þennan gráa eða grábrúna lit sem það hefur yfir veturinn.Lesa má um litabreytingar plantna á haustin í svörunum Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin? eftir Ólaf Patrick Ólafsson og Af hverju koma haustlitirnir? eftir Kesara Anamthawat-Jónsson

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2011

Síðast uppfært

2.12.2019

Spyrjandi

Thelma Dögg Pálsdóttir, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Af hverju grænkar grasið á sumrin en verður grárra á veturna?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59784.

EDS. (2011, 23. maí). Af hverju grænkar grasið á sumrin en verður grárra á veturna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59784

EDS. „Af hverju grænkar grasið á sumrin en verður grárra á veturna?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59784>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju grænkar grasið á sumrin en verður grárra á veturna?
Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun. Nánar má lesa um græna litinn og ljóstillífun í svari Kesara Anamthawat-Jónsson við spurningunni: Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?

Þegar haustar, daginn tekur að stytta og sólarljósið minnkar hættir grasið að framleiða blaðgrænu og efnið sem fyrir er brotnar niður. Við það missir grasið græna litinn og fær þennan gráa eða grábrúna lit sem það hefur yfir veturinn.Lesa má um litabreytingar plantna á haustin í svörunum Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin? eftir Ólaf Patrick Ólafsson og Af hverju koma haustlitirnir? eftir Kesara Anamthawat-Jónsson

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....