Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er berkjubólga?

Berglind Júlíusdóttir

Berkjubólga eða bronkítis er sýking í lungum sem veldur lömun í bifhárum í berkjunum. Þessi bifhár sjá um að hreinsa loftið sem við öndum að okkur.

Berkjubólgu er skipt í bráða berkjubólgu (e. acute bronchitis) og langvinna berkjubólgu (e. chronic bronchitis). Hin síðarnefnda er algengt vandamál hjá reykingafólki og jafnvel stórborgarbúum sem búa í mjög menguðu loftslagi.

Bráð berkjubólga er langoftast af völdum veirusýkingar og getur verið fylgifiskur venjulegs kvefs. Stundum fylgir bakteríusýking í kjölfar veirusýkingarinnar. Fyrstu einkenni eru gjarnan þau sömu og fylgja kvefi, það er nefrennsli, hálsbólga, þreyta, máttleysi, kuldi og jafnvel vægur hiti. Sýkingin veldur ertingu í öndunarveginum sem leiðir til hósta. Bólgan ýtir einnig undir slímmyndun, en slíminu er svo hóstað upp. Í fyrstu er slímmyndun lítil og slímið er þá venjulega hvítt að lit. Verði það hins vegar grænt eða gult á litinn eru líkur á að ofan á veirusýkinguna sé komin bakteríusýking. Bólga í slímhúð og aukin slímmyndun leiða til þess að öndunarvegurinn þrengist. Því er algengt að berkjubólgu fylgi mæði og öndunarerfiðleikar.

Berkjubólga er sýking í lungum sem veldur lömun í bifhárum í berkju.

Bráð berkjubólga stendur venjulega yfir í viku til 10 daga en getur varað í allt að þrjá mánuði. Ef sýkingin er alvarleg getur hitinn orðið hár og varað í nokkra daga þó að notuð séu sýklalyf. Hóstinn getur haldist í nokkrar vikur þar sem líkaminn þarf að endurnýja þær frumur í berkjunum sem veiran eyðilagði.

Ef berkjubólga er viðvarandi í meira en þrjá mánuði í tvö ár í röð er talað um að sjúkdómurinn sé langvinnur. Langvinn berkjubólga er flokkuð sem langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disease - COPD) en það er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma svo sem lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Langvinn berkjubólga stafar oftast af viðvarandi ertingu í öndunarveginum, yfirleitt vegna reykinga, en mengun getur líka verið orsökin. Þegar veruleg slímmyndun er farin að stífla loftflæði er hægt að tala um langvinna lungnateppu.

Ýmsir þættir auka líkur á berkjubólgu. Reykingar eru þar efstar á blaði en auk þess geta aðrir langvarandi lungnasjúkdómar leitt til berkjubólgu, sem og næringarskortur, langvinnar nefholssýkingar og ofnæmi. Vinna með ákveðin efni svo sem sterkar sýrur, ammoníak, klór og ákveðin lífræn efni getur einnig aukið líkur á berkjubólgu. Loks má nefna að börn með stækkaða hálskirtla eru í áhættuhópi.

Sjúkdómsgreining er venjulega gerð eftir að búið er að útiloka lungnabólgu, en til þess þarf að taka röntgenmynd af lungunum. Ef hóstinn varir í meira en tvo mánuði þarf að útiloka að um lungnakrabbamein sé að ræða. Svokallaður Reid-vísir (e. Reid index) er notaður til þess að greina hversu alvarleg langvinn berkjubólga er. Þá er greint hversu mikil framleiðsla er á slímkirtlafrumum og hvað slímkirtlalagið er stór hluti af þykkt berkjuveggjarins. Hlutfallið ætti ekki að vera stærra en 40%.

Hósti er eitt megineinkenni berkjubólgu og sé hann viðvarandi í að minnsta kosti þrjá mánuði tvö ár í röð er talað um langvinna berkjubólgu.

Meðferð við berkjubólgu fer eftir því hvers eðlis sjúkdómurinn er. Ef grunur leikur á að um bakteríusýkingu sé að ræða eru notuð sýklalyf. Þau duga hins vegar ekki gegn veirusýkingum sem eru algengari orsök berkjubólgu. Þá felst meðferð einkum í að meðhöndla eða koma í veg fyrir einkennin frekar en að henni sé beint gegn orsökinni sjálfri. Hóstameðal er stundum notað en ef slím er mikið þá er hægt að nota slímlosandi lyf. Aspirín og íbúfen geta dregið úr hita og einkennum hjá fullorðnum, en ekki er mælt með að gefa börnum aspirín. Hvíld og nægur vökvi eru líka mikilvægir þættir. Einnig er hægt að meðhöndla einkenni með því að anda að sér heitum gufum og ef einkennin eru mikil er hægt að nota berkjuútvíkkandi lyf til að draga úr mæði og auðvelda öndun.

Heimildir, frekari fróðleikur og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

29.5.2006

Síðast uppfært

15.1.2019

Spyrjandi

Katrín Pétursdóttir
Úlfar Viktor

Tilvísun

Berglind Júlíusdóttir. „Hvað er berkjubólga?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2006, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5979.

Berglind Júlíusdóttir. (2006, 29. maí). Hvað er berkjubólga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5979

Berglind Júlíusdóttir. „Hvað er berkjubólga?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2006. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5979>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er berkjubólga?
Berkjubólga eða bronkítis er sýking í lungum sem veldur lömun í bifhárum í berkjunum. Þessi bifhár sjá um að hreinsa loftið sem við öndum að okkur.

Berkjubólgu er skipt í bráða berkjubólgu (e. acute bronchitis) og langvinna berkjubólgu (e. chronic bronchitis). Hin síðarnefnda er algengt vandamál hjá reykingafólki og jafnvel stórborgarbúum sem búa í mjög menguðu loftslagi.

Bráð berkjubólga er langoftast af völdum veirusýkingar og getur verið fylgifiskur venjulegs kvefs. Stundum fylgir bakteríusýking í kjölfar veirusýkingarinnar. Fyrstu einkenni eru gjarnan þau sömu og fylgja kvefi, það er nefrennsli, hálsbólga, þreyta, máttleysi, kuldi og jafnvel vægur hiti. Sýkingin veldur ertingu í öndunarveginum sem leiðir til hósta. Bólgan ýtir einnig undir slímmyndun, en slíminu er svo hóstað upp. Í fyrstu er slímmyndun lítil og slímið er þá venjulega hvítt að lit. Verði það hins vegar grænt eða gult á litinn eru líkur á að ofan á veirusýkinguna sé komin bakteríusýking. Bólga í slímhúð og aukin slímmyndun leiða til þess að öndunarvegurinn þrengist. Því er algengt að berkjubólgu fylgi mæði og öndunarerfiðleikar.

Berkjubólga er sýking í lungum sem veldur lömun í bifhárum í berkju.

Bráð berkjubólga stendur venjulega yfir í viku til 10 daga en getur varað í allt að þrjá mánuði. Ef sýkingin er alvarleg getur hitinn orðið hár og varað í nokkra daga þó að notuð séu sýklalyf. Hóstinn getur haldist í nokkrar vikur þar sem líkaminn þarf að endurnýja þær frumur í berkjunum sem veiran eyðilagði.

Ef berkjubólga er viðvarandi í meira en þrjá mánuði í tvö ár í röð er talað um að sjúkdómurinn sé langvinnur. Langvinn berkjubólga er flokkuð sem langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disease - COPD) en það er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma svo sem lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Langvinn berkjubólga stafar oftast af viðvarandi ertingu í öndunarveginum, yfirleitt vegna reykinga, en mengun getur líka verið orsökin. Þegar veruleg slímmyndun er farin að stífla loftflæði er hægt að tala um langvinna lungnateppu.

Ýmsir þættir auka líkur á berkjubólgu. Reykingar eru þar efstar á blaði en auk þess geta aðrir langvarandi lungnasjúkdómar leitt til berkjubólgu, sem og næringarskortur, langvinnar nefholssýkingar og ofnæmi. Vinna með ákveðin efni svo sem sterkar sýrur, ammoníak, klór og ákveðin lífræn efni getur einnig aukið líkur á berkjubólgu. Loks má nefna að börn með stækkaða hálskirtla eru í áhættuhópi.

Sjúkdómsgreining er venjulega gerð eftir að búið er að útiloka lungnabólgu, en til þess þarf að taka röntgenmynd af lungunum. Ef hóstinn varir í meira en tvo mánuði þarf að útiloka að um lungnakrabbamein sé að ræða. Svokallaður Reid-vísir (e. Reid index) er notaður til þess að greina hversu alvarleg langvinn berkjubólga er. Þá er greint hversu mikil framleiðsla er á slímkirtlafrumum og hvað slímkirtlalagið er stór hluti af þykkt berkjuveggjarins. Hlutfallið ætti ekki að vera stærra en 40%.

Hósti er eitt megineinkenni berkjubólgu og sé hann viðvarandi í að minnsta kosti þrjá mánuði tvö ár í röð er talað um langvinna berkjubólgu.

Meðferð við berkjubólgu fer eftir því hvers eðlis sjúkdómurinn er. Ef grunur leikur á að um bakteríusýkingu sé að ræða eru notuð sýklalyf. Þau duga hins vegar ekki gegn veirusýkingum sem eru algengari orsök berkjubólgu. Þá felst meðferð einkum í að meðhöndla eða koma í veg fyrir einkennin frekar en að henni sé beint gegn orsökinni sjálfri. Hóstameðal er stundum notað en ef slím er mikið þá er hægt að nota slímlosandi lyf. Aspirín og íbúfen geta dregið úr hita og einkennum hjá fullorðnum, en ekki er mælt með að gefa börnum aspirín. Hvíld og nægur vökvi eru líka mikilvægir þættir. Einnig er hægt að meðhöndla einkenni með því að anda að sér heitum gufum og ef einkennin eru mikil er hægt að nota berkjuútvíkkandi lyf til að draga úr mæði og auðvelda öndun.

Heimildir, frekari fróðleikur og myndir:...