Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Fá útlendingar sjálfkrafa dvalarleyfi og atvinnuleyfi við það eitt að giftast íslenskum ríkisborgara?

Helga Hafliðadóttir

Um málefni útlendinga á Íslandi gilda lög um útlendinga nr. 96/2002, lög um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 og reglugerð um útlendinga nr. 53/2003.

Útlendingar sem eru í hjúskap með íslenskum ríkisborgara eiga rétt á því að fá dvalarleyfi á Íslandi samkvæmt 13. gr. laga um útlendinga.

13. gr. Dvalarleyfi fyrir aðstandendur.

Nánustu aðstandendur íslensks ríkisborgara eða annars norræns ríkisborgara sem búsettur er hér á landi eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu samkvæmt dvalarleyfi sem ekki er háð takmörkunum eða búsetuleyfi geta samkvæmt umsókn fengið dvalarleyfi, enda liggi ekki fyrir atvik sem greinir í c-lið 1. mgr. 11. gr. auk þess sem framfærsla, sjúkratrygging og húsnæði skal vera tryggt, sbr. a-lið 1. mgr. 11. gr.

[Nánustu aðstandendur í skilningi 1. mgr. eru maki, sambúðarmaki og samvistarmaki eldri en 24 ára, niðjar yngri en 18 ára og á framfæri viðkomandi og ættmenni hans eða maka að feðgatali eldri en 66 ára og á þeirra framfæri.]1)

[Nú er rökstuddur grunur um að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis, og ekki er sýnt fram á annað með óyggjandi hætti, og veitir hann þá ekki rétt til dvalarleyfis. Sama gildir ef rökstuddur grunur er um að ekki hafi verið stofnað til hjúskapar með vilja beggja hjóna.]1)

Dvalarleyfi aðstandanda útlendings skal að jafnaði gefið út til sama tíma og leyfi þess síðarnefnda, þó þannig að það gildi ekki lengur en leyfi hans.

Greinin setur nokkur skilyrði fyrir því að makar íslenskra ríkisborgara eða þeirra sem dveljast löglega í landinu fái dvalarleyfi. Fram kemur að ekki megi liggja fyrir ákveðin atriði sem tiltekin eru í 11. gr. laganna, sem fjalla um skilyrði til að geta fengið dvalarleyfi. Það mega til dæmis ekki vera fyrir hendi atriði sem gætu meinað dvöl í landinu samkvæmt 18. og 20 gr. laganna, svo sem ef viðkomandi er á sakaskrá eða með hættulegan smitsjúkdóm. Einnig verður framfærsla, sjúkratrygging og húsnæði að vera tryggð.

Í 2. mgr. er upptalning á því hverjir eru taldir nánustu aðstandendur og tiltekin aldursskilyrði sett fyrir því að um nánasta aðstandanda í skilningi laganna geti verið að ræða. Verður maki, sambúðarmaki og samvistarmaki til dæmis að vera eldri en 24 ára til að geta fengið dvalarleyfi samkvæmt greininni. Loks er svo í 3. mgr. ákvæði um það að ef rökstuddur grunur leikur á því að til hjónabands eða staðfestrar samvistar hafi einungis verið stofnað til þess að einstaklingur öðlist dvalarleyfi í landinu, þá fyrirgeri það rétti til dvalarleyfis. Erlendir ríkisborgarar sem stofna til hjúskapar með íslenskum ríkisborgurum fá því ekki sjálfkrafa dvalarleyfi á Íslandi, heldur þurfa þeir að sækja um það hjá Útlendingastofnun. Þegar þeir sækja um leyfið þurfa þeir að segja frá því að sótt sé um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar og leggja fram hjúskaparvottorð. Hjúskaparvottorðið þarf að vera í frumriti eða afrit staðfest af opinberum aðila.

Samkvæmt 32. gr. reglugerðar um útlendinga, getur útlendingur sem á íslenskan maka dvalið í landinu án dvalarleyfis, hafi hann búið hér á landi samfellt um þriggja ára skeið eftir að til hjúskapar eða staðfestrar samvistar var stofnað.

Til að útlendingar geti starfað hér á landi þurfa þeir að sækja um sérstakt atvinnuleyfi og er það leyfi veitt af Vinnumálastofnun í umboði félagsmálaráðherra. Í III kafla laga um atvinnuréttindi útlendinga eru ákvæði um aðila sem eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Kemur fram í c. lið 14. gr. að erlendir makar íslenskra ríkisborgara njóta slíkrar undanþágu.

14. gr. Eftirtaldir eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi:

[a. Ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og aðrir útlendingar sem falla undir reglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, með þeim takmörkunum sem þar greinir og nánar skal kveðið á um í reglugerð.]1)

[b. ] Útlendingar sem hafa verið íslenskir ríkisborgarar frá fæðingu en hafa misst íslenskan ríkisborgararétt.

[c. ] Erlendir makar íslenskra ríkisborgara og börn þeirra að 18 ára aldri.

[d. ] Útlendingar í einkaþjónustu sendimanna erlendra ríkja.

Má því í raun segja að útlendingar sem eru í hjúskap með íslenskum ríkisborgurum fái sjálfkrafa atvinnuleyfi hér á landi. Skilyrði þess að þeir fái þennan rétt er þó að þeir hafi áður fengið dvalarleyfi, nema að þeir uppfylli skilyrði 32. gr. reglugerðar um útlendinga um rétt á dvöl án dvalarleyfis.

Upplýsingar um skyld efni má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Frekari upplýsingar má einnig finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.5.2006

Spyrjandi

Agnar Júlíusson

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Fá útlendingar sjálfkrafa dvalarleyfi og atvinnuleyfi við það eitt að giftast íslenskum ríkisborgara? “ Vísindavefurinn, 31. maí 2006. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5986.

Helga Hafliðadóttir. (2006, 31. maí). Fá útlendingar sjálfkrafa dvalarleyfi og atvinnuleyfi við það eitt að giftast íslenskum ríkisborgara? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5986

Helga Hafliðadóttir. „Fá útlendingar sjálfkrafa dvalarleyfi og atvinnuleyfi við það eitt að giftast íslenskum ríkisborgara? “ Vísindavefurinn. 31. maí. 2006. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5986>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fá útlendingar sjálfkrafa dvalarleyfi og atvinnuleyfi við það eitt að giftast íslenskum ríkisborgara?
Um málefni útlendinga á Íslandi gilda lög um útlendinga nr. 96/2002, lög um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 og reglugerð um útlendinga nr. 53/2003.

Útlendingar sem eru í hjúskap með íslenskum ríkisborgara eiga rétt á því að fá dvalarleyfi á Íslandi samkvæmt 13. gr. laga um útlendinga.

13. gr. Dvalarleyfi fyrir aðstandendur.

Nánustu aðstandendur íslensks ríkisborgara eða annars norræns ríkisborgara sem búsettur er hér á landi eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu samkvæmt dvalarleyfi sem ekki er háð takmörkunum eða búsetuleyfi geta samkvæmt umsókn fengið dvalarleyfi, enda liggi ekki fyrir atvik sem greinir í c-lið 1. mgr. 11. gr. auk þess sem framfærsla, sjúkratrygging og húsnæði skal vera tryggt, sbr. a-lið 1. mgr. 11. gr.

[Nánustu aðstandendur í skilningi 1. mgr. eru maki, sambúðarmaki og samvistarmaki eldri en 24 ára, niðjar yngri en 18 ára og á framfæri viðkomandi og ættmenni hans eða maka að feðgatali eldri en 66 ára og á þeirra framfæri.]1)

[Nú er rökstuddur grunur um að til hjúskapar hafi verið stofnað í þeim tilgangi einum að afla dvalarleyfis, og ekki er sýnt fram á annað með óyggjandi hætti, og veitir hann þá ekki rétt til dvalarleyfis. Sama gildir ef rökstuddur grunur er um að ekki hafi verið stofnað til hjúskapar með vilja beggja hjóna.]1)

Dvalarleyfi aðstandanda útlendings skal að jafnaði gefið út til sama tíma og leyfi þess síðarnefnda, þó þannig að það gildi ekki lengur en leyfi hans.

Greinin setur nokkur skilyrði fyrir því að makar íslenskra ríkisborgara eða þeirra sem dveljast löglega í landinu fái dvalarleyfi. Fram kemur að ekki megi liggja fyrir ákveðin atriði sem tiltekin eru í 11. gr. laganna, sem fjalla um skilyrði til að geta fengið dvalarleyfi. Það mega til dæmis ekki vera fyrir hendi atriði sem gætu meinað dvöl í landinu samkvæmt 18. og 20 gr. laganna, svo sem ef viðkomandi er á sakaskrá eða með hættulegan smitsjúkdóm. Einnig verður framfærsla, sjúkratrygging og húsnæði að vera tryggð.

Í 2. mgr. er upptalning á því hverjir eru taldir nánustu aðstandendur og tiltekin aldursskilyrði sett fyrir því að um nánasta aðstandanda í skilningi laganna geti verið að ræða. Verður maki, sambúðarmaki og samvistarmaki til dæmis að vera eldri en 24 ára til að geta fengið dvalarleyfi samkvæmt greininni. Loks er svo í 3. mgr. ákvæði um það að ef rökstuddur grunur leikur á því að til hjónabands eða staðfestrar samvistar hafi einungis verið stofnað til þess að einstaklingur öðlist dvalarleyfi í landinu, þá fyrirgeri það rétti til dvalarleyfis. Erlendir ríkisborgarar sem stofna til hjúskapar með íslenskum ríkisborgurum fá því ekki sjálfkrafa dvalarleyfi á Íslandi, heldur þurfa þeir að sækja um það hjá Útlendingastofnun. Þegar þeir sækja um leyfið þurfa þeir að segja frá því að sótt sé um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar og leggja fram hjúskaparvottorð. Hjúskaparvottorðið þarf að vera í frumriti eða afrit staðfest af opinberum aðila.

Samkvæmt 32. gr. reglugerðar um útlendinga, getur útlendingur sem á íslenskan maka dvalið í landinu án dvalarleyfis, hafi hann búið hér á landi samfellt um þriggja ára skeið eftir að til hjúskapar eða staðfestrar samvistar var stofnað.

Til að útlendingar geti starfað hér á landi þurfa þeir að sækja um sérstakt atvinnuleyfi og er það leyfi veitt af Vinnumálastofnun í umboði félagsmálaráðherra. Í III kafla laga um atvinnuréttindi útlendinga eru ákvæði um aðila sem eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Kemur fram í c. lið 14. gr. að erlendir makar íslenskra ríkisborgara njóta slíkrar undanþágu.

14. gr. Eftirtaldir eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi:

[a. Ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og aðrir útlendingar sem falla undir reglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, með þeim takmörkunum sem þar greinir og nánar skal kveðið á um í reglugerð.]1)

[b. ] Útlendingar sem hafa verið íslenskir ríkisborgarar frá fæðingu en hafa misst íslenskan ríkisborgararétt.

[c. ] Erlendir makar íslenskra ríkisborgara og börn þeirra að 18 ára aldri.

[d. ] Útlendingar í einkaþjónustu sendimanna erlendra ríkja.

Má því í raun segja að útlendingar sem eru í hjúskap með íslenskum ríkisborgurum fái sjálfkrafa atvinnuleyfi hér á landi. Skilyrði þess að þeir fái þennan rétt er þó að þeir hafi áður fengið dvalarleyfi, nema að þeir uppfylli skilyrði 32. gr. reglugerðar um útlendinga um rétt á dvöl án dvalarleyfis.

Upplýsingar um skyld efni má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins:

Frekari upplýsingar má einnig finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....