Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig búa örgjörvar til púlsuð klukkumerki (e. clock signal)?

Örgjörvi (e. processor/CPU) notar tíðnigjafa til að búa til púlsað klukkumerki. Þessi tíðnigjafi kallast oscillator crystal og er oftast gerður úr kristal. Örgjörvinn notar þetta klukkumerki til að stýra allri sinni innri vinnslu.

Bakhlið (til vinstri) og framhlið (til hægri) örgjörva.

Örgjörvar eru seldir forstilltir á ákveðinn hraða frá framleiðanda en stundum er hægt að breyta þeim hraða eftir á. Það er kallað að yfirklukka (e. overclock) örgjörvann. Mismunandi er hvort og þá hversu mikið hægt sé að yfirklukka örgjörva en með því er hægt að ná fram meira reikniafli úr örgjörvanum. Ef örgjörvinn þolir ekki þann hraða sem hann er yfirklukkaður á þá lendir tölvan í því að hún frýs óeðlilega eða yfirhitnar.

Myndir:

Útgáfudagur

23.4.2012

Spyrjandi

Hákon Magnús Hjaltalín, f. 1999

Höfundur

tölvunarfræðingur

Tilvísun

Stefán Þorvarðarson. „Hvernig búa örgjörvar til púlsuð klukkumerki (e. clock signal)?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2012. Sótt 22. mars 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=60079.

Stefán Þorvarðarson. (2012, 23. apríl). Hvernig búa örgjörvar til púlsuð klukkumerki (e. clock signal)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60079

Stefán Þorvarðarson. „Hvernig búa örgjörvar til púlsuð klukkumerki (e. clock signal)?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2012. Vefsíða. 22. mar. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60079>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðmundur J. Óskarsson

1969

Guðmundur J. Óskarsson er fiskifræðingur á uppsjávarslífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Rannsóknir og starfssvið hans lúta að uppsjávarfiskum og þá einkum síld.