Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?

Henry Alexander Henrysson

Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þótti líka liðtækt latínuskáld. Eins og sumir þekktustu hugsuðir samtíma hans var Grotius fangelsaður fyrir skoðanir sínar og varð að flýja fósturjörðina. Slíkt gerði lítið annað en að auka á frægð hans. Hann var þó ekki róttækur í skoðunum. Kenningar hans í lögfræði og guðfræði voru hógværar og miðuðu yfirleitt að því einu að sætta andstæð sjónarmið.

Hugo Grotius, eða Huigh de Groot, fæddist þann 10. apríl 1583 í Delft í Hollandi. Faðir Hugos var vel menntaður og fjölskyldan sæmilega stæð sem tryggði ágæta skólagöngu hans. Raunar var Hugo litli sannkallað undrabarn þegar nám var annars vegar, hann hóf háskólanám ellefu ára og var farinn að sinna ábyrgðarstöðum aðeins fáeinum árum síðar. Meðal fyrstu starfa hans var að rita minnisblöð fyrir hollenska verslunarmenn um ágreiningsmál um viðskipti og verslun Evrópubúa í fjarlægum heimsálfum. Fyrstu afskipti hans af þjóðarétti voru því að fjalla um milliríkjadeilur á sjó þar sem skorist hafði í odda milli verslunarmanna af ólíkum þjóðernum. Réttlæting valdbeitingar, og raunar ekki síður takmarkanir hennar, varð því nokkurs konar leiðarstef í öllum hans ritstörfum. Sótti hann þar í hefð svokallaðs náttúruréttar.

Þegar Grotius var við það að komast á miðjan aldur varð hann þátttakandi í lítt spennandi og harla tilgangslausum guðfræðilegum deilum, sem voru engu að síður rammpólitískar. Enduðu þær deilur með því að hann var fangelsaður af yfirvöldum í Hollandi. Eftir að hafa í fáein ár reynt að vinna að ritstörfum í klefa sínum sá hann ekki annan kost í stöðunni heldur en að flýja fangelsið á reyfarakenndan hátt með aðstoð konu sinnar. Settist hann að í París þar sem hann skrifaði meistaraverk sitt De iure belli ac pacis. Verkið sem kom út árið 1625 varð gríðarlega áhrifamikið og tryggði honum bæði sérstakan og ábátasaman starfsferil sem erindreki. Meðal atvinnuveitenda hans var sænska ríkið og á Grotius það sameiginlegt með franska heimspekingnum René Descartes að þjónusta við þá hirð í norðri gat verið hættuleg viðkvæmri heilsu heimspekinga. Erfið sjóferð yfir Eystrasaltið varð Grotiusi að aldurtila síðsumars árið 1645. Sagt er að síðustu orð hans hafi verið á þá leið að hann hafi ekki talið sig hafa áorkað neinu. Áhrif hugmynda hans og orðspor langt fram á átjándu öld eru ekki í samræmi við þann sjálfsdóm.

Um lög stríðs og friðar (De iure belli ac pacis) fjallar eins og nafnið gefur til kynna um hvers konar valdi er réttlætanlegt að beita aðra. Kenningu sína byggði Grotius á náttúrurétti, en slíkur réttur er flókið fyrirbæri sem á sér margbrotna sögu sem ekki verða gerð skil hér. Skyld hugtök eru svokölluð náttúrulög og náttúrulagakenningar. Skilgreiningar þessara hugtaka eru nokkuð á reiki og geta raunar öll hugtökin átt við kenningu Grotiusar. Grunnhugmyndin er sú að eitthvað bindi allar þjóðir og einstaklinga í gerðum þeirra óháð aðstöðu og menningu þeirra; hugmyndin gerir sem sagt ráð fyrir einhvers konar hlutlægum siðferðilegum veruleika. Náttúruréttur hefur verið að sækja í sig veðrið að nýju eftir að hafa misst nokkuð af áhrifamætti sínum um miðja átjándu öld.



Um lög stríðs og friðar (De iure belli ac pacis) kom fyrst út árið 1625.

Náttúruréttur er lögmál; nokkurs konar forskrift fyrir hegðun. Hann boðar að hverjum og einum (og hópum og samfélögum) beri að gera eitthvað vegna þess að það er gott. Flest mál eiga sér niðurstöðu sem er eftirsóknarverð og siðferðilega nauðsynleg. Niðurstaðan getur því skapað rétt eða réttindi fyrir einstaklinga eða hópa þeirra. Heimspekilegar forsendur þess að Grotius sækir í þessa kenningu eru tvær. Annars vegar átti þessi siðferðilega hluthyggja að standa traustum fótum gagnvart þeirri heimspekilegu efahyggju sem átti ákveðnum vinsældum að fagna undir lok sextándu aldar. Hins vegar var hún andstæð þeirri siðfræðilegu guðfræði sem kom fram við siðaskipti sem lagði áherslu á orð ritningarinnar framar verufræðilegum rannsóknum. Grotius varð alræmdur fyrir að gefa í skyn að kenning hans væri jafn rétt þótt það væri leitt í ljós að Guð væri annaðhvort ekki til eða að hann hefði hvort sem er engan áhuga á mannlífinu.

Kenning Grotiusar er í stuttu máli sú að þær aðstæður geti komið upp að valdbeiting sé réttlætanleg. Hann bætir við að ástæðurnar sem menn gefa fyrir því að beita ofbeldi séu ekki allar jafn gildar og ítrekar að þrátt fyrir að valdbeiting geti verið réttlætanleg þá megi enn spyrja hvort framkvæmd hennar sé réttlátt. Rétturinn eða réttlætið í náttúruréttarhugtakinu getur haft þrenns konar merkingu. Í fyrsta lagi er þetta spurning um hvort ákveðin athöfn er réttlát eða ekki. Þar sker einungis skynsemin - hið náttúrulega leiðarljós - úr um hvort athöfnin sé góð eða ekki. Í öðru lagi vísar rétturinn til réttinda sem einhver hefur til að bera. Að lokum er hugtakið tengdara skyldu en rétti í þeim skilningi að náttúrurétturinn er eins og lögmál eða lög sem segja okkur hvað hverjum og einum ber að gera. Sá verufræðilegi grundvöllur sem skynsemin beinist að er ákveðin eðlishyggja um manninn. Tveir þættir sem stundum virðast ósamrýmanlegir ráða þar öllu að sögn Grotiusar. Annars vegar er maðurinn gæddur óbilandi sjálfsbjargarviðleitni og hins vegar er hver og einn félagsvera í eðli sínu. Þessir tveir þættir skapa þann siðferðilega veruleika sem náttúrurétturinn byggir á.

Í um það bil eina öld eftir dauða Grotiusar deildu heimspekingar grimmt um hversu mikið af náttúrurétti hans stæðist tímans tönn. Enginn gat rætt siðfræði og stjórnspeki án þess að taka tillit til kenningar hans. Í grófum dráttum má greina þessar hræringar í tvo flokka. Í annan flokkinn falla þeir sem deildu heimspekilegu sjónarhorni Grotiusar og lögðu meiri áherslu á frumspeki á kostnað guðfræði til þess að útskýra hinn siðferðilega veruleika. Sameiginlegt sjónarmið þessa hóps var að þar sem náttúruréttinum væri ætlað að útskýra siðferðileg boð hvers mannsbarns þá gæti ágreiningur milli kirkjudeilda ekki haft úrslitaáhrif á kenninguna. Hinn flokkurinn lagði aftur á móti meiri áherslu á takmarkanir heimspekinnar og þar af leiðandi siðferðiboðaskap ritningarinnar og mismunandi túlkanir kirkjudeilda. Á tímum upplýsingarinnar sættu báðar leiðirnar gagnrýni á mismunandi forsendum, sem svo gerði náttúrurétt að fræðilegum forngrip um tíma. Í dag fást fjölmargir heimspekingar þó við þessar hugmyndir og er Hugo Grotius einn þeirra hugsuða sem hvað helst er leitað til úr sögu náttúruréttarkenninga.

Á íslensku má fræðast um Hugo Grotius og náttúruréttarkenningar í eftirtöldum fræðigreinum:
  • Garðar Gíslason, „Náttúruréttur í nýju ljósi,“ Frelsið 5(2) (1984).
  • Hjördís Hákonardóttir, „Um náttúrurétt,“ Tímarit lögfræðinga 45(4) (1995).
  • Henry Alexander Henrysson, „Manndómur. Hugleiðingar um Jón Eiríksson og bakgrunn náttúruréttarkennslu hans,“ Hugur (2009).

Myndir:

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

12.8.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2011, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60424.

Henry Alexander Henrysson. (2011, 12. ágúst). Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60424

Henry Alexander Henrysson. „Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2011. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60424>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þótti líka liðtækt latínuskáld. Eins og sumir þekktustu hugsuðir samtíma hans var Grotius fangelsaður fyrir skoðanir sínar og varð að flýja fósturjörðina. Slíkt gerði lítið annað en að auka á frægð hans. Hann var þó ekki róttækur í skoðunum. Kenningar hans í lögfræði og guðfræði voru hógværar og miðuðu yfirleitt að því einu að sætta andstæð sjónarmið.

Hugo Grotius, eða Huigh de Groot, fæddist þann 10. apríl 1583 í Delft í Hollandi. Faðir Hugos var vel menntaður og fjölskyldan sæmilega stæð sem tryggði ágæta skólagöngu hans. Raunar var Hugo litli sannkallað undrabarn þegar nám var annars vegar, hann hóf háskólanám ellefu ára og var farinn að sinna ábyrgðarstöðum aðeins fáeinum árum síðar. Meðal fyrstu starfa hans var að rita minnisblöð fyrir hollenska verslunarmenn um ágreiningsmál um viðskipti og verslun Evrópubúa í fjarlægum heimsálfum. Fyrstu afskipti hans af þjóðarétti voru því að fjalla um milliríkjadeilur á sjó þar sem skorist hafði í odda milli verslunarmanna af ólíkum þjóðernum. Réttlæting valdbeitingar, og raunar ekki síður takmarkanir hennar, varð því nokkurs konar leiðarstef í öllum hans ritstörfum. Sótti hann þar í hefð svokallaðs náttúruréttar.

Þegar Grotius var við það að komast á miðjan aldur varð hann þátttakandi í lítt spennandi og harla tilgangslausum guðfræðilegum deilum, sem voru engu að síður rammpólitískar. Enduðu þær deilur með því að hann var fangelsaður af yfirvöldum í Hollandi. Eftir að hafa í fáein ár reynt að vinna að ritstörfum í klefa sínum sá hann ekki annan kost í stöðunni heldur en að flýja fangelsið á reyfarakenndan hátt með aðstoð konu sinnar. Settist hann að í París þar sem hann skrifaði meistaraverk sitt De iure belli ac pacis. Verkið sem kom út árið 1625 varð gríðarlega áhrifamikið og tryggði honum bæði sérstakan og ábátasaman starfsferil sem erindreki. Meðal atvinnuveitenda hans var sænska ríkið og á Grotius það sameiginlegt með franska heimspekingnum René Descartes að þjónusta við þá hirð í norðri gat verið hættuleg viðkvæmri heilsu heimspekinga. Erfið sjóferð yfir Eystrasaltið varð Grotiusi að aldurtila síðsumars árið 1645. Sagt er að síðustu orð hans hafi verið á þá leið að hann hafi ekki talið sig hafa áorkað neinu. Áhrif hugmynda hans og orðspor langt fram á átjándu öld eru ekki í samræmi við þann sjálfsdóm.

Um lög stríðs og friðar (De iure belli ac pacis) fjallar eins og nafnið gefur til kynna um hvers konar valdi er réttlætanlegt að beita aðra. Kenningu sína byggði Grotius á náttúrurétti, en slíkur réttur er flókið fyrirbæri sem á sér margbrotna sögu sem ekki verða gerð skil hér. Skyld hugtök eru svokölluð náttúrulög og náttúrulagakenningar. Skilgreiningar þessara hugtaka eru nokkuð á reiki og geta raunar öll hugtökin átt við kenningu Grotiusar. Grunnhugmyndin er sú að eitthvað bindi allar þjóðir og einstaklinga í gerðum þeirra óháð aðstöðu og menningu þeirra; hugmyndin gerir sem sagt ráð fyrir einhvers konar hlutlægum siðferðilegum veruleika. Náttúruréttur hefur verið að sækja í sig veðrið að nýju eftir að hafa misst nokkuð af áhrifamætti sínum um miðja átjándu öld.



Um lög stríðs og friðar (De iure belli ac pacis) kom fyrst út árið 1625.

Náttúruréttur er lögmál; nokkurs konar forskrift fyrir hegðun. Hann boðar að hverjum og einum (og hópum og samfélögum) beri að gera eitthvað vegna þess að það er gott. Flest mál eiga sér niðurstöðu sem er eftirsóknarverð og siðferðilega nauðsynleg. Niðurstaðan getur því skapað rétt eða réttindi fyrir einstaklinga eða hópa þeirra. Heimspekilegar forsendur þess að Grotius sækir í þessa kenningu eru tvær. Annars vegar átti þessi siðferðilega hluthyggja að standa traustum fótum gagnvart þeirri heimspekilegu efahyggju sem átti ákveðnum vinsældum að fagna undir lok sextándu aldar. Hins vegar var hún andstæð þeirri siðfræðilegu guðfræði sem kom fram við siðaskipti sem lagði áherslu á orð ritningarinnar framar verufræðilegum rannsóknum. Grotius varð alræmdur fyrir að gefa í skyn að kenning hans væri jafn rétt þótt það væri leitt í ljós að Guð væri annaðhvort ekki til eða að hann hefði hvort sem er engan áhuga á mannlífinu.

Kenning Grotiusar er í stuttu máli sú að þær aðstæður geti komið upp að valdbeiting sé réttlætanleg. Hann bætir við að ástæðurnar sem menn gefa fyrir því að beita ofbeldi séu ekki allar jafn gildar og ítrekar að þrátt fyrir að valdbeiting geti verið réttlætanleg þá megi enn spyrja hvort framkvæmd hennar sé réttlátt. Rétturinn eða réttlætið í náttúruréttarhugtakinu getur haft þrenns konar merkingu. Í fyrsta lagi er þetta spurning um hvort ákveðin athöfn er réttlát eða ekki. Þar sker einungis skynsemin - hið náttúrulega leiðarljós - úr um hvort athöfnin sé góð eða ekki. Í öðru lagi vísar rétturinn til réttinda sem einhver hefur til að bera. Að lokum er hugtakið tengdara skyldu en rétti í þeim skilningi að náttúrurétturinn er eins og lögmál eða lög sem segja okkur hvað hverjum og einum ber að gera. Sá verufræðilegi grundvöllur sem skynsemin beinist að er ákveðin eðlishyggja um manninn. Tveir þættir sem stundum virðast ósamrýmanlegir ráða þar öllu að sögn Grotiusar. Annars vegar er maðurinn gæddur óbilandi sjálfsbjargarviðleitni og hins vegar er hver og einn félagsvera í eðli sínu. Þessir tveir þættir skapa þann siðferðilega veruleika sem náttúrurétturinn byggir á.

Í um það bil eina öld eftir dauða Grotiusar deildu heimspekingar grimmt um hversu mikið af náttúrurétti hans stæðist tímans tönn. Enginn gat rætt siðfræði og stjórnspeki án þess að taka tillit til kenningar hans. Í grófum dráttum má greina þessar hræringar í tvo flokka. Í annan flokkinn falla þeir sem deildu heimspekilegu sjónarhorni Grotiusar og lögðu meiri áherslu á frumspeki á kostnað guðfræði til þess að útskýra hinn siðferðilega veruleika. Sameiginlegt sjónarmið þessa hóps var að þar sem náttúruréttinum væri ætlað að útskýra siðferðileg boð hvers mannsbarns þá gæti ágreiningur milli kirkjudeilda ekki haft úrslitaáhrif á kenninguna. Hinn flokkurinn lagði aftur á móti meiri áherslu á takmarkanir heimspekinnar og þar af leiðandi siðferðiboðaskap ritningarinnar og mismunandi túlkanir kirkjudeilda. Á tímum upplýsingarinnar sættu báðar leiðirnar gagnrýni á mismunandi forsendum, sem svo gerði náttúrurétt að fræðilegum forngrip um tíma. Í dag fást fjölmargir heimspekingar þó við þessar hugmyndir og er Hugo Grotius einn þeirra hugsuða sem hvað helst er leitað til úr sögu náttúruréttarkenninga.

Á íslensku má fræðast um Hugo Grotius og náttúruréttarkenningar í eftirtöldum fræðigreinum:
  • Garðar Gíslason, „Náttúruréttur í nýju ljósi,“ Frelsið 5(2) (1984).
  • Hjördís Hákonardóttir, „Um náttúrurétt,“ Tímarit lögfræðinga 45(4) (1995).
  • Henry Alexander Henrysson, „Manndómur. Hugleiðingar um Jón Eiríksson og bakgrunn náttúruréttarkennslu hans,“ Hugur (2009).

Myndir:...