Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?

Sólrún Halla Einarsdóttir

Við segjum að vatn sé farið að sjóða þegar loftbólur eru teknar að myndast í vatninu og fljóta upp að yfirborði þess. Þetta gerist vegna þess að hluti vatnsins fer úr vökvaham (fljótandi vatn) yfir í gasham (vatnsgufa) og myndar þá loftbólurnar í vatninu. Þá er sagt að vatnið hafi náð suðumarki sínu, en það eru mörkin milli vökvahams og gashams efnis. Margir hafa eflaust heyrt sagt að suðumark vatns sé 100°C en í rauninni er málið aðeins flóknara en svo, suðumark veltur ekki bara á hitastigi heldur einnig á þrýstingi.

Vatnið fer úr vökvaham yfir í gasham þegar vatnssameindirnar hafa öðlast nægilega mikla hreyfiorku. Hreyfiorka sameindanna eykst með auknum hita en hún eykst einnig með lækkandi þrýstingi. Því gufar vatn upp við lægra hitastig, það er suðumark vatns er lægra, eftir því sem þrýstingur er lægri. Þetta sést vel á fasariti vatns sem sýnt er hér fyrir ofan, en nánar er sagt frá því í svari Einars Arnar Þorvaldssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið?

Þegar sagt er að vatn sjóði við 100°C er miðað við þrýstinginn 1 loftþyngd (e. atm, atmospheric pressure), en það er einmitt loftþrýstingur við sjávarmál. Eftir því sem hæð yfir sjávarmáli eykst minnkar þrýstingur lofts, einfaldlega vegna þess að magn andrúmslofts sem er ofan við gefinn hlut er minna en það væri við sjávarmál. Ef við hugsum okkur að upp frá hverjum fermetra á jörðinni liggi súla af andrúmslofti sjáum við að eftir því sem ofar dregur styttist súlan og massi hennar minnkar þá að sama skapi.

Borgin Denver í Colorado í Bandaríkjunum er um 1,6 km yfir sjávarmáli. Þar er suðumark vatns um 95°C.

Þar sem vatn sýður fyrr í mikilli hæð mætti halda að þar sé fljótlegra að sjóða mat, eins og kartöflur, en því er einmitt öfugt farið. Þar sem suðumark vatns er lægra þar nær vatnið ekki eins miklum hita áður en það gufar upp. Við sjóðum kartöflur með því að láta þær sitja í sjóðandi heitu vatni þangað til þær hafa soðið eða náð æskilegri mýkt. Í mikilli hæð getum við ekki eldað þær í jafn heitu vatni og nær sjávarmáli og því þarf að hafa þær lengur í vatninu áður en þær verða tilbúnar.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.8.2012

Spyrjandi

Þórhildur Björgvinsdóttir, f. 1998

Tilvísun

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2012. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60720.

Sólrún Halla Einarsdóttir. (2012, 21. ágúst). Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60720

Sólrún Halla Einarsdóttir. „Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2012. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60720>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?
Við segjum að vatn sé farið að sjóða þegar loftbólur eru teknar að myndast í vatninu og fljóta upp að yfirborði þess. Þetta gerist vegna þess að hluti vatnsins fer úr vökvaham (fljótandi vatn) yfir í gasham (vatnsgufa) og myndar þá loftbólurnar í vatninu. Þá er sagt að vatnið hafi náð suðumarki sínu, en það eru mörkin milli vökvahams og gashams efnis. Margir hafa eflaust heyrt sagt að suðumark vatns sé 100°C en í rauninni er málið aðeins flóknara en svo, suðumark veltur ekki bara á hitastigi heldur einnig á þrýstingi.

Vatnið fer úr vökvaham yfir í gasham þegar vatnssameindirnar hafa öðlast nægilega mikla hreyfiorku. Hreyfiorka sameindanna eykst með auknum hita en hún eykst einnig með lækkandi þrýstingi. Því gufar vatn upp við lægra hitastig, það er suðumark vatns er lægra, eftir því sem þrýstingur er lægri. Þetta sést vel á fasariti vatns sem sýnt er hér fyrir ofan, en nánar er sagt frá því í svari Einars Arnar Þorvaldssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið?

Þegar sagt er að vatn sjóði við 100°C er miðað við þrýstinginn 1 loftþyngd (e. atm, atmospheric pressure), en það er einmitt loftþrýstingur við sjávarmál. Eftir því sem hæð yfir sjávarmáli eykst minnkar þrýstingur lofts, einfaldlega vegna þess að magn andrúmslofts sem er ofan við gefinn hlut er minna en það væri við sjávarmál. Ef við hugsum okkur að upp frá hverjum fermetra á jörðinni liggi súla af andrúmslofti sjáum við að eftir því sem ofar dregur styttist súlan og massi hennar minnkar þá að sama skapi.

Borgin Denver í Colorado í Bandaríkjunum er um 1,6 km yfir sjávarmáli. Þar er suðumark vatns um 95°C.

Þar sem vatn sýður fyrr í mikilli hæð mætti halda að þar sé fljótlegra að sjóða mat, eins og kartöflur, en því er einmitt öfugt farið. Þar sem suðumark vatns er lægra þar nær vatnið ekki eins miklum hita áður en það gufar upp. Við sjóðum kartöflur með því að láta þær sitja í sjóðandi heitu vatni þangað til þær hafa soðið eða náð æskilegri mýkt. Í mikilli hæð getum við ekki eldað þær í jafn heitu vatni og nær sjávarmáli og því þarf að hafa þær lengur í vatninu áður en þær verða tilbúnar.

Heimildir:

Myndir:...