Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvar heldur íslenski lundinn sig á veturna?

Jón Már Halldórsson

Lundi (Fratercula arctica) er sjófugl af ætt svartfugla. Hann er algengur í Norður-Atlantshafi, mörg stór vörp eru í Noregi, Færeyjum og á Bretlandseyjum og einnig eru stór vörp á Íslandi, til dæmis í Vestmannaeyjum. Lundinn lifir stóran hluta ársins úti á reginhafi, allt frá ströndum Kanada, með vesturströnd Evrópu og norðurströnd Rússlands.

Útbreiðslukort lundans.

Lengi vel var eina vitneskja fuglafræðinga um vetrardvalarstöðvar lundans byggð á endurheimtum dauðra fugla sem fundust úti á rúmsjó. Á undanförnum árum hafa vísindamenn hins vegar fengið nákvæmari og áreiðanlegri mynd af því hvar lundar halda sig yfir veturinn. Lundinn kemur aðeins á land á varptíma. Strax eftir að pysjan (kofan) yfirgefur hreiðrið fer hún á haf út og skömmu síðar fara foreldrarnir einnig úr varpbyggðunum og halda út á haf.

Nokkrar rannsóknir hafa farið fram á vetrarstöðvum lundans á Norðaustur-Atlantshafi. Lundar sem verpa við austurströnd Skotlands halda sig að mestu yfir veturinn á Norðursjónum og á hafsvæðinu fyrir norðan Skotland og umhverfis Orkneyjar og Hjaltlandseyjar. Þegar vorið gengur í garð og varptíminn nálgast verður þéttleikinn mestur við ströndina, næst fuglabjörgunum.

Umtalsvert lundavarp er einnig við Norður-Noreg, meðal annars við Lófóten. Lundar sem þar voru merktir með GPS-sendi, þannig að hægt væri að fylgjast með ferðum þeirra á veturna, héldu sig vestur af Lófoten og allt norður í Barentshaf.

Lundinn heldur sig á hafi úti yfir vetrartímann.

En hvert fer „íslenski“ lundinn á veturna? Allar líkur eru á því að lundar sem verpa sunnanlands, meðal annars í Vestmannaeyjum, haldi til djúpt suður af landinu. Til dæmis hafa íslenskri lundar sést við Nýfundnaland og á hafsvæðinu suður af Grænlandi.

Rannsókn sem gerð var á fæðunámi lunda yfir vetrartímann á landgrunninu við Færeyjar og á rúmsjónum milli Noregs, Færeyja og Íslands sýndi að laxsíld (Benthusema glaicalis) og dílasmokkur (Gonatus fabricii) voru algengasta fæða hans á hafsvæðinu milli Noregs, Færeyja og Íslands en á landgrunninu við Færeyjar voru ljósátur (Eupahusiidae) og önnur sviflæg krabbadýr og fiskar eins og sandsíli (Ammodytes sp.) og loðna (Mallotus villotus) helsta fæðan.

Heimildir og myndir:

  • Falk, K., J.-K. Jensen & K. Kampp 1992. Winter diet of Atlantic Puffins (Fratercula arctica) in the Northeast Atlantic. Colonial Waterbirds 15(2): 230-235.
  • Harris, M.P. o.fl. 2010. Wintering areas of adult Atlantic puffins Fratercula arctica from a North Sea colony as revealed by geolocation technology. Marine Biology 157(4): 827-836.
  • Anker-Nilssen, T. og T. Aarvak 2009. Salellite telemetry reveals post-breeding movements of Altantic puffins Fratercula arctica from Röst, North Norway. Polar biology 32(11): 1657-1664.
  • Kort: puffins.is. Myndin er upprunin á Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Vetrarmynd af lunda: The Telegraph. Höfundur myndar: Jan Vermeer.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.12.2011

Spyrjandi

Hilmar Stefánsson, Ásdis Þóra Ágústsdottir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar heldur íslenski lundinn sig á veturna?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2011. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60818.

Jón Már Halldórsson. (2011, 15. desember). Hvar heldur íslenski lundinn sig á veturna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60818

Jón Már Halldórsson. „Hvar heldur íslenski lundinn sig á veturna?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2011. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60818>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar heldur íslenski lundinn sig á veturna?
Lundi (Fratercula arctica) er sjófugl af ætt svartfugla. Hann er algengur í Norður-Atlantshafi, mörg stór vörp eru í Noregi, Færeyjum og á Bretlandseyjum og einnig eru stór vörp á Íslandi, til dæmis í Vestmannaeyjum. Lundinn lifir stóran hluta ársins úti á reginhafi, allt frá ströndum Kanada, með vesturströnd Evrópu og norðurströnd Rússlands.

Útbreiðslukort lundans.

Lengi vel var eina vitneskja fuglafræðinga um vetrardvalarstöðvar lundans byggð á endurheimtum dauðra fugla sem fundust úti á rúmsjó. Á undanförnum árum hafa vísindamenn hins vegar fengið nákvæmari og áreiðanlegri mynd af því hvar lundar halda sig yfir veturinn. Lundinn kemur aðeins á land á varptíma. Strax eftir að pysjan (kofan) yfirgefur hreiðrið fer hún á haf út og skömmu síðar fara foreldrarnir einnig úr varpbyggðunum og halda út á haf.

Nokkrar rannsóknir hafa farið fram á vetrarstöðvum lundans á Norðaustur-Atlantshafi. Lundar sem verpa við austurströnd Skotlands halda sig að mestu yfir veturinn á Norðursjónum og á hafsvæðinu fyrir norðan Skotland og umhverfis Orkneyjar og Hjaltlandseyjar. Þegar vorið gengur í garð og varptíminn nálgast verður þéttleikinn mestur við ströndina, næst fuglabjörgunum.

Umtalsvert lundavarp er einnig við Norður-Noreg, meðal annars við Lófóten. Lundar sem þar voru merktir með GPS-sendi, þannig að hægt væri að fylgjast með ferðum þeirra á veturna, héldu sig vestur af Lófoten og allt norður í Barentshaf.

Lundinn heldur sig á hafi úti yfir vetrartímann.

En hvert fer „íslenski“ lundinn á veturna? Allar líkur eru á því að lundar sem verpa sunnanlands, meðal annars í Vestmannaeyjum, haldi til djúpt suður af landinu. Til dæmis hafa íslenskri lundar sést við Nýfundnaland og á hafsvæðinu suður af Grænlandi.

Rannsókn sem gerð var á fæðunámi lunda yfir vetrartímann á landgrunninu við Færeyjar og á rúmsjónum milli Noregs, Færeyja og Íslands sýndi að laxsíld (Benthusema glaicalis) og dílasmokkur (Gonatus fabricii) voru algengasta fæða hans á hafsvæðinu milli Noregs, Færeyja og Íslands en á landgrunninu við Færeyjar voru ljósátur (Eupahusiidae) og önnur sviflæg krabbadýr og fiskar eins og sandsíli (Ammodytes sp.) og loðna (Mallotus villotus) helsta fæðan.

Heimildir og myndir:

  • Falk, K., J.-K. Jensen & K. Kampp 1992. Winter diet of Atlantic Puffins (Fratercula arctica) in the Northeast Atlantic. Colonial Waterbirds 15(2): 230-235.
  • Harris, M.P. o.fl. 2010. Wintering areas of adult Atlantic puffins Fratercula arctica from a North Sea colony as revealed by geolocation technology. Marine Biology 157(4): 827-836.
  • Anker-Nilssen, T. og T. Aarvak 2009. Salellite telemetry reveals post-breeding movements of Altantic puffins Fratercula arctica from Röst, North Norway. Polar biology 32(11): 1657-1664.
  • Kort: puffins.is. Myndin er upprunin á Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Vetrarmynd af lunda: The Telegraph. Höfundur myndar: Jan Vermeer.
...