Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hægt er að rekja þá venju að tala um höf og meginlönd á tunglinu til stjörnufræðinga 17. aldar. Þeir töldu að stóru dökku svæðin á tunglinu væru höf eins og við þekkjum á jörðinni og gáfu þeim latneska nafnið maria sem þýðir höf, mare í eintölu. Að sama skapi töldu stjörnufræðingarnir að ljósu svæðin væru meginlönd sem risu upp úr höfunum.
Á tunglinu eru hins vegar engin höf eða vötn og dökku svæðin eru dældir sem mynduðust við árekstra geimgrýtis eða smástirna. Dældirnar fylltust síðan af hrauni þegar tunglið var enn eldvirkt.
Dökku svæðin á tunglinu minna á höf og þau ljósu á meginlönd sem rísa upp úr höfunum. Dökku svæðin eru dældir, fullar af hrauni.
Dældirnar eru um tveimur til fimm km undir meðalhæð yfirborðs tunglsins en ljósu svæðin, eða meginlöndin, rísa nokkra km yfir meðalhæð. Ljósu svæðin eru einnig nefnd hálendi tunglsins.
Ástæðan fyrir því að dældirnar líkjast höfum er sú að dökkleita bergið í þeim endurkastar minna sólarljósi en ljósara bergið á hálendissvæðunum. Sé horft á tunglið frá jörðu lítur bergið í dældunum því út eins og dökk höf. Þegar stjörnufræðingar 17. aldar horfðu á tunglið er ekkert skrýtið að þeir hafi talið að þar væru höf og meginlönd. Þessi fyrirbæri þekktu þeir vel frá jörðinni. Og það sama gildir um okkur þegar við horfum á tunglið! Munurinn er hins vegar sá að við vitum meira í dag en stjörnufræðingar 17. aldar.
Heimild og frekara lesefni:
JGÞ. „Hvers vegna er eins og það séu meginlönd og höf á tunglinu ef maður horfir á það með berum augum?“ Vísindavefurinn, 21. október 2011, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60901.
JGÞ. (2011, 21. október). Hvers vegna er eins og það séu meginlönd og höf á tunglinu ef maður horfir á það með berum augum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60901
JGÞ. „Hvers vegna er eins og það séu meginlönd og höf á tunglinu ef maður horfir á það með berum augum?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2011. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60901>.