Sólin Sólin Rís 07:11 • sest 19:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:25 • Sest 01:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 14:53 í Reykjavík

Hvað eru mörg göt á tunglinu?

EDS

Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum og hins vegar eru inn á milli þeirra yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (sem eru þó ekki höf heldur miklar hraunbreiður). Nánar er fjallað um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig lítur yfirborð tunglsins út?

Nú er ekki alveg ljóst hvað spyrjendur eiga við með orðinu “göt”, hvort þeir eiga við hversu margir gígar eru á tunglinu öllu, hvort “göt” vísa til dökku svæðanna, hafanna, sem vissulega geta litið út eins og holur eða hvort þeir eiga við eitthvað allt annað.

Yfirborð tunglsins er alsett gígum sem orðið hafa til við árekstur loftsteina.

Ef átt er við gíga almennt þá er fjallað um þá í svari við spurningunni Hvað eru margir gígar á tunglinu? Þar segir:
Gögn sem safnað hefur verið bæði í mönnuðum og ómönnuðum tunglferðum gefa til kynna að gígar á yfirborði tunglsins, yfir einn metri í þvermál, nemi þremur billjónum að tölu (3.000.000.000.000).

Stærstu gígar tunglsins nema hundruðum kílómetra að þvermáli. Flestir gígarnir hafa orðið til við árekstur loftsteina við tunglið, aðrir kunna að vera til komnir af eldvirkni en það er þó óvíst.

Við þetta má bæta að talið er að um hálf millljón gíga á tunglinu sé yfir 1 km í þvermál.

Þó gígarnir á tunglinu séu flestir ævafornir þá eru þeir það ekki allir. Til dæmis náðist mynd af því þegar lítill árekstrargígur varð til þann 2. maí 2006. Gígur þessi reyndist vera um 14 m í þvermál og um 3 m á dýpt. Með því að smella hér má sjá áreksturinn á mynd. Á Wikipedia er að finna lista yfir hluta þeirra gíga sem eru á tunglinu, nöfn þeirra, þvermál og við hvað eða hvern þeir eru kenndir.

Ef spyrjendur eiga hins vegar við dökku svæðin á tunglinu, höfin, þegar þeir tala um “göt” þá er fjallað um þau í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Eru vötn á tunglinu? Þar segir meðal annars:
Tunglhöfin þekja um 16% af yfirborði tunglsins. Þau urðu til við geysimikla árekstra geimgrýtis eða smástirna við tunglið. Við árekstrana mynduðust stórar dældir, sem síðar fylltust af blágrýtishrauni meðan tunglið var enn eldvirkt ... Dökkleitt bergið í höfunum endurkastar ekki eins miklu sólarljósi og bergið á hálendissvæðunum og virðast því höfin dekkri.

Á Wikipedia er líka að finna lista yfir höfin á tunglinu, stór og smá. Samkvæmt þeim lista eru 23 fyrirbæri á tunglinu sem flokkast sem höf (lunar maria og oceanus), 20 fyrirbæri sem kalla mætti vötn (lunar lacus) en það eru basaltbreiður af svipuðum uppruna og höfin bara minni að flatarmáli og 14 skyld fyrirbæri sem kannski mætti kalla flóa (lunar sinus og palus). Ef hægt er að kalla öll þessi fyrirbæri göt þá eru þau 57.

Mynd: Flickr. Mynd birt af NASA Goddard Space Flight Center. (Sótt 27.6.2018). Birt undir leyfinu Creative Commons 2.0.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.2.2008

Spyrjandi

Sara, Ellen, Magnús, Kolka, Margrét, Bryndís, Aníta, Salka, Eyjólfur og Alma

Tilvísun

EDS. „Hvað eru mörg göt á tunglinu?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2008. Sótt 25. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7102.

EDS. (2008, 25. febrúar). Hvað eru mörg göt á tunglinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7102

EDS. „Hvað eru mörg göt á tunglinu?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2008. Vefsíða. 25. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7102>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg göt á tunglinu?
Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum og hins vegar eru inn á milli þeirra yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (sem eru þó ekki höf heldur miklar hraunbreiður). Nánar er fjallað um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig lítur yfirborð tunglsins út?

Nú er ekki alveg ljóst hvað spyrjendur eiga við með orðinu “göt”, hvort þeir eiga við hversu margir gígar eru á tunglinu öllu, hvort “göt” vísa til dökku svæðanna, hafanna, sem vissulega geta litið út eins og holur eða hvort þeir eiga við eitthvað allt annað.

Yfirborð tunglsins er alsett gígum sem orðið hafa til við árekstur loftsteina.

Ef átt er við gíga almennt þá er fjallað um þá í svari við spurningunni Hvað eru margir gígar á tunglinu? Þar segir:
Gögn sem safnað hefur verið bæði í mönnuðum og ómönnuðum tunglferðum gefa til kynna að gígar á yfirborði tunglsins, yfir einn metri í þvermál, nemi þremur billjónum að tölu (3.000.000.000.000).

Stærstu gígar tunglsins nema hundruðum kílómetra að þvermáli. Flestir gígarnir hafa orðið til við árekstur loftsteina við tunglið, aðrir kunna að vera til komnir af eldvirkni en það er þó óvíst.

Við þetta má bæta að talið er að um hálf millljón gíga á tunglinu sé yfir 1 km í þvermál.

Þó gígarnir á tunglinu séu flestir ævafornir þá eru þeir það ekki allir. Til dæmis náðist mynd af því þegar lítill árekstrargígur varð til þann 2. maí 2006. Gígur þessi reyndist vera um 14 m í þvermál og um 3 m á dýpt. Með því að smella hér má sjá áreksturinn á mynd. Á Wikipedia er að finna lista yfir hluta þeirra gíga sem eru á tunglinu, nöfn þeirra, þvermál og við hvað eða hvern þeir eru kenndir.

Ef spyrjendur eiga hins vegar við dökku svæðin á tunglinu, höfin, þegar þeir tala um “göt” þá er fjallað um þau í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Eru vötn á tunglinu? Þar segir meðal annars:
Tunglhöfin þekja um 16% af yfirborði tunglsins. Þau urðu til við geysimikla árekstra geimgrýtis eða smástirna við tunglið. Við árekstrana mynduðust stórar dældir, sem síðar fylltust af blágrýtishrauni meðan tunglið var enn eldvirkt ... Dökkleitt bergið í höfunum endurkastar ekki eins miklu sólarljósi og bergið á hálendissvæðunum og virðast því höfin dekkri.

Á Wikipedia er líka að finna lista yfir höfin á tunglinu, stór og smá. Samkvæmt þeim lista eru 23 fyrirbæri á tunglinu sem flokkast sem höf (lunar maria og oceanus), 20 fyrirbæri sem kalla mætti vötn (lunar lacus) en það eru basaltbreiður af svipuðum uppruna og höfin bara minni að flatarmáli og 14 skyld fyrirbæri sem kannski mætti kalla flóa (lunar sinus og palus). Ef hægt er að kalla öll þessi fyrirbæri göt þá eru þau 57.

Mynd: Flickr. Mynd birt af NASA Goddard Space Flight Center. (Sótt 27.6.2018). Birt undir leyfinu Creative Commons 2.0.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....