Sólin Sólin Rís 10:31 • sest 15:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:37 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:22 • Síðdegis: 14:00 í Reykjavík

Eru einhverjar aðrar lífverur en menn sem éta evrópska broddgöltinn?

EDS

Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir. Annars vegar eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og hins vegar svokallaða rottugelti (Galericinae). Eins og nafnið ber með sér líkjast rottugeltir rottum og hafa ekki sams konar brodda á bakinu og hinir eiginlegu broddgeltir.

Eiginlegir broddgeltir finnast í Evrópu, Asíu og Afríku. Til eiginlegra broddgalta teljast 16 tegundir í 5 ættkvíslum. Eitt helsta sameiginlega einkenni þeirra er að hárin á baki þeirra eru ummynduð í varnartæki sem eru harðir og hvassir broddar.

Evrópski broddgölturinn nefnist Erinaceus europaeus. Fyrr á tímum voru broddgeltir stundum notaðir til matargerðar en að því er Vísindavefurinn best veit eru þeir ekki algengur matur á borðum manna í dag, alla vega ekki í hinum vestræna heimi. Hins vegar má vel vera að einhvers staðar þyki þeir herramannsmatur.

Erfitt er að komast að evrópska broddgeltinum þegar hann er búinn að hnipra sig saman í kúlu!

Fullorðnir broddgeltir eiga sér fáa óvini í náttúrunni enda eru þeir vel varðir af broddunum sem þekja bæði bak þeirra og síður. Auk þess hafa þeir afar sérhæfða vöðva sem gera þeim kleift að hnipra sig saman í kúlu eða harðan hnút og samtímis strekkja þeir á bakvöðvunum þannig að broddarnir rísa hvasst út. Á þennan hátt mynda dýrin eins konar virki um sig sem erfitt er fyrir rándýr að komast í gegnum. Þótt fullvaxta broddgeltir eigi sér ekki marga óvini þá eru ungarnir auðveld bráð þar sem broddarnir koma ekki fram fyrstu vikurnar.

Fullvaxnir broddgeltir eru þó ekki alveg óhultir því vissulega eru til dýrategundir sem hafa náð að sjá við þessum öflugu vörnum sem broddarnir eru. Á Bretlandseyjum eru greifingjar helstu óvinir broddgalta. Þeir notast við sérlega gott lyktarskyn til þess að finna broddgelti í vetrardvala. Þegar broddgöltur er fundinn getur greifinginn komið klónum í lítið gat sem er á kúlunni sem broddgölturinn myndar og náð þannig að „opna“ broddgöltinn. Þá er greið leið að óvörðum maga broddgaltarins og dagar hans þar með taldir.

Annað dæmi um dýr sem geta reynst broddgöltum skeinuhætt eru refir en þeir geta verið það snöggir að ráðast til atlögu að broddgölturinn nær ekki að hnipra sig saman í kúlu. Refir ráðast þó venjulega ekki á fullorðna og fullfríska broddgelti heldur frekar ungviði, veik dýr eða gæða sér á broddgöltum sem þegar eru dauðir.

Fleiri rándýr hafa broddgelti á matseðli sínum, til dæmis einhverjar fuglategundir, en öll þurfa þau að hafa fundið leið til þess að komast fram hjá broddunum og að óvarða hluta dýrsins.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

20.10.2011

Spyrjandi

Þorsteinn Ingi Arnarson

Tilvísun

EDS. „Eru einhverjar aðrar lífverur en menn sem éta evrópska broddgöltinn?“ Vísindavefurinn, 20. október 2011. Sótt 26. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=60959.

EDS. (2011, 20. október). Eru einhverjar aðrar lífverur en menn sem éta evrópska broddgöltinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60959

EDS. „Eru einhverjar aðrar lífverur en menn sem éta evrópska broddgöltinn?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2011. Vefsíða. 26. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60959>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru einhverjar aðrar lífverur en menn sem éta evrópska broddgöltinn?
Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir. Annars vegar eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og hins vegar svokallaða rottugelti (Galericinae). Eins og nafnið ber með sér líkjast rottugeltir rottum og hafa ekki sams konar brodda á bakinu og hinir eiginlegu broddgeltir.

Eiginlegir broddgeltir finnast í Evrópu, Asíu og Afríku. Til eiginlegra broddgalta teljast 16 tegundir í 5 ættkvíslum. Eitt helsta sameiginlega einkenni þeirra er að hárin á baki þeirra eru ummynduð í varnartæki sem eru harðir og hvassir broddar.

Evrópski broddgölturinn nefnist Erinaceus europaeus. Fyrr á tímum voru broddgeltir stundum notaðir til matargerðar en að því er Vísindavefurinn best veit eru þeir ekki algengur matur á borðum manna í dag, alla vega ekki í hinum vestræna heimi. Hins vegar má vel vera að einhvers staðar þyki þeir herramannsmatur.

Erfitt er að komast að evrópska broddgeltinum þegar hann er búinn að hnipra sig saman í kúlu!

Fullorðnir broddgeltir eiga sér fáa óvini í náttúrunni enda eru þeir vel varðir af broddunum sem þekja bæði bak þeirra og síður. Auk þess hafa þeir afar sérhæfða vöðva sem gera þeim kleift að hnipra sig saman í kúlu eða harðan hnút og samtímis strekkja þeir á bakvöðvunum þannig að broddarnir rísa hvasst út. Á þennan hátt mynda dýrin eins konar virki um sig sem erfitt er fyrir rándýr að komast í gegnum. Þótt fullvaxta broddgeltir eigi sér ekki marga óvini þá eru ungarnir auðveld bráð þar sem broddarnir koma ekki fram fyrstu vikurnar.

Fullvaxnir broddgeltir eru þó ekki alveg óhultir því vissulega eru til dýrategundir sem hafa náð að sjá við þessum öflugu vörnum sem broddarnir eru. Á Bretlandseyjum eru greifingjar helstu óvinir broddgalta. Þeir notast við sérlega gott lyktarskyn til þess að finna broddgelti í vetrardvala. Þegar broddgöltur er fundinn getur greifinginn komið klónum í lítið gat sem er á kúlunni sem broddgölturinn myndar og náð þannig að „opna“ broddgöltinn. Þá er greið leið að óvörðum maga broddgaltarins og dagar hans þar með taldir.

Annað dæmi um dýr sem geta reynst broddgöltum skeinuhætt eru refir en þeir geta verið það snöggir að ráðast til atlögu að broddgölturinn nær ekki að hnipra sig saman í kúlu. Refir ráðast þó venjulega ekki á fullorðna og fullfríska broddgelti heldur frekar ungviði, veik dýr eða gæða sér á broddgöltum sem þegar eru dauðir.

Fleiri rándýr hafa broddgelti á matseðli sínum, til dæmis einhverjar fuglategundir, en öll þurfa þau að hafa fundið leið til þess að komast fram hjá broddunum og að óvarða hluta dýrsins.

Heimildir og mynd: