Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Hvað er gegnumtrekkur?

Trausti Jónsson

Vindur er loft á hreyfingu. Misjafn loftþrýstingur er langalgengasta ástæða þess að vindur kviknar, þrýstingurinn er ekki sá sami á einum stað og öðrum. Ástæður þrýstimunarins geta verið býsna margslungnar, en vindurinn verður til þegar loft fer að streyma frá hærri þrýstingi í átt að þeim lægri. Það tekur tíma og margt mótar, tefur og truflar vindinn á leið hans.

En lítum á nokkur einföld dæmi um tilurð vinds innanhúss. Vindur er þar oftast lítill en hann getur þó bæði skellt hurðum og feykt léttum hlutum úr stað. Fyrsta dæmið er úr venjulegri blokkaríbúð þar sem enginn gluggi er í baðherbergi. Til að koma í veg fyrir að lykt úr baðherberginu berist um allt húsið er þar undantekningarlítið komið fyrir lofttúðu sem liggur út í rör sem síðan liggur upp á þak eða aðra leið út. Þar uppi, eða við lofttúðuna sjálfa, er oftast komið fyrir dælu/viftu. Þessi dæla sér um að lægsti þrýstingur í íbúðinni er við túðuopið (mynd 1). Þetta hefur þær afleiðingar að loft alls staðar úr íbúðinni dregst hægt í átt til baðherbergisins.

Mynd 1. Loft í lokaðri íbúð leitar í átt að lægsta þrýstingi sem venjulega er við dælu/viftu baðherbergisins.

Í einstökum tilvikum getur þetta streymi raskast vegna þess að gluggar eða útihurðir eru opnaðar eða að önnur vifta fer í gang í eldhúsinu. En á myndinni sjáum við einhvers konar meðalástand sem dregur líka loft inn í íbúðina í gegnum óþéttar hurðir og gluggaop í stað þess sem út um túðuna fer, þannig að loftskipti verða.

Í aðalatriðum má kalla þetta lárétt streymi lofts sem auðvitað er ekkert annað en vindur. Þrýstingur er lægstur í baðherberginu og þar finnst vindurinn mjög greinilega ef hendi er lögð við lofttúðuopið. Orkuuppsprettan í þessu tilviki er rafmagnið sem knýr viftuna.

Dæmi um lóðrétt streymi má einnig finna í íbúðinni. Það er við volga eða heita ofna. Loft sem snertir þá leitar upp vegna þess að það er hlýrra og þar með léttara en loftið lengra frá þeim. Þó að þessi lóðrétti vindur (uppstreymi) sé ekki mikill má stundum finna hann með því að leggja höndina yfir ofninn án þess að snerta hann.

Uppstreymið veldur einnig láréttum straumum (vindum) í herbergi, inn að ofni með gólfi og frá þeim ofar. Vindarnir eru þó svo litlir að þeir finnast varla. Þessi einfalda hringrás verður fljótt flókin séu aðrar hitauppsprettur í gangi, til dæmis ef skært sólskin skín inn um gluggann eða þá að gluggatjöld eða syllur trufla uppstreymið. Orkan sem knýr þessa innanhússvinda er heitt vatnið í ofninum, nokkru heitara en loftið í íbúðinni.

Mynd 2. Loftstreymi inn og út úr húsi. Útidyr opnaðar á köldum degi, kalt loft streymir hratt inn í húsið með gólfum.

Öllu eindregnara ferli verður þegar útidyr eru opnaðar á köldum vetrardegi. Meðan dyrnar eru lokaðar gerist lítið, en um leið og opnað er er eins og stífla bresti (mynd 2). Kalt loft að utan streymir inn með gólfinu, en hlýtt inniloftið fer út í vindstróki uppi undir lofti.

Kyndingin í húsinu (hitaveitan), rafmagnstækin og mannfólkið hita loftið og byggja upp ákveðna staðorku gagnvart kalda loftinu. Þessi staðorka losnar úr læðingi þegar dyrnar eru opnaðar. Séu þær nógu lengi opnar streymir kalda loftið inn um allt húsið með gólfunum. Vindurinn finnst mjög greinilega og af sama tagi er trekkur við opna glugga.

Mynd 3. Gegnumtrekkur á sólardegi. Gegnumtrekkur verður oft nægilega sterkur til að skella þungum hurðum og feykja til pappír og jafnvel þyngri hlutum.

Enn dramatískara getur ástandið orðið á hlýjum sólskinsdegi þegar sólin hitar suðurhlið hússins. Loft streymir þar upp með húsveggnum og loft frá hliðunum kemur í staðinn, kaldara er í skugganum norðan í móti. Ef dyr eru opnaðar sunnan megin í húsinu og síðan einnig að norðanverðu æðir kalda loftið inn að utan, (sjá mynd 3) það hvessir í húsinu, pappír og jafnvel þyngri hlutir takast á loft og sennilega skellist einhver hurð á leiðinni aftur.


Þetta svar og myndirnar sem því fylgja eru fengnar af vef Veðurstofunnar og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

9.8.2017

Spyrjandi

Egill Einarsson, Kristrún Helga

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvað er gegnumtrekkur?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2017. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=61063.

Trausti Jónsson. (2017, 9. ágúst). Hvað er gegnumtrekkur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61063

Trausti Jónsson. „Hvað er gegnumtrekkur?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2017. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61063>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er gegnumtrekkur?
Vindur er loft á hreyfingu. Misjafn loftþrýstingur er langalgengasta ástæða þess að vindur kviknar, þrýstingurinn er ekki sá sami á einum stað og öðrum. Ástæður þrýstimunarins geta verið býsna margslungnar, en vindurinn verður til þegar loft fer að streyma frá hærri þrýstingi í átt að þeim lægri. Það tekur tíma og margt mótar, tefur og truflar vindinn á leið hans.

En lítum á nokkur einföld dæmi um tilurð vinds innanhúss. Vindur er þar oftast lítill en hann getur þó bæði skellt hurðum og feykt léttum hlutum úr stað. Fyrsta dæmið er úr venjulegri blokkaríbúð þar sem enginn gluggi er í baðherbergi. Til að koma í veg fyrir að lykt úr baðherberginu berist um allt húsið er þar undantekningarlítið komið fyrir lofttúðu sem liggur út í rör sem síðan liggur upp á þak eða aðra leið út. Þar uppi, eða við lofttúðuna sjálfa, er oftast komið fyrir dælu/viftu. Þessi dæla sér um að lægsti þrýstingur í íbúðinni er við túðuopið (mynd 1). Þetta hefur þær afleiðingar að loft alls staðar úr íbúðinni dregst hægt í átt til baðherbergisins.

Mynd 1. Loft í lokaðri íbúð leitar í átt að lægsta þrýstingi sem venjulega er við dælu/viftu baðherbergisins.

Í einstökum tilvikum getur þetta streymi raskast vegna þess að gluggar eða útihurðir eru opnaðar eða að önnur vifta fer í gang í eldhúsinu. En á myndinni sjáum við einhvers konar meðalástand sem dregur líka loft inn í íbúðina í gegnum óþéttar hurðir og gluggaop í stað þess sem út um túðuna fer, þannig að loftskipti verða.

Í aðalatriðum má kalla þetta lárétt streymi lofts sem auðvitað er ekkert annað en vindur. Þrýstingur er lægstur í baðherberginu og þar finnst vindurinn mjög greinilega ef hendi er lögð við lofttúðuopið. Orkuuppsprettan í þessu tilviki er rafmagnið sem knýr viftuna.

Dæmi um lóðrétt streymi má einnig finna í íbúðinni. Það er við volga eða heita ofna. Loft sem snertir þá leitar upp vegna þess að það er hlýrra og þar með léttara en loftið lengra frá þeim. Þó að þessi lóðrétti vindur (uppstreymi) sé ekki mikill má stundum finna hann með því að leggja höndina yfir ofninn án þess að snerta hann.

Uppstreymið veldur einnig láréttum straumum (vindum) í herbergi, inn að ofni með gólfi og frá þeim ofar. Vindarnir eru þó svo litlir að þeir finnast varla. Þessi einfalda hringrás verður fljótt flókin séu aðrar hitauppsprettur í gangi, til dæmis ef skært sólskin skín inn um gluggann eða þá að gluggatjöld eða syllur trufla uppstreymið. Orkan sem knýr þessa innanhússvinda er heitt vatnið í ofninum, nokkru heitara en loftið í íbúðinni.

Mynd 2. Loftstreymi inn og út úr húsi. Útidyr opnaðar á köldum degi, kalt loft streymir hratt inn í húsið með gólfum.

Öllu eindregnara ferli verður þegar útidyr eru opnaðar á köldum vetrardegi. Meðan dyrnar eru lokaðar gerist lítið, en um leið og opnað er er eins og stífla bresti (mynd 2). Kalt loft að utan streymir inn með gólfinu, en hlýtt inniloftið fer út í vindstróki uppi undir lofti.

Kyndingin í húsinu (hitaveitan), rafmagnstækin og mannfólkið hita loftið og byggja upp ákveðna staðorku gagnvart kalda loftinu. Þessi staðorka losnar úr læðingi þegar dyrnar eru opnaðar. Séu þær nógu lengi opnar streymir kalda loftið inn um allt húsið með gólfunum. Vindurinn finnst mjög greinilega og af sama tagi er trekkur við opna glugga.

Mynd 3. Gegnumtrekkur á sólardegi. Gegnumtrekkur verður oft nægilega sterkur til að skella þungum hurðum og feykja til pappír og jafnvel þyngri hlutum.

Enn dramatískara getur ástandið orðið á hlýjum sólskinsdegi þegar sólin hitar suðurhlið hússins. Loft streymir þar upp með húsveggnum og loft frá hliðunum kemur í staðinn, kaldara er í skugganum norðan í móti. Ef dyr eru opnaðar sunnan megin í húsinu og síðan einnig að norðanverðu æðir kalda loftið inn að utan, (sjá mynd 3) það hvessir í húsinu, pappír og jafnvel þyngri hlutir takast á loft og sennilega skellist einhver hurð á leiðinni aftur.


Þetta svar og myndirnar sem því fylgja eru fengnar af vef Veðurstofunnar og birt hér með góðfúslegu leyfi....