Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?

Emelía Eiríksdóttir

Við framleiðslu á rauðvíni eru notuð dökk vínber. Hýði berjanna er látið gerjast, ásamt aldinkjötinu, safanum og steinunum. Ljós vínber eru hins vegar notuð til að búa til hvítvín; þá er hýðið vanalega skilið frá og það sem eftir stendur er látið gerjast.

Eiginleikar ólíkra rauðvína koma úr vínberjunum og er leitast við að bæta sem fæstum aukaefnum út í vínið. Þótt reynt sé að framleiða því sem næst eins vínber fyrir hvert rauðvín hverju sinni tekst það aldrei fullkomlega. Náttúran hefur mikil áhrif á útkomuna, sólskin, regn og vindur, allt hefur það sitt að segja um bragð vínsins. Því er oft nauðsynlegt að bæta einhverjum aukaefnum út í vínið, enda þarf að hafa stjórn á mörgum þáttum til að geta framleitt svipað vín ár eftir ár. Brennisteinstvíildi eða brennisteinsdíoxíði (SO2) er til dæmis bætt út í til að koma í veg fyrir sveppa- og örverugróður. Ef sykurinnihald vínberjanna reynist of lágt er sykri bætt út í, annaðhvort í byrjun gerjunar eða eftir að hýðið og steinarnir hafa verið skilin frá. Sýrustig rauðvínsins er mikilvægur eiginleiki þess. Það er vanalega í kringum 3,5 og getur verið nauðsynlegt að stilla það af ef það reynist of hátt eða lágt frá náttúrunnar hendi. Ef sýrustigið er of hátt er vínsýru (e. tartaric acid) bætt út í.

Lit rauðvíns má rekja til hýðis dökkra vínberja.

Mörg önnur efni koma einnig við sögu í rauðvínsframleiðslu en þau verða ekki talin upp hér. Nautablóð kemur hins vegar hvergi nærri framleiðslu rauðvíns og er því ekki notað til að fá rauða litinn í rauðvíni. Rauðan lit rauðvína má rekja til hýðis vínberjanna, í þeim er nefnilega að finna ýmis litarefni sem eru rauð við lágt sýrustig eins og er til staðar í rauðvínum.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.3.2012

Spyrjandi

Árni Geirsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2012, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61152.

Emelía Eiríksdóttir. (2012, 21. mars). Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61152

Emelía Eiríksdóttir. „Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2012. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61152>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?
Við framleiðslu á rauðvíni eru notuð dökk vínber. Hýði berjanna er látið gerjast, ásamt aldinkjötinu, safanum og steinunum. Ljós vínber eru hins vegar notuð til að búa til hvítvín; þá er hýðið vanalega skilið frá og það sem eftir stendur er látið gerjast.

Eiginleikar ólíkra rauðvína koma úr vínberjunum og er leitast við að bæta sem fæstum aukaefnum út í vínið. Þótt reynt sé að framleiða því sem næst eins vínber fyrir hvert rauðvín hverju sinni tekst það aldrei fullkomlega. Náttúran hefur mikil áhrif á útkomuna, sólskin, regn og vindur, allt hefur það sitt að segja um bragð vínsins. Því er oft nauðsynlegt að bæta einhverjum aukaefnum út í vínið, enda þarf að hafa stjórn á mörgum þáttum til að geta framleitt svipað vín ár eftir ár. Brennisteinstvíildi eða brennisteinsdíoxíði (SO2) er til dæmis bætt út í til að koma í veg fyrir sveppa- og örverugróður. Ef sykurinnihald vínberjanna reynist of lágt er sykri bætt út í, annaðhvort í byrjun gerjunar eða eftir að hýðið og steinarnir hafa verið skilin frá. Sýrustig rauðvínsins er mikilvægur eiginleiki þess. Það er vanalega í kringum 3,5 og getur verið nauðsynlegt að stilla það af ef það reynist of hátt eða lágt frá náttúrunnar hendi. Ef sýrustigið er of hátt er vínsýru (e. tartaric acid) bætt út í.

Lit rauðvíns má rekja til hýðis dökkra vínberja.

Mörg önnur efni koma einnig við sögu í rauðvínsframleiðslu en þau verða ekki talin upp hér. Nautablóð kemur hins vegar hvergi nærri framleiðslu rauðvíns og er því ekki notað til að fá rauða litinn í rauðvíni. Rauðan lit rauðvína má rekja til hýðis vínberjanna, í þeim er nefnilega að finna ýmis litarefni sem eru rauð við lágt sýrustig eins og er til staðar í rauðvínum.

Heimildir:

Mynd:...