Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað búa margir múslimar á Íslandi?

EDS

Það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það hversu margir múslimar búa á Íslandi þar sem gögn um fjölda þeirra eru af skornum skammti og því einungis um ágiskun að ræða.

Á vef Hagstofu Íslands er hægt að skoða fjölda einstaklinga sem skráðir eru í trúfélög. Á lista Hagstofunnar eru tvö trúfélög múslima, annars vegar Félag múslima á Íslandi, sem viðurkennt var sem trúfélag af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu árið 1997, og hins vegar Menningarsetur múslima á Íslandi, sem viðurkennt var sem skráð trúfélag árið 2009. Árið 2011 voru 370 skráðir í Félag múslima og 275 í Menningarsetur múslima. Samtals voru því 645 skráðir í trúfélög múslima á Íslandi.

Bænahús í íslam kallast moskur. Þessi moska er í Jedda í Sádi-Arabíu.

Þetta segir þó bara hálfa söguna því ekki eru allir múslimar skráðir í skipulögð trúfélög. Í grein eftir Hilmar Magnússon í vefritinu Hugsandi er þessu velt upp og reynt að áætla út frá dönskum niðurstöðum hver hugsanlegur fjöldi múslima á Íslandi gæti verið. Í Danmörku benda rannsóknir til þess að 20-25% múslima séu í skipulögðum trúfélögum. Ef gert er ráð fyrir að hlutfallið sé svipað á Íslandi þá má reikna með að fjöldi múslima sé allt að 3.200 (miðað við að þessir 645 sem eru á skrá samkvæmt Hagstofunni samsvari 20%).

Þessar tölur verður þó að taka með fyrirvara þar sem ekki liggur fyrir hvort hlutfallið hér á landi er það sama og í Danmörku. Á milli áranna 2009 og 2010 fjölgaði skráðum einstaklingum í trúfélögum múslima um 187 sem er töluvert mikið þegar ekki fjölmennari hópur á í hlut. Ástæðan er sjálfsagt fyrst og fremst sú að árið 2009 var stofnað nýtt trúfélag múslima þannig að þau eru nú tvö eins og fram kom í upphafi svarsins. Hugsanlega hefur nýtt félag leitt til þess að hlutfallslega fleiri séu skráðir í skipulögð trúfélög múslima hér á landi en gert er ráð fyrir í dönsku niðurstöðunum.

Það er því kannski réttast að svara spurningunni þannig að fjöldi múslima á Íslandi er alla vega 645 og hugsanlega allt upp í 3.200.

Heimildir:

Mynd:
  • Mosque á Wikipedia.org. Sótt 12.1.2012.

Höfundur

Útgáfudagur

13.1.2012

Spyrjandi

Heiðrún Lind Vignisdóttir, f. 1994

Tilvísun

EDS. „Hvað búa margir múslimar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2012, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61364.

EDS. (2012, 13. janúar). Hvað búa margir múslimar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61364

EDS. „Hvað búa margir múslimar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2012. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61364>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað búa margir múslimar á Íslandi?
Það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það hversu margir múslimar búa á Íslandi þar sem gögn um fjölda þeirra eru af skornum skammti og því einungis um ágiskun að ræða.

Á vef Hagstofu Íslands er hægt að skoða fjölda einstaklinga sem skráðir eru í trúfélög. Á lista Hagstofunnar eru tvö trúfélög múslima, annars vegar Félag múslima á Íslandi, sem viðurkennt var sem trúfélag af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu árið 1997, og hins vegar Menningarsetur múslima á Íslandi, sem viðurkennt var sem skráð trúfélag árið 2009. Árið 2011 voru 370 skráðir í Félag múslima og 275 í Menningarsetur múslima. Samtals voru því 645 skráðir í trúfélög múslima á Íslandi.

Bænahús í íslam kallast moskur. Þessi moska er í Jedda í Sádi-Arabíu.

Þetta segir þó bara hálfa söguna því ekki eru allir múslimar skráðir í skipulögð trúfélög. Í grein eftir Hilmar Magnússon í vefritinu Hugsandi er þessu velt upp og reynt að áætla út frá dönskum niðurstöðum hver hugsanlegur fjöldi múslima á Íslandi gæti verið. Í Danmörku benda rannsóknir til þess að 20-25% múslima séu í skipulögðum trúfélögum. Ef gert er ráð fyrir að hlutfallið sé svipað á Íslandi þá má reikna með að fjöldi múslima sé allt að 3.200 (miðað við að þessir 645 sem eru á skrá samkvæmt Hagstofunni samsvari 20%).

Þessar tölur verður þó að taka með fyrirvara þar sem ekki liggur fyrir hvort hlutfallið hér á landi er það sama og í Danmörku. Á milli áranna 2009 og 2010 fjölgaði skráðum einstaklingum í trúfélögum múslima um 187 sem er töluvert mikið þegar ekki fjölmennari hópur á í hlut. Ástæðan er sjálfsagt fyrst og fremst sú að árið 2009 var stofnað nýtt trúfélag múslima þannig að þau eru nú tvö eins og fram kom í upphafi svarsins. Hugsanlega hefur nýtt félag leitt til þess að hlutfallslega fleiri séu skráðir í skipulögð trúfélög múslima hér á landi en gert er ráð fyrir í dönsku niðurstöðunum.

Það er því kannski réttast að svara spurningunni þannig að fjöldi múslima á Íslandi er alla vega 645 og hugsanlega allt upp í 3.200.

Heimildir:

Mynd:
  • Mosque á Wikipedia.org. Sótt 12.1.2012.
...