Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kviknar á kerti þegar maður ber eld að reyknum sem myndast þegar nýbúið er að slökkva á kertinu?

Emelía Eiríksdóttir

Þegar slökkt er á logandi kerti sést oft hvítur reykur stíga upp frá kertinu. Þessi reykur er einfaldlega vax sem hefur gufað upp af heitum kveiknum og þést í sýnilegt vaxský. Hitinn á kveiknum er hins vegar ekki nægilegur til að kveikja í vaxgufunni.

Það er hægt að nýta sér þetta vaxský til að gera smá „töfrabragð“. Það er nefnilega hægt að kveikja í því fljótlega eftir að slökkt hefur verið á kertinu. Töfrabragðið virkar að því tilskildu að vaxskýið gangi alveg niður að kveiknum.

Ef logandi eldspýta er borin að vaxskýinu kviknar í því. Eldurinn berst um allt vaxskýið og þar með niður að kveiknum. Hitinn frá eldinum veldur uppgufun á bráðnuðu kertavaxi og viðheldur þar með eldinum.

Þetta skemmtilega töfrabragð má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan:

This text will be replaced

Myndband:

Heimildir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.9.2013

Spyrjandi

Erla Salome Ólafsdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju kviknar á kerti þegar maður ber eld að reyknum sem myndast þegar nýbúið er að slökkva á kertinu?“ Vísindavefurinn, 2. september 2013, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61557.

Emelía Eiríksdóttir. (2013, 2. september). Af hverju kviknar á kerti þegar maður ber eld að reyknum sem myndast þegar nýbúið er að slökkva á kertinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61557

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju kviknar á kerti þegar maður ber eld að reyknum sem myndast þegar nýbúið er að slökkva á kertinu?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2013. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61557>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kviknar á kerti þegar maður ber eld að reyknum sem myndast þegar nýbúið er að slökkva á kertinu?
Þegar slökkt er á logandi kerti sést oft hvítur reykur stíga upp frá kertinu. Þessi reykur er einfaldlega vax sem hefur gufað upp af heitum kveiknum og þést í sýnilegt vaxský. Hitinn á kveiknum er hins vegar ekki nægilegur til að kveikja í vaxgufunni.

Það er hægt að nýta sér þetta vaxský til að gera smá „töfrabragð“. Það er nefnilega hægt að kveikja í því fljótlega eftir að slökkt hefur verið á kertinu. Töfrabragðið virkar að því tilskildu að vaxskýið gangi alveg niður að kveiknum.

Ef logandi eldspýta er borin að vaxskýinu kviknar í því. Eldurinn berst um allt vaxskýið og þar með niður að kveiknum. Hitinn frá eldinum veldur uppgufun á bráðnuðu kertavaxi og viðheldur þar með eldinum.

Þetta skemmtilega töfrabragð má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan:

This text will be replaced

Myndband:

Heimildir:

...