Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Mega þroskaheftir kjósa?

Ragnar Guðmundsson

Ekki er að sjá að í lögum séu settar slíkar takmarkanir á kosningarétt manna. Í 1. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eru eingöngu gerðar kröfur um íslenskan ríkisborgararétt og ákveðin búsetuskilyrði:
1. gr. Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og lögheimili á hér á landi.

Íslenskur ríkisborgari, sem náð hefur 18 ára aldri og átt hefur lögheimili hér á landi, á og kosningarrétt:

a. í átta ár frá því að hann flutti lögheimili af landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag,

b. eftir þann tíma sem greinir í a-lið enda hafi hann sótt um það samkvæmt nánari reglum í 2. gr.

Þá er til dæmis tekið fram í XII. kafla fyrrnefndra laga, þar sem fjallað er um utankjörfundaratkvæðagreiðslu, að hún megi fara fram á sjúkrahúsi eða vistheimili fatlaðra sem eiga erfitt með að sækja kjörstað.

Á hinn bóginn er að sjálfsögðu algjört skilyrði að hver og einn kjósandi greiði sjálfur atkvæði í samræmi við XII. og XIV. kafla fyrrnefndra laga. Þar kemur fram að einungis má veita kjósanda aðstoð við kosningu æski hann þess sjálfur að fyrra bragði og ljóst sé að hann geti ekki, sökum fötlunar, fyllt út kjörseðilinn. Kjósandi þarf þá að geta látið mjög greinilega í ljós hvað hann hyggst kjósa.
86. gr. Ef kjósandi skýrir kjörstjórn svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá úr kjörstjórninni er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal bóka í kjörbókina, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar.
Ef einstaklingur er á kjörskrá og getur sjálfur kosið eða látið skoðun sína greinilega í frammi við starfsmann á kjörfundi, er því ljóst að ekki má neita honum um að greiða atkvæði. Hins vegar er jafnljóst að geti einstaklingur þetta ekki, telst hann ófær um að nýta kosningarétt sinn. Rétt er að ítreka að enginn nema starfsfólk kjörfundarins má aðstoða kjósanda, en ekki til dæmis nánasta fjölskylda.

Ef einstaklingur er það andlega vanþroska að hann geti ekki áttað sig á hvaða kostir standa til boða eða jafnvel hvað kosningar eru, liggur þannig í augum uppi að hann getur ekki nýtt sér kosningarétt sinn. Einnig má gera ráð fyrir því að einhverjir mjög líkamlega fatlaðir einstaklingar, sem geta á engan hátt gert sig skiljanlega, geti heldur ekki kosið þó þeir séu vel á sig komnir andlega.

Rétt er að taka fram að við sveitastjórnarkosningar gilda svipaðar reglur, eins og sjá má í II. og IX. kafla laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórna. Þó hafa fleiri kosningarétt við slíkar kosningar þar sem ríkisborgarar Norðurlandanna njóta einnig þessa réttar að fullnægðum nánari skilyrðum um búsetu. Í lögum nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta Íslands, er einnig að mestu vísað til reglna þeirra sem þegar eru nefndar og finna má í lögum um kosningar til Alþingis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir: Lagasafn Alþingis

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.8.2006

Spyrjandi

Þráinn Halldórsson

Tilvísun

Ragnar Guðmundsson. „Mega þroskaheftir kjósa?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2006. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6156.

Ragnar Guðmundsson. (2006, 29. ágúst). Mega þroskaheftir kjósa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6156

Ragnar Guðmundsson. „Mega þroskaheftir kjósa?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2006. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6156>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mega þroskaheftir kjósa?
Ekki er að sjá að í lögum séu settar slíkar takmarkanir á kosningarétt manna. Í 1. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eru eingöngu gerðar kröfur um íslenskan ríkisborgararétt og ákveðin búsetuskilyrði:

1. gr. Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og lögheimili á hér á landi.

Íslenskur ríkisborgari, sem náð hefur 18 ára aldri og átt hefur lögheimili hér á landi, á og kosningarrétt:

a. í átta ár frá því að hann flutti lögheimili af landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag,

b. eftir þann tíma sem greinir í a-lið enda hafi hann sótt um það samkvæmt nánari reglum í 2. gr.

Þá er til dæmis tekið fram í XII. kafla fyrrnefndra laga, þar sem fjallað er um utankjörfundaratkvæðagreiðslu, að hún megi fara fram á sjúkrahúsi eða vistheimili fatlaðra sem eiga erfitt með að sækja kjörstað.

Á hinn bóginn er að sjálfsögðu algjört skilyrði að hver og einn kjósandi greiði sjálfur atkvæði í samræmi við XII. og XIV. kafla fyrrnefndra laga. Þar kemur fram að einungis má veita kjósanda aðstoð við kosningu æski hann þess sjálfur að fyrra bragði og ljóst sé að hann geti ekki, sökum fötlunar, fyllt út kjörseðilinn. Kjósandi þarf þá að geta látið mjög greinilega í ljós hvað hann hyggst kjósa.
86. gr. Ef kjósandi skýrir kjörstjórn svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá úr kjörstjórninni er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal bóka í kjörbókina, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar.
Ef einstaklingur er á kjörskrá og getur sjálfur kosið eða látið skoðun sína greinilega í frammi við starfsmann á kjörfundi, er því ljóst að ekki má neita honum um að greiða atkvæði. Hins vegar er jafnljóst að geti einstaklingur þetta ekki, telst hann ófær um að nýta kosningarétt sinn. Rétt er að ítreka að enginn nema starfsfólk kjörfundarins má aðstoða kjósanda, en ekki til dæmis nánasta fjölskylda.

Ef einstaklingur er það andlega vanþroska að hann geti ekki áttað sig á hvaða kostir standa til boða eða jafnvel hvað kosningar eru, liggur þannig í augum uppi að hann getur ekki nýtt sér kosningarétt sinn. Einnig má gera ráð fyrir því að einhverjir mjög líkamlega fatlaðir einstaklingar, sem geta á engan hátt gert sig skiljanlega, geti heldur ekki kosið þó þeir séu vel á sig komnir andlega.

Rétt er að taka fram að við sveitastjórnarkosningar gilda svipaðar reglur, eins og sjá má í II. og IX. kafla laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórna. Þó hafa fleiri kosningarétt við slíkar kosningar þar sem ríkisborgarar Norðurlandanna njóta einnig þessa réttar að fullnægðum nánari skilyrðum um búsetu. Í lögum nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta Íslands, er einnig að mestu vísað til reglna þeirra sem þegar eru nefndar og finna má í lögum um kosningar til Alþingis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir: Lagasafn Alþingis...