Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar veður valda snjóflóðum?

Hætta á snjóflóðum skapast oftast í tengslum við aftakaveður að vetrarlagi með mikilli snjókomu og skafrenningi. Krapaflóð falla einkum þegar hlánar og rignir snögglega niður í snjó, og aurskriður í kjölfar stórrigninga og örrar leysingar. Veðurfar er þannig einn mikilvægasti þátturinn sem segir til um ofanflóðahættu.

Stærstu snjóflóðahrinur verða oft samfara N- og NA-áhlaupum. Þessar vindáttir eru algengar í illviðrum að vetrarlagi á norðanverðu landinu.Vindstyrkur hefur meira forspárgildi um hvort snjóflóð muni falla heldur en mikil úrkoma. Myndin er af snjóflóði í Hlíðarfjalli.

Þótt iðulega sé mikil úrkoma í aðdraganda snjóflóðahrina hefur það ekki mikið forspárgildi um hvort snjóflóð muni falla þar sem úrkomukaflar eru líka tíðir aðra vetrardaga. Að því leyti hefur vindstyrkurinn meira forspárgildi en gjarnan er mjög hvasst einhvern daganna fyrir flóðin. Úrkoman virðist hins vegar hafa áhrif á það hversu stór flóðin verða.

Snjóflóð á Vestfjörðum eru algengari en á Austfjörðum. Mestu munar að hiti er hærri á Austfjörðum á vetrum og þar eru vetur einnig heldur styttri en á Vestfjörðum. Einnig eru vonskuveður af norðaustri eitthvað sjaldgæfari á Austfjörðum.

Mynd:
  • Gallery. Höfundur myndar: Benedikt Barðason.

Þetta svar er fengið af vef Veðurstofu Íslands og birt með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

25.1.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

Tilvísun

Veðurstofa Íslands. „Hvers konar veður valda snjóflóðum?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2012. Sótt 18. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=61733.

Veðurstofa Íslands. (2012, 25. janúar). Hvers konar veður valda snjóflóðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61733

Veðurstofa Íslands. „Hvers konar veður valda snjóflóðum?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2012. Vefsíða. 18. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61733>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Heiðrún Pétursdóttir

1984

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Ásta hefur unnið að aðferðaþróun til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð.