Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Til hvers er rófubeinið?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Rófubeinið er gert úr 3-5 neðstu hryggjarliðunum í rófulausum prímötum sem runnið hafa saman. Þessir liðir eru fyrir neðan spjaldhrygginn og tengjast honum um trefjabrjósklið, sem gerir svolitla hreyfingu milli spjaldhryggs og rófubeins mögulega.

Í mönnum og öðrum rófulausum prímötum er rófubeinið leifar af rófu sem forfeður okkar voru með. Rófubeinið er þó ekki alveg gagnslaust eins og halda mætti. Það veitir nauðsynlegt hald fyrir ýmsa vöðva, sinar og liðbönd. Einnig er það hluti af þungaberandi þrífótabyggingu sem veitir stoð í sitjandi stellingu. Rófubeinið tekur einkum á sig þunga þegar maður hallar sér aftur sitjandi en setbeinin þegar við höllum okkur fram.

Vöðvar sem eru mikilvægir fyrir starfsemi mjaðmagrindarbotns festast við rófubeinið að framan. Þetta eru vöðvar sem koma við sögu þegar við höfum hægðir og þvaglát og eru mikilvægir fyrir stöðu endaþarmsopsins. Stóri rassvöðvinn festist við rófubeinið aftanvert og réttir læri við göngu. Mikilvæg liðbönd tengjast rófubeininu og liggja meðfram hryggnum.

Rófubeinið er lítið en getur valdið töluverðum sársauka ef eitthvað fer þar úrskeiðis. Sársauki frá rófubeini kemur helst eftir fall á rassinn eða fæðingu og er því algengari meðal kvenna en karla. Einnig er möguleiki á æxlisvexti í rófubeininu og þá þarf á skurðaðgerð eða lyfjameðferð til að meðhöndla það. Í einstaka tilfellum þarf að fjarlægja rófubeinið ef ekki er hægt að meðhöndla kvilla sem þar eiga upptök sín á annan hátt.

Heimildir og mynd:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvers vegna erum við með rófubein og hvaða tilgangi þjónar það?
  • Er hægt að lifa án rófubeins?

Höfundur

Útgáfudagur

5.12.2012

Spyrjandi

Jenný Ósk Óskarsdóttir, Áslaug Ýr Hjartardóttir, Tinna Guðbjartsdóttir, Hlynur Logi, Klaudia Frank

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Til hvers er rófubeinið?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62000.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 5. desember). Til hvers er rófubeinið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62000

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Til hvers er rófubeinið?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62000>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Til hvers er rófubeinið?
Rófubeinið er gert úr 3-5 neðstu hryggjarliðunum í rófulausum prímötum sem runnið hafa saman. Þessir liðir eru fyrir neðan spjaldhrygginn og tengjast honum um trefjabrjósklið, sem gerir svolitla hreyfingu milli spjaldhryggs og rófubeins mögulega.

Í mönnum og öðrum rófulausum prímötum er rófubeinið leifar af rófu sem forfeður okkar voru með. Rófubeinið er þó ekki alveg gagnslaust eins og halda mætti. Það veitir nauðsynlegt hald fyrir ýmsa vöðva, sinar og liðbönd. Einnig er það hluti af þungaberandi þrífótabyggingu sem veitir stoð í sitjandi stellingu. Rófubeinið tekur einkum á sig þunga þegar maður hallar sér aftur sitjandi en setbeinin þegar við höllum okkur fram.

Vöðvar sem eru mikilvægir fyrir starfsemi mjaðmagrindarbotns festast við rófubeinið að framan. Þetta eru vöðvar sem koma við sögu þegar við höfum hægðir og þvaglát og eru mikilvægir fyrir stöðu endaþarmsopsins. Stóri rassvöðvinn festist við rófubeinið aftanvert og réttir læri við göngu. Mikilvæg liðbönd tengjast rófubeininu og liggja meðfram hryggnum.

Rófubeinið er lítið en getur valdið töluverðum sársauka ef eitthvað fer þar úrskeiðis. Sársauki frá rófubeini kemur helst eftir fall á rassinn eða fæðingu og er því algengari meðal kvenna en karla. Einnig er möguleiki á æxlisvexti í rófubeininu og þá þarf á skurðaðgerð eða lyfjameðferð til að meðhöndla það. Í einstaka tilfellum þarf að fjarlægja rófubeinið ef ekki er hægt að meðhöndla kvilla sem þar eiga upptök sín á annan hátt.

Heimildir og mynd:

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvers vegna erum við með rófubein og hvaða tilgangi þjónar það?
  • Er hægt að lifa án rófubeins?
...