Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til lyf við bólusótt?

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir

Nei, ekkert þekkt lyf er til við bólusótt annað en tafarlaus bólusetning. Engu að síður hafa veirulyfjameðferðir verið notaðar og lyfjarannsóknir hafa gefið til kynna að veirulyfið Cidofovir gæti gefið góða raun.1 Bóluefni er gefið innan fjögurra daga eftir smitun og áður en útbrot koma fram. Bóluefnið kemur í veg fyrir sýkingu af völdum sjúkdómsins og mildar hann. Auk þess dregur úr dánartíðni bólusettra.

Fyrstu tilraunirnar til að koma í veg fyrir bólusótt áttu sér stað í Kína og Indlandi einhvern tíma fyrir árið 1000 og fólust í bólusetningu með vessa úr bólusóttarkýli. Árið 1796 uppgötvaði enski læknirinn Edward Jenner (1749-1823) að hægt væri að öðlast ónæmi gegn bólusótt ef bólusett væri með kúabóluvessa. Kúabóluveira er í sömu fjölskyldu og variola-veiran. Á 19. öld hættu menn að nota kúabóluveiruna og bólusettu þess í stað með vaccinia-veiru (e. vaccination) í staðinn. Ekki er vitað af hverju menn fóru að nota vaccinia-veiruna við bólusetningar.

Bóluefnið inniheldur lifandi vaccinia-veiru sem er skyld variola-veirunni og veitir hún ónæmi gegn bólusóttinni. Bóluefnið er gefið með því að nota tvíkvíslaða (e. bifurcated) nál sem dýft er í bóluefnislausnina. Nálin er notuð til að rispa húðina nokkrum sinnum á nokkrum sekúndum. Rannsóknir hafa sýnt að bóluefnið er virkt í allt að tíu ár eftir fyrstu bólusetningu en eftir fimmta árið tekur virknin að dvína.2

Sem stendur er ekkert lyf til við bólusótt annað en tafarlaus bólusetning.

Eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e. World Health Organization, WHO) lýsti því yfir árið 1980 að bólusótt hefði loks verið útrýmt, þrýsti stofnunin á að rannsóknarstofur víða um heim, sem áttu bólusóttarveiruna, eyddu henni. Árið 1984 var samþykkt að stofnar náttúrulegu veirunnar yrðu aðeins geymdir í tveimur viðurkenndum rannsóknarstofum (BSL-4), í Rússlandi og Bandaríkjunum. Í dag eru þessar birgðir í Vector-stofnuninni í Koltsovo í Rússlandi og Centers for Disease Control and Prevention (CDC) í Atlanta í Bandaríkjunum.3

Síðan því var lýst yfir að bólusótt hefði verið útrýmt hefur mannkynið þróað lítið hjarðónæmi (e. herd immunity) gegn sjúkdómnum og er því berskjaldað gegn bólusóttarsýkingunni. Það er því enn ástæða til að óttast veiruna. Hætta á hryðjuverkum með líftækni- og sýklavopnum, þar sem bólusótt gæti verið eitt þeirra vopna, hefur örvað rannsóknir á fyrirbyggjandi veirulyfjum sem viðbót við bóluefni. Nokkrum sinnum hefur Alþjóðaheilbrigðisþingið (e. World Health Assembly) samþykkt að láta eyðileggja birgðirnar, en því hefur alltaf verið frestað vegna yfirstandandi rannsókna. Árið 1992 fullyrti sovéskur flóttamaður að Sovétríkin væru að þróa bólusóttarvopn. Þetta olli töluverðum óróa meðal heilbrigðisyfirvalda víða um heim, en þessi sýklavopnaáætlun hefur aldrei fengist staðfest. Árið 2001 tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir hefðu ákveðið að eyðileggja ekki birgðir sínar. Bandarísk yfirvöld hafa talið að raunveruleg hætta sé á að hryðjuverkahópar geti komist yfir veiruna og komið af stað faraldri. Hafa þeir látið bólusetja fjölda hermanna gegn bólusóttinni til að vera viðbúnir.4

Bólusótt er einn af tveimur smitsjúkdómum sem tekist hefur að útrýma, hinn er nautgripaplága (e. rinderpest) af völdum veirusýkingar, sem opinberlega var tilkynnt um að hefði verið útrýmt árið 2011.5

Nánar er fjallað um bólusótt í svörum sama höfundar við spurningunum Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum? og Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar?

Tilvísanir


Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um bólusótt. Aðrir spyrjendur eru:
Árdís Björg Óttarrsdóttir, Maríanna Ástmarsdóttir, Elín Melgar, Dagný Arnljótsdóttir, Margrét Brynjarsdóttir, Sigrún Agatha Árnadóttir, Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir og Jónína Þórdís Helgadóttir.

Höfundur

Útgáfudagur

8.3.2012

Spyrjandi

Tómas Alexander, Jóhanna Einarsdóttir og fleiri spyrjendur

Tilvísun

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. „Er til lyf við bólusótt?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2012, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62081.

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. (2012, 8. mars). Er til lyf við bólusótt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62081

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. „Er til lyf við bólusótt?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2012. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62081>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til lyf við bólusótt?
Nei, ekkert þekkt lyf er til við bólusótt annað en tafarlaus bólusetning. Engu að síður hafa veirulyfjameðferðir verið notaðar og lyfjarannsóknir hafa gefið til kynna að veirulyfið Cidofovir gæti gefið góða raun.1 Bóluefni er gefið innan fjögurra daga eftir smitun og áður en útbrot koma fram. Bóluefnið kemur í veg fyrir sýkingu af völdum sjúkdómsins og mildar hann. Auk þess dregur úr dánartíðni bólusettra.

Fyrstu tilraunirnar til að koma í veg fyrir bólusótt áttu sér stað í Kína og Indlandi einhvern tíma fyrir árið 1000 og fólust í bólusetningu með vessa úr bólusóttarkýli. Árið 1796 uppgötvaði enski læknirinn Edward Jenner (1749-1823) að hægt væri að öðlast ónæmi gegn bólusótt ef bólusett væri með kúabóluvessa. Kúabóluveira er í sömu fjölskyldu og variola-veiran. Á 19. öld hættu menn að nota kúabóluveiruna og bólusettu þess í stað með vaccinia-veiru (e. vaccination) í staðinn. Ekki er vitað af hverju menn fóru að nota vaccinia-veiruna við bólusetningar.

Bóluefnið inniheldur lifandi vaccinia-veiru sem er skyld variola-veirunni og veitir hún ónæmi gegn bólusóttinni. Bóluefnið er gefið með því að nota tvíkvíslaða (e. bifurcated) nál sem dýft er í bóluefnislausnina. Nálin er notuð til að rispa húðina nokkrum sinnum á nokkrum sekúndum. Rannsóknir hafa sýnt að bóluefnið er virkt í allt að tíu ár eftir fyrstu bólusetningu en eftir fimmta árið tekur virknin að dvína.2

Sem stendur er ekkert lyf til við bólusótt annað en tafarlaus bólusetning.

Eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e. World Health Organization, WHO) lýsti því yfir árið 1980 að bólusótt hefði loks verið útrýmt, þrýsti stofnunin á að rannsóknarstofur víða um heim, sem áttu bólusóttarveiruna, eyddu henni. Árið 1984 var samþykkt að stofnar náttúrulegu veirunnar yrðu aðeins geymdir í tveimur viðurkenndum rannsóknarstofum (BSL-4), í Rússlandi og Bandaríkjunum. Í dag eru þessar birgðir í Vector-stofnuninni í Koltsovo í Rússlandi og Centers for Disease Control and Prevention (CDC) í Atlanta í Bandaríkjunum.3

Síðan því var lýst yfir að bólusótt hefði verið útrýmt hefur mannkynið þróað lítið hjarðónæmi (e. herd immunity) gegn sjúkdómnum og er því berskjaldað gegn bólusóttarsýkingunni. Það er því enn ástæða til að óttast veiruna. Hætta á hryðjuverkum með líftækni- og sýklavopnum, þar sem bólusótt gæti verið eitt þeirra vopna, hefur örvað rannsóknir á fyrirbyggjandi veirulyfjum sem viðbót við bóluefni. Nokkrum sinnum hefur Alþjóðaheilbrigðisþingið (e. World Health Assembly) samþykkt að láta eyðileggja birgðirnar, en því hefur alltaf verið frestað vegna yfirstandandi rannsókna. Árið 1992 fullyrti sovéskur flóttamaður að Sovétríkin væru að þróa bólusóttarvopn. Þetta olli töluverðum óróa meðal heilbrigðisyfirvalda víða um heim, en þessi sýklavopnaáætlun hefur aldrei fengist staðfest. Árið 2001 tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir hefðu ákveðið að eyðileggja ekki birgðir sínar. Bandarísk yfirvöld hafa talið að raunveruleg hætta sé á að hryðjuverkahópar geti komist yfir veiruna og komið af stað faraldri. Hafa þeir látið bólusetja fjölda hermanna gegn bólusóttinni til að vera viðbúnir.4

Bólusótt er einn af tveimur smitsjúkdómum sem tekist hefur að útrýma, hinn er nautgripaplága (e. rinderpest) af völdum veirusýkingar, sem opinberlega var tilkynnt um að hefði verið útrýmt árið 2011.5

Nánar er fjallað um bólusótt í svörum sama höfundar við spurningunum Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum? og Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar?

Tilvísanir


Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um bólusótt. Aðrir spyrjendur eru:
Árdís Björg Óttarrsdóttir, Maríanna Ástmarsdóttir, Elín Melgar, Dagný Arnljótsdóttir, Margrét Brynjarsdóttir, Sigrún Agatha Árnadóttir, Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir og Jónína Þórdís Helgadóttir.
...