Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar?

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir

Bólusótt er bráðsmitandi veirusjúkdómur af völdum svonefndrar variola-veiru af tegundinni orthopoxveira (ætt; poxviradae). Ekki er ljóst hver uppruni veirunnar er, en bólusóttarveiran er áþekk kúabóluveirunni sem gæti bent til þess að hún sé stökkbreytt kúabóluveira.1

Fjórar orthopoxveirur sem smita manninn eru þekktar: variola, vaccinia, kúabólu- og apabóluveira. Menn eru eina tegundin sem smitast af variola-veirunni við náttúrlegar aðstæður, þótt prímatar og önnur dýr hafi verið smituð á rannsóknarstofum. Vaccinia, kúabólu- og apabóluveirur geta smitað bæði manninn og önnur dýr við náttúrlegar aðstæður.

Til eru tvö meginafbrigði bólusóttar. Variola major er mun skæðari og algengari, með miklum útbrotum og háum hita og getur dánartíðni verið á bilinu 3-35%. Variola minor er mildara afbrigði og dánartíðnin er rétt innan við 1%. Einnig eru til tvö önnur sjaldgæfari afbrigði; „blæðandi bólusótt“ (e. haemorrhagic) og „flöt bólusótt“ (e. flat/malignant). Blæðandi bólusótt er sérlega hættulegt afbrigði. Samfara útbrotum veldur hún blæðingu undir húð og í slímhúð og er yfirleitt banvæn. Flata bólusóttin veldur miklum útbrotum á tungu og í gómi, en útbrotin á húð líkjast ekki hefðbundnum bólum, heldur eru þau mjúk og flöt án þess að þróast í bólur. Hún er í flestum tilfellum banvæn.

Við bólusótt koma fram útbrot sem þróast í upphleyptar bólur, síðan í vökvafylltar blöðrur og loks kýli. Margir þeirra sem lifðu bólusótt af voru alsettir slæmum örum eftir kýlin.

Bólusótt berst á milli manna með hósta og hnerra sem dropa- og loftborið smit, og einnig með snertismiti. Með loftbornu smiti berst veiran í lungun. Úðasmit verður vegna innöndunar á smádropum frá munn-, nef- eða hálsslími smitaðrar manneskju. Sjúkdómurinn getur einnig smitast með beinni snertingu við sýkta líkamsvessa. Fatnaður og rúmfatnaður getur borið smit en hætta á slíku smiti er ekki mikil.

Meðgöngutími bólusóttar er á 12-14 dagar og á þeim tíma finnur sjúklingurinn engin einkenni sjúkdómsins og smitar ekki. Að þeim tíma liðnum koma fljótlega fram einkenni eins og hiti, vanlíðan, höfuðverkur, þreyta, slæmur bakverkur og stundum kviðverkir og uppköst. Tveimur til þremur dögum síðar minnkar hitinn og sjúklingnum fer að líður betur, en þá birtast hin hefðbundnu útbrot, fyrst á andliti, höndum og handleggjum og loks á búknum fáeinum dögum eftir það. Vefjaskemmdir verða í slímhúð nefs og munns, sem verða að sárum og losa þar með um mikið magn af veirunni í munn og háls.2 Á húð koma fram útbrot (macules), sem þróast í upphleyptar bólur (papules), síðan í vökvafylltar blöðrur (vesicles) og loks kýli (pustules). Vökvi lekur úr kýlunum, þau minnka og byrja að þorna upp og mynda hrúður. Á 16-20 degi fer hrúðrið að flagna af og skilur eftir sig ör.

Í banvænum tilfellum algengari bólusóttar deyr sjúklingurinn venjulega á tíunda til sextánda degi sjúkdómsins. Ástæða dauða er ekki alveg ljós, en vitað er að sýkingin hefur áhrif á ýmis líffæri.3

Nánar er fjallað um bólusótt í svörum sama höfundar við spurningunum: Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum? og Er til lyf við bólusótt?

Tilvísanir:

Mynd:


Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um bólusótt. Aðrir spyrjendur eru:
Árdís Björg Óttarrsdóttir, Maríanna Ástmarsdóttir, Elín Melgar, Dagný Arnljótsdóttir, Margrét Brynjarsdóttir, Sigrún Agatha Árnadóttir, Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir, Jónína Þórdís Helgadóttir og Tómas Alexander.

Höfundur

Útgáfudagur

5.3.2012

Spyrjandi

Jóhanna Einarsdóttir og fleiri spyrjendur

Tilvísun

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. „Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2012. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62079.

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. (2012, 5. mars). Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62079

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. „Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2012. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62079>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar?
Bólusótt er bráðsmitandi veirusjúkdómur af völdum svonefndrar variola-veiru af tegundinni orthopoxveira (ætt; poxviradae). Ekki er ljóst hver uppruni veirunnar er, en bólusóttarveiran er áþekk kúabóluveirunni sem gæti bent til þess að hún sé stökkbreytt kúabóluveira.1

Fjórar orthopoxveirur sem smita manninn eru þekktar: variola, vaccinia, kúabólu- og apabóluveira. Menn eru eina tegundin sem smitast af variola-veirunni við náttúrlegar aðstæður, þótt prímatar og önnur dýr hafi verið smituð á rannsóknarstofum. Vaccinia, kúabólu- og apabóluveirur geta smitað bæði manninn og önnur dýr við náttúrlegar aðstæður.

Til eru tvö meginafbrigði bólusóttar. Variola major er mun skæðari og algengari, með miklum útbrotum og háum hita og getur dánartíðni verið á bilinu 3-35%. Variola minor er mildara afbrigði og dánartíðnin er rétt innan við 1%. Einnig eru til tvö önnur sjaldgæfari afbrigði; „blæðandi bólusótt“ (e. haemorrhagic) og „flöt bólusótt“ (e. flat/malignant). Blæðandi bólusótt er sérlega hættulegt afbrigði. Samfara útbrotum veldur hún blæðingu undir húð og í slímhúð og er yfirleitt banvæn. Flata bólusóttin veldur miklum útbrotum á tungu og í gómi, en útbrotin á húð líkjast ekki hefðbundnum bólum, heldur eru þau mjúk og flöt án þess að þróast í bólur. Hún er í flestum tilfellum banvæn.

Við bólusótt koma fram útbrot sem þróast í upphleyptar bólur, síðan í vökvafylltar blöðrur og loks kýli. Margir þeirra sem lifðu bólusótt af voru alsettir slæmum örum eftir kýlin.

Bólusótt berst á milli manna með hósta og hnerra sem dropa- og loftborið smit, og einnig með snertismiti. Með loftbornu smiti berst veiran í lungun. Úðasmit verður vegna innöndunar á smádropum frá munn-, nef- eða hálsslími smitaðrar manneskju. Sjúkdómurinn getur einnig smitast með beinni snertingu við sýkta líkamsvessa. Fatnaður og rúmfatnaður getur borið smit en hætta á slíku smiti er ekki mikil.

Meðgöngutími bólusóttar er á 12-14 dagar og á þeim tíma finnur sjúklingurinn engin einkenni sjúkdómsins og smitar ekki. Að þeim tíma liðnum koma fljótlega fram einkenni eins og hiti, vanlíðan, höfuðverkur, þreyta, slæmur bakverkur og stundum kviðverkir og uppköst. Tveimur til þremur dögum síðar minnkar hitinn og sjúklingnum fer að líður betur, en þá birtast hin hefðbundnu útbrot, fyrst á andliti, höndum og handleggjum og loks á búknum fáeinum dögum eftir það. Vefjaskemmdir verða í slímhúð nefs og munns, sem verða að sárum og losa þar með um mikið magn af veirunni í munn og háls.2 Á húð koma fram útbrot (macules), sem þróast í upphleyptar bólur (papules), síðan í vökvafylltar blöðrur (vesicles) og loks kýli (pustules). Vökvi lekur úr kýlunum, þau minnka og byrja að þorna upp og mynda hrúður. Á 16-20 degi fer hrúðrið að flagna af og skilur eftir sig ör.

Í banvænum tilfellum algengari bólusóttar deyr sjúklingurinn venjulega á tíunda til sextánda degi sjúkdómsins. Ástæða dauða er ekki alveg ljós, en vitað er að sýkingin hefur áhrif á ýmis líffæri.3

Nánar er fjallað um bólusótt í svörum sama höfundar við spurningunum: Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum? og Er til lyf við bólusótt?

Tilvísanir:

Mynd:


Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um bólusótt. Aðrir spyrjendur eru:
Árdís Björg Óttarrsdóttir, Maríanna Ástmarsdóttir, Elín Melgar, Dagný Arnljótsdóttir, Margrét Brynjarsdóttir, Sigrún Agatha Árnadóttir, Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir, Jónína Þórdís Helgadóttir og Tómas Alexander.
...